Breiðablik - 01.11.1911, Blaðsíða 8

Breiðablik - 01.11.1911, Blaðsíða 8
88 BREIÐABLIK SUMARFERD II. YFIR BANDARIKIN. Ttyr AÍDAGARNIR voru heitir hér XvX { Winnipeg- síðastliöið vor. Það var eins og komið væri langt fram í júní eða júlí. Svitanum heiti út um þann,sem hraðaði ferðum meira en góðu hófi gegndi og það var heitt og mollulegt inni í vögn- unum, þegar lestin rann af stað út úr brautarskálanum stóra,16. maí að kveldi. Annaðhvort hefir það verið vegna þcss hve heitt var, eða að það er eðlisfar, að mér fanst um leið og fult skrið var komið á, að svona vildi eg helzt láta lestina skríða, unz komið væri á enda veraldar. En svo er eg fór að hugleiða, hvar þá yrði staðar numið, fann eg að hugsunin var fremur óljós og þokukend. Líklega eru einhverir fleiri með því marki brendir, að þegar þeir hafa lengi setið á sömu þúfu og eru þreyttir orðnirá kyrsetunum, brennur þeim ferðalöngunin svo í blóði, að þeim flnst ekkert geta svalað henni nema ferðalag út að endimörkum jarðar. En þó heitt væri á lestinni dag.nn, sem eg lagði af stað, varð þó enn heitara tvo dagana næstu. Enda var þá komið lengra suður. Morguninn eftir vakna menn upp í St.Paul, bíða þar svo sem klukkustund, eru svo komnir á aðra lest,er þýtur áfram til Chicago. Þangað er komið að kveldi, ekið milli stöðva í fleygingsferð, og svo haldið áfram austur alt hvað af tekur, án teljandi viðnáms, nema dálitla stund í Buffalo, svo menn geta dregið andann og rétt úr sér. Þessa tvo daga voru svo mikil brögð að hitanum, að menn vissu »aumast, hvað þeir áttu til bragðs að taka. En alt gekk slysalaust. Eg var engst af að lesa eitthvað. Eg hafði stungið hjá mér bók um Lundúnaborg ný-útkominni, lýsingu handa ferðamönn- um til að átta sig á, og gróf mig svo nið- ur í hana, að eg vissi með löngum köfl- um ekkert af mér, og fanst síðast, að eg vera orðinn svo kunnugur í þeirri Baby- lon nútímans, að eg myndi geta farið þar fram og aftur eins og eg ætlaði mér. Annars er það mjög mikilsvert fyrir alla ferðamenn að vera búnir að kynna sér staði þá, er. þeir ætla sér að ferðast til, áður en þangað kemur. Eg haföi aldrei til Lundúna komið og kveið því. Á ferð- um mítium áður hafði eg haft beig í mér af London og farið aðra leið. Nú mátti eigi lengur við þá minkun lifa að hafa eigi kymt sér að einhverju heimsins stærstu og merkilegustu borg. Þess vegna las eg og las þarna í hitanum á lestinni, til þess að standa ekki uppi alveg eins Og strandaglópur, er þangað kæmi. Einn sólarhring áði eg í New York. Þar hafði eg nokkurum sinnum áður ver- ið og var töluvert kunnugur. Fekk samt ökumann til að fara með mig um glæsi- legasta hluta borgarinnar til að rifja upp fyrir mér öll þau stórmerki, sem þar er að sjá, og fá dálitla hugmynd um þau, sem bæzt hafa við. Stórhýsin, sem reist eru, verðastöðugt hærri og hærri, svo manni finst meir og meir að þau muni reka sig á skýin. Það hófst með Turninum svonefnda,sem reist- ur var 1889. Fyrst voru loftin 9, svo 11, og þótti viðundur veraldar. En síðan hafa þau óðum fjölgað, loftin orðin 32 og nú síðast yfir 40. Oll eru þessi stórhýsi (eða skýjaglópar—sky-scrapers)í smáhólf-

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.