Breiðablik - 01.11.1911, Blaðsíða 15

Breiðablik - 01.11.1911, Blaðsíða 15
BREIÐABLIK 95 PRÓFSTEINNINN, Þa5 eru fleiri að rannsaka ritninguna en þessir óguðlegu( !)prófessorar. N orður á Akureyri situr Mr. Gook við og gefur beint út rannsókn- arrit, nr. i, 2, 3 o. s. frv. Hann er orðinn hálf- merkilegur maður við það,að ritstjóri fyrir norð- an var svo meinlaus—eða gamansamur—að taka eftir hann óskaplega grein um Jónas í hvalnum. Hér kannast menn við söguna um hann Stórjó- hann, sem hafði Jónas í hvalnum að prófsteini á Reykjavíkur-djáknann. Næsta rannsóknarritið frá Mr. Gook á líka að vera vitnisburður vísind- anna um Jónas í kviði stórfiskjai itis. En síðast- komna ritið er um sólina í Gíbeon og tunglið í Ajalon-dal. Það er vitnisburður vísindanna um það, hvernig gangurinn stöðvaðist. Undrið það er svo ,,prófsteinninn“. Sé farið að efa þá frásögu, eða það undur, þá er alt far- ið, alt lygi og svik, og enginn kristindómur eftir. Og vana viðkvæðið hjá slíkum mönnun,, að þeir sem ekki eru samdóma í skilningi bókstafs- manna, séu kristindómsfjendur o. s. frv. ,,Fyrir því skulu þeir og vera yðrir dómarar“. — Þegar menn eins og Govik hamra á þessu eða þvílíku í heilagri ritningu, eða t. d. Mormóna- prédikarar sýna cg sanna skýlaus boð um fleir- kvæni í lögmáli Móse, og hafa alveg rétt fyrir sér í því að svo er þar stundum boðið, þá ætti það að vera alvarleg áminning fyrir bókstafs- dýrkendurna að sjá hvar lendir. Að minsta kosti ætti þeim —alténd hinum siðbetri mönnum — að lærast að leggja niður tortryggnis-getsakirnar og ónota ásökurnar-dylgjurnar í garð vorn, sem könnumst frjálslega við þjóðsögurnar í hin- um fornu ritum Hebrea. Menn eins og Gook og Jakob mormóni eru sjálfum sér samkvæmir í bókstafstrúnni og ein- lægir við kolann. Og þegar heimfærð eru til þeirra og skoðanabræðra þeirra, sem þeim telj- ast miklu fremri, orðin fornu: ,,Því skulu þeir vera yðar dómarar“, þá eru þar að baki allur sami hugsanagangur og þegar orðin upphaflega voru töluð. Svona menn verða einmitt prófsteinn á bók- stafsþjóna vorra tíma. Og vegna þess er minst á þetta vísindarit að norðan. Vér vildum ekki fyrir neinn mun missa úr biblíunni okkar fræðslu-ljóðin um Jónas, með hinni dýrlegu trúarhugsjón um kærleika guðs til allra manna. Og oss þykir líka vænt um þetta brot úr bardagakvæðinu forna, sem er löngu á undan ritöld þjóðarinnar. Haldi bókstafsmenn- sínum skoðunum á þessu og þvílíku í ritningunni sér til uppbyggingar, við höldum okkar skoðun okkur til uppbyggingar. Sýnist að það ætti að geta gengið illindalaust. Þá sjaldan sem eg sinni eitthvað þessum ,,vís- indalegu rannsóknum“, finst mér nærri því að biðja þurfi lesendurna afsökunar. Til bragð- bætis vil eg bæta við dálítilli gamansögu, sem einhvern veginn minnir á sig í þessu sambandi. Sagan gei ðist undir borðum hjá Játvarði Engla- konungi, fyrir skömmu. Þar var erkibiskupinn frá Kantaraborg einn geslurinn. Lá vel á gamla kóngi að vanda, og kastar þeirri spurningu að biskupi í gletni: ,,Getið þér, háæruverðugi herra, sagt mér, hvað er mtista kraftaverkið í gamla testament- inu?“ Ungur tignarmaður og nákominn konungi varð fyrri til svars og gall við: ,,Areiðanlega það, þegar Elía ók til himna í glóandi eldvagn- inum, án þess að svo mikið sem sviðtiuðu á hon- um buxnaskálmirnar“. Mönnum varð litið til biskups og þorðu ekki meir en svo að hlæja. Biskup brosti við og sagði ofur-hægt: ,,Nei yð- ar hátign; það var asrian hans Bíleams, sem svaraði, án þess að húsbóndinn spyrði hana“. Þá hlógu allir. Þ. B. Nýtt Kirkjublað. Tákn tímanna. Balfour. Hvergif er stjórnmálabaráttan eftirtektarveið- ari en einmitt á Englandi nú um þessar mundir. Frjálslyndi flokkurinn er þar rétt búinn að hnekkja æfagömlu hefð ar-helgisvaldi lávarða-deildarinn- ar, svo það er eigi nema skuggi þess, sem verið hefir. Ihaldsflokkurinn vitaskuld sáróánægður út af þeim ósigri og kennir ágætum leiðtoga sínum um, Mr. Balfour. En sjálfsagt algerlega með röngu. I Iann er langmestur afburðamaður í sínum flokki og miklu betur til foringja fallinn en nokkur annar,sem sá flokkur hafði áaðskipa. Ef farið hetði verið að ráðum hans og tilslökun sýnd fyrir löngu, myndi nú íhaldsmenn standa miklu betur að vígi. En vegna óánægju og mót- spyrnu innan flokksins, hefir hann sagt af sér og heitir sá Bonar L a w, sem tekinn er við for- ystu. Er hann eigi álitinn nærri því annað eins mikilmenni og Balfour og ólíklegur til að láta sér takast að lyfta flokknum upp úr því feni, sem hann er fallinn niður í. Balfour er heimspeking- ur utn leið og stjórnmálamaður. Heimspeking- urinn frakkneski, B e r g s o n, sem nýlega var staddur í London, benti á hann sem einn af allra mestu mikilmennum heimsins, og svo fágætt að sameina þetta tvent svo ágætlega í fari sínu: Stjórnmálavizku og heimspeki.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.