Breiðablik - 01.11.1911, Síða 16

Breiðablik - 01.11.1911, Síða 16
g6 BREIÐABLIK Atkvæðisréttur. Auðsætt er að stjórnin á Eng'landi verst þess á allan hátt, að atkvæðisréttur kvenna nái fram að ganga. Nú hefir hún fyrir skemstu auglýst, að fram muni koma frumvarp til laga um atkvæð- isrétt atlra karlmanna, er náð hafi lögaldri. En um atkvæðisrétt kvenna er þar ekkert sagt, en búist er við að hún leyfi, að tillaga um atkvæðis- rétt kvenna komi fram og verði borin upp sem auka-tillaga við þetta frumvarp hennar. Sagt er að LloydGeorgesé mikið áhugamál að koma fram lögum um atkvæðisrétt, ernái til allra karlmanna á lögaldri,og láta ganga á undanfull- komnum kvenréttindum. En hepnist það ekki, ætli hann sér að styðja frumvarp, sem gefi kon- um atkvæðisrétt að einhverju leyti, Fremurþyk- ir fylgiliði kvenréttindanna þessi nýja hreyfing af stjórnarinnar hálfu líkleg til að tetja fyrir fram- gangi málsins. Líkur eru til að alt verði gert, sem unt er, til að styðja hvorttveggja og afla fylgis með þjóðinni næstu mánuði. Alheimsf riðu r inn. Aldrei eins mikið um hann talað og þetta ár. Og samt sem áður virðist hann lengra undan landi nú í árslok en verið hefir lengi. Síðustu fregnir sýna, að eigi hefir munað um hænufet,að lysti í bardaga síðastliðið sumar með stór- veldunum í Norðurálfu. Stríðið milli Italíu og Tyrklands heldur áfram og sýnist ætla að veiða langvinnara miklu en búist var við og eigi búið að bíta úr nálinni enn með hvar staðar nemur. I ríkisdeginum á Þýzkalandi hafa nýlega orðið miklar umræður um hið alræmda Móroccó-mál. Hafa þær vakið mesta eftirtekt vegna þess, að krónprinzinn þýzki sýndi svo ákveðinn bardaga- hug við það tækifæri og óánægju út af,að stjórn- in skyldi hafa látið undan brezkum afskiftum af því máli. Svo mikill er friðarhugurinn með stór- þjóðiinum orðinn, að vonandi verður leitast við að komast hjá stórvandræðum í lengstu lög. En síðustu viðburðir hafa einmilt sýnt öllum áþreif- anlega, að hið ægilega Damoklesar-sverð ófrið- arins hangir í örmjórri taug vfir allri þeirri marg- lotuðu menningu nútímans. Og er aumt til þess að vita — og auðmýking um leið. Prófessor Workman. misti fyrir einum þrem árum stöðu sína við Westleyan College í Montreal sökum þess hann þótti víkja frá í einhverjum kenriingar-atriðum. Helzt var það eitt, sem honum var til foráttu fundið,að hann færði sönnur fyrir því allrækilegar í bók, er hann reit um það efni,og eg las um leið og út kom, að hinn líðandi þjónn hjá Jesaja gæti i gi verið Kristur, heldur að líkindum Gyðinga- þeóðin sjálf. Bókin var ritin með allri þeirri lotn- ingu og trúarhita, sem fram kemur hjá hinum trúuðustu mönnum, er þeir rita um slíka hluti. Samt sem áður varð þetta til þess, að gömlum, manni og guðhræddum og margreyndum að öllu góðu var vikið frá kennarastörfum og má nærri geta,til hve mikils tjóns og álitsrýringar það hef- ir orðið kirkjunni, eins og ávalt þegar önnureins fásinna er höfð í frammi. Hann sá sig neyddan til að hötða mál gegn forstöðumönnum skólans, því þeir einir voru að þessu valdir, að kirkjunni forspurðri. Hann kratðist 5 þúsund doll. skaða- bóta, fyrir rangláta frávikning, Dómur er ný- lega fallinn í málinu og voru honum dæmdar 3500 dollara skaðabætur og skyldi allur málskostn- aður falla á forstöðumenn skólans. Málslokanna hefir verið beðið með mikllli eftirvæntingu af hálfu kirkjulega hugsandi mauna hér í Kanada. Michael Servetus. Svo hefir einn af píslarvottum mannkynsögunn ar heitið. Hann var Spánverji að þjóðerni og uppi á árunum 1511—1553,læknir og rithöfundur. Einkum reit hann um trúmál, sem þá var aðal- umhugsunarefni aldarinnar,en lenti einnig í mála- ferlum út af fyrirlestrum um læknisfræði, er hann flutti við háskólann í París, at því að hann var sakaður um að hafa blandað stjörnuspeki þar saman við. Einkum virðist bók hans um þrenn- ingarlærdóminn (De Trinitatis errori- b u s)að hafa vakið heilmíkla eftirtekt. Maðurinu var stórgáfaður og fullur brennandi sannleiksást. Rit þetta birtist 1531 og 1532 í nýrri mynd, þá í samtalsformi. Calvin, svissneski siðbótarmaður- inn mikli.rakst á hann í París og ætlaði með oddi og eggju að leiðrétta guðfræðiskoðanir hans.— Hann þótti afburðamaður að þekkingu á flestum svæðum, einkum í læknisfræði og hámentaður maður. En nú var hann svo óheppinn að fara að skrifast á við Calvin um guðfræð*ileg efni og senda honum rit sín; gerði hann jafnframt ráð fyrir að koma til Genf. En Calvin reiddist hon- um svo mjög, að hann hét því, að sögn, að kæmi hann til Genf,skyldi hann eigi lífs þaðan komast. Servetus kom; var sakaður um trúvillu að tilhlut- an Calvins og endaði það mál meðaftöku. Hann var brendur á báli. — Síðan hafa honum verið reistir veglegir minnisvarðar,einn í Madrid 1876,. annar í Champel 1903, þriðji í París 1907 og sá fjórði í Vienne á Frakklandi, þar sem hann átti heima síðustu æfi-ár sín; hann var afhjúpaður með miklum hátíðahöldum 15. okt. síðastliðinn, að viðstöddum miklum tjölda lærðra manna frá stórþjóðum heimsins. Hve lengi skyidi hún end- urtaka sig sagan sú, að lífláta spámennina annars vegar, en skreyta grafir þeirra og dýrka minningu þeirra hins vegar. Prentsmiðja Ólafs S. Thorgfeirssonar 678 Sherbrooke St., Winnipeg.

x

Breiðablik

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.