Breiðablik - 01.11.1911, Blaðsíða 14

Breiðablik - 01.11.1911, Blaðsíða 14
94 B R H I D A B L I K þess var. SöfnuSurinn átti ekki að fá tækifæri til aö standa upp á görðum og girðingum til þess að horfa á viðhöfnina, þegar hann væri borinn til grafar. ,,Það verður engin erfisdrykkja. Við erum bnin að láta nágrannana vita um það, svo að þeir skuli ekki vera að gera sér neitt ómak“. ,,Það er nú svo, og rétt er nú það!“ sagði prófasturinn. Hann vissi ekkert hvað hann ætti að segja við öllu þessu. Hann vissi vel, hvað það var mikið í söl- urnar lagt af þessu fólki, aó láta enga erfisdrykkju vera. Hann hafði oft séð það vera huggun bæði ekkna og föður- lausra, að hafa glæsilega erfisdrykkju. ,,Það verður engin líkfylgd, að eins við systkynin11. Prófasturinn gat ekki annað en litið efablandinn á konuna. Gat þetta verið líka hennar ósk. Hann var að velta þessu fyrir sér, hvort það inundi geta verið hennar vilji, sem sonurinn var að tala um. Þarna sat hún og lét vægðar- laust hrifsa frá sér alt þetta, sem hlaut að vera henni dýrmætara en gull ogsilfur. ,,Við viljum ekkert láta hringja, og engar silfurplötur á kistunni. Móðir mín og eg viljum hafa það svona, og við segj- um prófastinum það, til þess að vita hvort prófastinum finst það vera ranglátt við föður minn“. Nú fyrst tók konan til máls: ,,Við vildum vita hvort prófastinum fyndist það ranglátt við hann“. Prófasturinn þagnaði enn, og við það varð konan ákafari: ,,Það skal eg segja prófastinum, að þó að maðurinn minn hefði gert eitthvað fyrir sér móti konung- inum eða fógetanum, og þó að eg hefði orðið að skera hann niður úr gálganum, þá skyldi hann samt hafa fengið sóma- samlega greftrun eins og faðir hans fekk á undan honum. Því að Ingimarssyn- irnir eru ekki hræddir við neinn mann, og þeir víkja ekki úr vegi fyrir nokkrum. En á jólunuui hefir guð skipað frið milli manna og dýra, og vesalings dýrið hélt guðs boð, en við brutum á móti því; þess vegna erum við undir hegningu guðs. Og okkut ferst ekki jð koma frani með glamri og hávaða“. Prófasturinn stóð á fætur og gekk til konunnar. ,,Þið hafið rétt fyrir ykkur“, sagði hann, ,,og þið skuluð fylgja ykkar eigin samvizku“. Og eins og ósjálfrátt bætti hann við, mest við sjálfan sig: ,,Ingi- marsfólkið, það er fólk í lagi“. Gamla konan rétti sig ögn hærra upp við þcssi orð. Á þessu augnabliki sá prófasturinn hvernig hún vareinsog tákn upp á alla ættina. Og nú skildi hann hvað það var, sem öld eftir öld hafði gert það að verkum, að þetta hægfara og þög- ula fólk var eins og höfðingjar allrar sóknarinnar. ,,Ingimarssynirnir eru skyldugir til að gefa öðrum gott eftirdæmi“, sagði hún, ,,við erum skyldug til að láta aðra sjá,að við erum auðmjúk fyrir guði“. Jólaharpa heitir safn af fjórrödduðum lögum, sem herra Jónas Jónsson hefir nú í tvö skifti látiS birtast um jólin. Að sjálfsögðu eru lögin valin eftir því, flest jólalög gömul, með eldgömlum raddsetn- ingum, sem láta sumstaðar nokkuð kynlega í eyrum okkar. Annars eru lögin vel valin og út- gefandinn á þakkir skilið fyrir þau. Hann mun vera einn af margfróðustu íslendingum um forn- an og nýjan kirkjusöng og hefir varið miklum peningum og fádœma tíma og elju til þess að afla sér þess fróðleiks. Hér sendir hann okkur nú í jólagjöf dálítinn ávöxt þessa fróðleiks, lítið laglegt og ódýrt hefti með lögum til þess að syngja á jólunum. Á kápunni er árstíðaskrá ýmsra helztu söngfræðinga og tónsnillinga. Er húnnýhvertár og samin með þeim einkenni- lega hætti að einn af þessum mönnum lendir á hverjum degi ársins.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.