Breiðablik - 01.11.1911, Blaðsíða 12

Breiðablik - 01.11.1911, Blaðsíða 12
92 BREIÐABLIK glsypti í sig öll hróp og köll, þegarreynt var aS hóa. Langt fram yflr miðnætti voru þeir úti, en þá sáu þeir, aS óhjá- kvæmilegt mundi vera aS bíöa fram í dögun, ef nokkur tök ættu aS vera á því aö finna þann sem týndur var. Strax meö fyrsta morgunsárinu voru allir komnir á fætur á Ingimars bænum, og piltarnir stóöu úti á hlaSi ferSbúnir. En áSur tn þeir fóru af staS, kom hús- móöi’in gamla, og kallaði á þá inn í bað- stofu. Hún lét þá setjast á bekkina fram meS veggjunum, en sjálf settist liún viö jólaboröiS meö biblíuna opna fyrir framan sig og fór aö lesa. Hún leitaSi nú af veikum mætti aö einhverju, sem ætti viS aS lesa einmitt nú, og hitti loks á söguna af manninum, sem var á ferS frá Jerúsalem til Jeríkó, og féll í hendur ræningjanna. Hún dró seiminn og las hægt og stilt söguna af þessum bágstadda manni, sem miskunrisami Samverjinn hjálpaöi. Syn- irnir og tengdasynirnir, dæturnar og son- ardæturnar sátu alt í kring um hana. Öll voru þau lík henni og lík hvert öSru, stór og luraleg og öll andlitin ófríS og forneskjuleg. Öll voru þau af Ingimara- ættinni. Öll höföu þau rauöleitt hár, freknótt andlit, ljósblá augu og hvíl augnahár. HvaS ólík sem þau kunnu að vera í framkomu, þá höfðu þau samt öll sama harSneskjulega dráttinn um munn- inn, döpur augu og þunglamalegar hreyf- ingar, eins og þau ættu erfitt meS hvert viðvik. En þó mátti lesa þaS út úr hverju þeirra um sig, aö þau voru helzta fólkiö í bygðarlaginu, og aS þau vissu það með sjálfum sér, að þau væru eitthvað fremri en aSrir. Allir Ingimarssynirnir og allar Ingi- marsdæturnar andvörpuðu þungt, meðan á lestrinum stóS. Þau voru aS velta því fyrir sér, hvort einhver miskunnsamur Samverji mundi nú hafa fundið húsbónd- ann og séð um hann. Því var svo farið meS alla Ingimarssynina, aS ef einhver af ættinni varð fyrir slysi, þá fanst þeim þeir missa einhvern part afsinnieigin sál. Gamla konan las og las, og loks kom hún að spurningunni: Hvervarnúná- ungi h a n s, seni féll í hendur ræningjun- um? En áður hún fengi lesið svarið, var hurSin opnuð, og Ingimar gamli kom inn í stofuna. „Mamma, pabbi er kominn“, sagSi ein af dætrunum; og þaS fórst fyrir aS lesa það, aS náungi mannsins hefði verið sá, sem líknarverkið gerði á honum. * * Seinna um daginn sat húsmóðirin enn á sama stað með biblíuna opna fyt ir fram- an sig. Hún sat þar alein. Stúlkurnar voru farnar til kirkju, en piltarnir á bjarn- dýraveiðar upp í skóg. Undir eins og Ingimar Ingimarsson \ ar búinn að gleypa í sig mat og drykk, hafði hann tekið syni sína meS sér, og fariö upp í skóg. Því er nú svona fariS, að hvers manns skylda er aS drepa bjarndýr,hvar og hvenærsem það finst. ÞaS dugar ekki aS hlífa bjarn- dýrinu. Fyrr eSa seinna fær þaS kjöt- bragðið í munninn og þá hlíflr þaShvorki mönnum né skepnum. En þegar þeir '-oru farnir afstað, greip einhver hræðsla gömlu húsmóðurina. Og hún settist niður og fór aS lesa. Nú fór hún að lesa það,sem verið var aS prédika uti í kirkjunni. En hún komst a'.drei lengra en aS þessum orðum: ,,Á jörS- unni friður meðal manna, sem velþóknun er á“. Hún sat grafkyr og starði á þessi orð. Augun voru hálflokuS eins og vant er og við og viS andvarpaði hún þungan. Lengra las hún ekki, en hún endurtók hvað eftir annað dræmt og dró seiminn: ,,Á jörðutini friður meðal mannanna, sem velþóknun er á“. Þá kom elzti sonurinn inn í stofuna, rétt þegar hún var enn einusinniað byrja á sömu orðunum: ,,Mannanna“, sagði hann, nærri i hálfum hljóöum. Hún hevrði til hans, en leit ekki upp

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.