Breiðablik - 01.11.1911, Síða 2

Breiðablik - 01.11.1911, Síða 2
82 BREIÐABLIK flokksóvildin koniist. Það er sýn- ishorn íslenzka svartnættisins og- vetrarnepjunnar, sem heltekið hef- ir hugi svo margra. Mikill og merkur bókmenta- viðburður myndi útkoma þessarrar skáldsögu talinn með hverri þjóð annarri. í vetur sem leið kom út mjög vönduð þýðing af Ofurefli á dönsku eftir Olaf Hansen, danskt skáld, á kostnað Gyldendalsbóka- verzlunar. Og dönsk blöð höfðu verið full af ritdómum með nokk- urn vegihn eindregnu lofi um bók- ina. Stundum byrjuðu þau með ónotum um höfundinn fyrir stjórn- málaskoðanir hans og alls konar skætingi til þeirra allra, er sömu skoðunum fylgja. En er til bók- arinnar sjálfrar kom, var ekkert nema gott að segja. Hún var á- litin ósvikið listaverk. Engin skáldsaga, er út kom á dönsku síðastliðinn vetur, var mér sagt, að fengið hefði jafn-eindregið lof, og það af mönnum, sem ekki bera E. H. á háhesti Það hefir þó sjálfsagt ekki verið af neinum kær- leikum af Dana hálfu. í blöðunum á íslandi hefi eg ekki séð nema tvo ritdóma, annan í Nýju Kirkjublaði, hinn í Norð- urlandi, báðir vel ritaðir, en frem- ur stuttir. Hin blöðin hafa enn ekkert um bókina sagt,þetta hálfa ár, sem liðið er síðan hún kom út. Myndi það geta átt sér stað ann- ars staðar en á íslandi? Svona miklu náttmyrkri hefir stjórnmálaþrasinu tekist að vetja utan um hugi manna, hin síðari ár. Það má helzt eigi geta neins góðs í annars garði. Eitt, sem eg heyrði skáldinu fundið til foráttu, er það, að hann riti líkingalaust mál. Naumast hefir nokkurísl.rithöfundur,hvorki fyrr né síðar, komist jafn-langt í fögrum líkingum og hvað eft- ir annað er komist í Gulli. Þar er t. d. talað um vornóttina eins og ungan dag, ,,sem ekki getur feng- ið af sér að fara að hátta, ætlar að láta renna í brjóstið á sér allra- snöggvast einhvers staðar úti í him- ingeiminum — en má ekki vera að því, af því að hann vill heldurláta sig dreyma vakandi en sofandi um dýrð tilverunnar (60)”. Yndisleik íslenzkrar sumarnæt- ur er á öðrum stað lýst svo: ,,Og þau tóku að virða fyrir sér skýja- hrannir í ljósum loga á vesturloft- inu og loftrákir milli þeirra með alls konar litum, horfðu á, hvern- ig dýiðin ummyndaðist, hvernig þessi æskublómi himinsins fekk enn skærari skrúða, enn æstari eld, og hvernig hann—nokkurra mínútna gamall—tók að verða föl- ari og viðkvæmari, eins og dauð- inn væri að anda á hann, þar til er bládjúp loftsins sogaði hann í sig og huldi hann. Og fjöllin fóru í al]s konar skrúðklæði, meðan þau voru að kveðja sólina. En fóru úr þeim aftur að því loknu á svip- stundu og stóðu eftir í bláum kirtl- unum (65)”. Og næst síðasti kafli bókar-

x

Breiðablik

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.