Breiðablik - 01.11.1911, Blaðsíða 3

Breiðablik - 01.11.1911, Blaðsíða 3
BREIÐABLIK 83 innar endar svona: ,,Sólin var að setjast. Hátt uppi á vetr- arloftinu voru eldrauð ský, eins og einhverjar himneskar æfin- týra-eyjar í blágrænu lofthafinu. En niðri við sjóndeildarhringinn var loftið orðið að gulli. Og sjór- inn var orðinn að gulli. Og húsa- þökin voru orðin að gulli. Og jafnvel reykjarmekkirnir upp úr strompunum voru orðnir að skíru gulli. — En sá friður! sagði síra Þor- valdu r. . . . En það gull! Við fáum það þarna, þó að við fengjum það ekki upp úr jörðunni. Og þau fundu bæði, að í sól sál- arfriðarins verður alt að gulli — líka reykjarsvæla mannlífsins . . . Og alt annað gull er mannsálinni fánýtt til frambúðar (256—7)”. Benda mætti á einstakar setn- ingar, þar sem líkingin felst í ör- fáum orðum. ,,Og hugurinn var eins og fælinn hestur af angist og samvizkubiti og fögnuði (61).” — ,,Og inni í sálum manna, þar sem aldrei hafði undir tekið fremur en niðri í ullarpoka, þar var nú stöð- ugt syngjandi bergmálið: Gullið! Gullið! (80) — ,,Reykjavíkuiblað- anna biðu menn með taumlausri óþreyju og rifu þau í sig, eins og gaddhestar, sem komast í ilmandi töðu (80)”. Vonunum um auð ogallsnægt- irerlýstsvo: ,,Gulldraumurinn var eins og hálfrosalegur vormorg- un, en yndislegur samt, fullur af fossandi, grugguðum fagnaðar- vonum. Mennirnir heyrðu fóta- tak hennar, sem fyrir einhverja undarlega viðburðanna rás hafði alt af brugðist þeim og farið fram hjá þeim, þangað til nú — gtef- unnar, sem nú átti ekki annað eft- ir en að lúka upp hurðinni hjá þeim og stíga inn fyrir þröskuld- inn. Og öllum var órótt meðan þeir biðu eftir þessum tigna gesti (80)”. Eg fæ ekki betur skilið en að þetta sé nokkurn veginn eins vel ritað og nokkuð, sem vér lesum nú um þessar mundir í bókment- um heimsins. Mikils er um stílinn vert og lík- ingarnar og meðferð sögunnar,— óumræðilega mikilsvert. Það er bæði víst og satt. Þar kemur list- in til greina. En búningurinn er ekki alt. Listin stendur ávalt í þjónustu einhverrar hugsjónar, — einhverrar lífsskoðunar. Það verð- ur ávalt lífskoðunin, sem verður hinn eiginlegi kjarni eða sál lista- verksins. Þessi síðasta skáldsaga Finars Hjörleifssonar ber þess Ijósan vott í mínum augum, að lífsskoðun hans hefir verið að þroskast. Þess vegna stendur hún öðru framar, sem hann hefir áður ritað- Þess vegna leggur lesarinn þessa síð- ustu bók hans frá sér með meira fögnuði en nokkura aðra. Hann hefir eins og að undan- förnu verið að velta fyrir sér dýpstu hugðarmálum mannsandans. Ó-

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.