Frækorn - 04.12.1903, Síða 4
156
FRÆKORN.
muntu þá komast á hinn þrönga veginn,
sem leiðir til guðs dýrðar.
En ef þú, kæri lesari, ert guðs barn,
þá lát ljós þitt lýsa skært, og fyrirverð
þig ekki að játa Jesúm sem frelsara þinn.
Lifðu svo daglega, að aðrir fái séð, að
þú fer hinn þrönga veginn, og reyndu
með eftirdæmi að fá aðra til að kannast
við Jesúm, sem hefur frelsað þig.
Og að endingu skaltu, kæri lesari,
prófa þig vel. Hjörtu vor eru svikul,
satan vill draga þig á tálar, og í hinum
svo nefndu kristnu löndum eru það hans
mestu svikráð að fá oss til að vera
einungis útvortis kristnir, sem játa Jesúm
með vörunum, en afneita honum með ill-
um athöfnum. Þessir menn munu deyja
og sæta harðari hegningu en Sódóma
og Gómorra, sem guð eyðilagði sakir
þeirra mikla óguðleika (Matt. II, 20 — 24).
Enginn getur séð guðsríki, nema hann
endurfæðist (Jóh. 3, 3). Hver, sem trúir
á soninn, hefur eilift líf, en hver, sem
ekki trúir syninum, skal ekki sjá lífið,
heldur varir guðs reiði yfir honum (Jóh.
3, 36). W. Sloan.
©'£) (2Tc>
Páfadæmið
3- Sameining ríkisins og kirkiunnar.
Sá, er án hleypidóma rannsakar bibl-
íuna og söguna, sér skjótt, að sú grund-
vailarhugsun, sem ríkis- eða þjóðkirkja
byggist á, er ósamrýmanleg kenningu
Krists, eins og sú hugsun .opinberlega
kemur í bága við þann skiining á krist-
indóminum, sem hinir fyrstu kristnu menn
höfðu. Kristur sagði: »Mitt ríki er ekki
af þessum heimi.« »Gefið keisaranum
það, sem keisarans er, og guði það, sem
guðs er.« Hann tiltók greinilega þær
skyldur, sem vér eigum að rækja í borg-
aralegu tiliiti, og eins þær, er aðeins
koma við afstöðu vorri til guðs. Og
aldrei leitaði Kristur á náðir hins verald-
lega valds til þess að verja sig eða út-
breiða sitt ríki. Þegar Pétur í áhuga
sínum greip til sverðsins til þess að verja
meistara sinn, sagði Jesús við hann:
»SIiðra þú sverð þitt; þeir, ermeð vopn-
um vega, munu og fyrir vopnum falla,«
Trúarbragðastríð geta því ekki staðist
samkvæmt orði og dæmi Krists; en þau
koma vel heim við ríkiskirkju-hugmynd-
ina; en hún erheiðin. Trúarbrögð heiðn-
innar voru ríkisins trúarbrögð; ogþví varð
»kristnitaka« margra heiðingja og þjóð-
höfðingja aðeins umskifti á hinu ytra trú-
arbragðalega formi, án þess, að hjart-
að breyttist, og það er þó skilyrðið fyrir
því að eiga rétt til þess að bera nafn
sem kristinn.
Hinir kristnu gengu í bandalag við
heiminn; kristindómurinn var skoðaður
mikið til sem pólitískt málefni, og á þann
hátt myndaðist hin almenna eða kaþólska
kirkja, sem sýnir sig í fullkomnun sinni
í páfadæminu.
Svo lengi sem séð er fyrir því, að vatn
þrengi sér ekki inn í skipið, og það getur
haldið leið sína gegn um hættuna, er allt
vel; en þegar vatnið fer að þrengja sér
inn í skipið, er háski fyrir hendi; það
getur orðið eyðilegging skipsins. Kirkja
Jesú Krists á að vera í heiminum, um-
kringd af synd og spillingu, en hún á að
halda sér ósaurgaðri af heiminum. Það
er þess vegna óeðlilegt og í mesta máta
háskalegt, þegar heimurinn kemur inn í
kirkjunaog hún treystir sér til að geta tekið
heiminn sér í faðm. Einn af fornkirkj-
unnar miklu mönnum, Ágústínus, segir
um þetta:
»Hve margir eru þeir ekki, sem leita
Jesú að eins til þess að ávinna sér tím-
anleg gæði! Einn er í málaþrasi og leit-
ar til prestsins til þess að fá hjálp. Annar
er í kröggum og neyð og leitar til kirkj-
unnar. Sá þriðji óskar meðmæla hjá
einhverjum, sem hann ekki sjálfur má
sín mikils hjá. Einn á einn hátt, annar
á annan; daglega fyllist kirkjan af slíkum.
Að eins sjaldan leita menn Jesú sakir
sjálfra sín.« »Sá, sem áður berlega kom
fram sem heiðingi, læzt nú vera kristinn
og heldur áfram að syndga undir yfir-
skyni trúarinnar.« — »þannig sá maður
embættismenn, sem höfðu látið skírast
á tíma Konstantínusar, aftur taka heiðna