Alþýðublaðið - 04.05.1963, Side 7

Alþýðublaðið - 04.05.1963, Side 7
 -SMÆLKI-SMÆLKI-SMÆLKI- Skoti nokkur fór á veðreiðar og veðjaði einu pundi á hest, sem vann t>g fór hann að veðreiðunum loknum til veðmálasalans til að heimta þá peninga, sem hann hafði unnið í eins pundsseðlum. Skotinn skoðaði hvern einasta seð il vel og vandlega. — Ertu hræddur um, að ég sé að láta þig hafa falsaða seðla? spurði veðmálasalinn. — Nei, svaraði Skotinn, ég er bara að ganga úr skugga um að þú látið mig ekki hafa, þann sem ég lét þig hafa. — Ég sagði konunni minni, að ég mundi skjóta hvérn einasta mann, sem vogaði sér að daðra við hana í sumarfríinu. — Hvað sagði hún við því? — Hún ráðlagði mér að fá mér vélbyssu. Hún má ekki kíkjaj Mac-. Hvernig líkar þér við nýja útvarpið þitt? Donald: Otvarpið er alveg prýði- legt, en það er skrambi erfitt að lesa við Ijósið frá því. ★ Frúin: Hvers konar manneskja er hún frú Robinson? Eiginmaðurinn: Hún er ein af þeim, sem kalla servietturnar munnþurkur. Frúim Já, en ég kalla til dæmis sérvíetturnar alltaf munnþurrkur. Eiginmaðurinn: Þá veiztu alveg eins og ég hvers konar manneskja hún er. ÍT Kennarinn: Hvar var Nelson drep inn?" Nemandinn: Á Trafalgar torgi. Kennarinn: Það þykir mér skrýt- ið. Wellington hefur þá líklega ver ið drepinn á Waterloo járnbrautar- stöðinni? Nemandinn: Nei, herra kennari, svaraði nemandinn, það var Napole on, sem var drepinn þar. ★ Spákonan: Viljið þér fá að vita eitthvað um tilvonandi eiginmann yðar? Konan: Nei, en ég vil fá að vita fortíð núverandi eiginmanns míns svo ég geti notað það á hann í frmtíðinni. ★ Bóndinn: Bankinn hefur sent mér þessa ávísun til baka. Frúin: Það var svei mér fínt. Hvað eigum við að kaupa fyrir hana næst? Laugardagur 4. maí 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónl. — 8.30 Eréttir. — 8.35 Tónl. — 10.10 Veðurfr.). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 Óskarlög sjúklinga (Ragnheiður Ásta Pétursdóttir). 14.40 Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins. 15.00 Fréttir. — Laugardagslögin. — (16.30 Veðurfregnir). 17.00 Fréttir. — Þetta vil ég heyra: Axel Guðmundsson fulltrúi vel- ur sér hljómlpötur. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Börnin f Fögruhlíð" eftir Halvor Floden; XIV. — sögulög (Sigurður Gunnarsson). 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 19.00 Tilkynningar — 19.20 Veðurfregnir. — 19.30 Fréttir. 20.00 „Stjörnublik“: Magnús Bjarnfreðsson kynnir nýja plötu sem heimsfrægir listamenn hafa gefið til styrktar Alþjóða Flótta- mannahjálpinni. 20.45 Leikrit: ^Veizlan á Grund“ eftir Jón Trausta. Búið til flutnings í útvarp af Valdimar Lárussyni. Leikstjóri: Helgi Skúlason. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. f KVÖLD verSur flutt í útvarpinu leikritið „Veizlan á Grund“, eftir Jón Trausta. Valdemar Lárusson hefur búið leikinn til flutnings í útvarp. Leikstjóri er Helgi Skúlason. Hár birtum við mynd af þeim Rúrik Haraldssyni og GuSbjörgu Þorbjarnardóttur. Myndin er tekin við æfingu á leikritinu í húsakynn- um útvarpsins. Ókeypis varalitir BANDARÍSKT fegrunarlyf ja fyrirtæki auglýsti fyrir skömmu að útibú þess í bænum Manchest er í New Hampshire, mundi gefa öllum konum, sem þangað kæmu ákveðinn dag, varaliti að verð- mæti þrjá og hálfan dal. Strax að morgni hins ákveðna dags var stór biðröð fyrir utan dyr verzlunarinnar og allan dag- inn var stöðug ös, enda notuðu flestar konur í bænum sér þetta einstæða tækifæri. Þessi kosta auglýsing hafði mis ritazt í blaðinu, en þar átti að standa, að konur, sem keyptu vör ur fyrir minnst tíu dali fengju varlitinn í kaupbæti. Forstöðumaður verzlunarinnhr, Iét mistökin þó ekki á sig fá, held ur gaf hverri einustu konu, sem inn í verzlunina kom varalit, án þess að þær. þyrftu nokkurn skap aðan hlut að kaupa. Á þessum eina degi voru afhent ir 15 þúsund varalitir að verð- mæti 2,2 milljónir íslenzkra króna. Dómsmálaróðuneyti Bandaríkj- anna skýrði frá því fyrir skömmu. að árið 1962 hefðu 47 glæpamenn verið teknir af lífi í Bandaríkjun- um. I fimmtán tiifellum voru gas- klefar notaðir, í 29 tilfellum raf- magnsstólar og þrír glæpamenn voru hengdir. 41 maður var tekinn af lífi fyrir morð, f jórir fyrir nauðg ani, einn fyrir árás, og einn fyrir rán og ofbeldi. Aðeins ein kona var tekin af lífi á árinu, það var gert í Californíu. FLUGFREYJURNAR VIUA EKKI HÆITA 32 ÁRA Hvað verður allt í einu að okkur að finna, þegar við erum orðnar 32 ára?, spurði bandaríska flug- freyjan Norma Pugh á blaða- mannafundi í New York fyrir skömmu. Spurningu þessa bar lmn fram vegna þess að nú hefur risið upp deila um það milli stéttarfélags flugfreyjanna og flugfélaganna hvort flugfreyjur skuli hætta, cr þær ná 32 ára aldri, og taka þá við einhverjum öðrum störfum á jörðu niðri hjá viðkomandi flugfélagi. Fulltrúar flugfélaganna halda þvf fram, að aSlar flugfreyjur, sem ráðnar hafa verið eftir 1953, verði að hætta 32 ára gamar. Kúrekaklæði frá Póllandi Dagblað nokkurt í Chicago skýrði nýlcga frá því, að næstum allir kúrekabúningar, sem scldir væru í verzlunum í Bandaríkjunum væru framleiddir í Póllandi. Fyrirtæki rekin af pólska ríkinu framleiða allt, sem börnin þurfa til þess að geta Ieikið kúrcka. Kúrckaklæð- I in eru síðan seld til Bandaríkjanna I fyrir 60% lægra verð en framleið- I endur í Bandaríkjunum treysta sér I til að framleiða fyrir. Þetta atriði er það sem styrrim* stendur heizt um í samningavið- ræðum, sem nú standa yfir millÞ flugfreyjanna og flugfélaganna unk- nýja kjarasamninga. Hvérs vegna- mega flugfreyjurnar ekki starf* lengur en fram til 32 ára aldurs? — Þetta er aðeins starf fyrir ungar konur, segir einn talsmaður flugfélaganna. Ákvæði um þessÞ aldurstakmörk hafa verið í samn- ingum í tíu ár, og okkur finnsft- sjálfsagt, að þessi ákvæði verðÞ látin halda sér. Eftir 8-9 ár í flug- freyjustarfi er mesta nýjabrumið farið af starfinu, og auk þess ertt. þá yfirleitt ekki möguleikar á að hækka meira í tign. En hins vegar séu oft ágætir framamöguleikar % öðrum störfum, sem félögin haffc upp á að bjóða, segja fulltrúar flugfélaganna. Flugfreyjurnar, sem eru að nálg- jast aldurstakmarjkið láta^ ekkfc sannfærast af þessum rökscmdum. og halda fast við það, að klausan um mörkin verði numin úr gildi. — Reynsla ætti þó að vera ein- hvers virði, segir ein flugfreyjan,. sem verður að hætta eftir rum*. ár, ef þessu fæst ekki breytt. HLJÓMSVEITARSTJÓRINN Joo. Loss fékk nýlega „gullplötu“ » Ástralíu í tilefni þess að ein millj- ón cintaka hafði selzt af plötunnfc „Begin the Beguine“, sem hljóm- sveit lians lék inn á árið 1929. HIN SleAN AU>ÝÐ^LA0IÐ — 4. maí 1963 J

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.