Lögrétta - 01.07.1933, Blaðsíða 14
123
LÖGRJETTAjJ
124
um. Og Rússland hefur gert saminga við
Ítalíu til tryggingar friði milli þeirra landa.
Það var takmark Bismarks, að halda Rúss-
iandi sem mest utan við stjórnmál Evrópu,
en snúa huga Rússa austur á bóginn. Nú er
Rússland meir og meir að snúast til þess að
verða Evrópuveldi.
Allar þjóðirnar, sem kringum Þýskaland
búa, líta nú þangað óvingjarnlegum augum,
ýmist af því, að þeim finst sjer misboðið af
Þjóðverjum (Rússar), eða þá af því, að þær
óttast þá (Frakkar). Þó skyldu menn ekki
ætla, að nokkur hætta sje yfirvofandi um
friðslit frá Hitlers hálfu. Hann er of aðgæt-
inn til þess að egna gegn sjer alla þá öflugu
heri, sem í kringum hann standa, reiðubúnir
til þess að láta til skarar skríða ef alvarlegt
tilefni er gefið. Hann hefur orðið valdur að
töluverðri hugaræsingu hjá þjóðunum í
kring. En ef þeirri æsingu linnir og menn
fara að líta með meiri ró á málin, þá má vel
vera, að þær þjóðir, sem nú virðast vera að
taka höndum saman gegn Þýzkalandi, finni
ný deilumál sín í milli og snúi þá hugum þar
að.
Englendingar eru yfirleitt mjög andvígir
hinni ofstækisfullu þjóðernisdýrkun Nazism-
ans og Gyðingaofsóknunum, en hitt getur
ekki komið til mála, þeir taki þátt í neinum
samtökum gegn Þýskalandi. Þeir líta ekki
rneð neinni velvild á hinn mikla vígbúnað
Frakka, enda þótt Frakkland eigi samúð
þeirra; ef nokkur hætta væri á ferðum. Eng-
lendingar óska Þjóðabandalaginu allra heilla,
en sjá hinsvegar vanmátt þess eins og nú
standa sakir, þeir vita, að minnihlutaþjóð-
flokkunum í Austur- og Suðustur-Evrópu er
misboðið. En nú sem stendur eru ekki uppi
neinar alþjóðakröfur um, að úr þessu sje
bætt. Það er aðeins hægt að líta á þetta í
sambandi við hin almennu vandræði, sem nú
þjaka heiminum.
Þau mál, sem mestan áhuga vekja nú í
Englandi, eiga rætur utan Evrópu. Aðal-
áhugamál enskra stjórnmálamanna eru ind-
versku málin. Rjett er það, að enskir versl-
unarhagsmunir eiga sinn þátt í þeim málum.
Én þessir hagsmunir eru svo nátengdir kjör-
um Indlands, þjóðskipulagi þess og stjóm-
arhögum, að þeir knýja fram þann vilja og
ásetning, að ná sem bestri lausn á málun-
um. Og þetta er nú aðalumhugsunarefni
hinna leiðandi manna í ensku stjórnmála-
lííi.
Þeir fylgja einnig með vakandi athygli öllu
því, sem nú er að gerast austur við Kyrra-
hafið. Flotamál Japana eru eigi aðeins stór-
um athyglisverð mál í Bandaríkjunum, held-
ur einnig í hinu bretska heimsveldi. Tiltæki
Japana í Mansjúríu, sem varð til þess að
þeir fóru úr Þjóðabandalaginu, hefur að
sjálfsögðu vakið ugg og óró, og það skiftir
mjög máli, hvort þeir fá að halda eyjum þeim
í Kyrrahafi, sem teknar voru af Þjóðverj-
um í ófriðarlokin og þeim faldar til umsjár.
Þessar eyjar eru mikils verðar í hernaði,
ekki síst Japeyjan, sem er miðstöð sæsím-
anna í Kyrrahafinu.
Legu Japans á hnettinum er svo varið, að
þar er erfitt til aðsóknar í hernaði, en ljett
til varnar. Og hin mikla flotaaukning Jap-
ana, ekki síst aukning loftflotans, er mjög
iskyggileg fyrir þær þjóðir, sem. mikilla hags-
muna hafa að gæta í Kyrrahafi og þar um
kring. Um slík mál sem þetta er það mjög
áríðandi að bretska heimsveldið og Banda-
ríki Norður-Ameríku geti komið sjer saman.
Almenningur í Englandi fylgir með mikilli
athygli því, sem nú er að gerast í Bandaríkj-
unum fyrir forgöngu Roosevelts forseta, þ.
e. tilraun hans til þess að vinna bug á at-
vinnuleysinu og viðskiftakreppunni. Við ósk-
um að þetta megi takast. I Evrópu er trufl-
un á öllum sviðum ríkjandi og ófriðarhætta.
í Ameríku virðast menn ætla að taka fast
og djarflega á endurreisnarverkinu.
Lloyd George segir, að það sjóði nú í Ev-
rópu eins og í galdranomagrýtu og enginn
viti, hvað úr þeirri suðu geti orðið, en inni-
hald grýtunnar sje stöðugt að verða ógeðs-
legra og ógeðslegra og sömuleiðis lyktin í
kringum pottinn. Hver þjóð hugsi aðeins um
sjálfa sig og allar gruni þær hver aðra um
þjófnað og svik. Þær hugsi ekki um það,
sem gæti sameinað þær, heldur eingöngu
um hitt, sem skilur þær.
Þetta er meginefnið úr grein Lloyd
George’s. Þ. G.