Lögrétta - 01.07.1933, Blaðsíða 25
145
LÖGRJETTA
146
í rúminu til að blotna ekki. Þar eru heldur
ekki nein peningshús og þar af leiðandi eru
þeir bændur ver settir í óveðrum og snjó-
um.
Um septembermánaðarlok er alment hald-
ið úr sumarseljunum og niður í vorselin, um
miðjan október taka þeir sig upp aftur og
flytja þá niður í dalbotninn, niður til vetr-
arsetunnar og halda sig þar á meðan bithagi
er. En þegar alla beit þrýtur og kólna tek-
ur, flytja bændurnir upp í vorselin aftur og
fóðra þar fjenaðinn framundir jól, en það
sem eftir er vetrarins heima hjá sjer í
þorpinu eða bændabýlinu. Þessi eilífu um-
skifti og flutningar á búslóðinni fram og
aftur, hafa það í för með sjer að margir
Alpabúar lifa sannkölluðu ' hjarðmannalífi,
einkum í ríkjunum Wallis og Graubunden.
Selin skiftast niður í sameignar-, fjelags-
og einkasel. I sameignar og fjelagsseljunum
ráða seleigendurnir til sín hirða og vinnu-
menn, sem annast allan selbúskapinn, þeir
gæta fjenaðarins, mjólka, búa til smjör og
osta og flytja það niður í bygðina. Flutn-
ingar til og frá seljunum valda miklum erf-
iðleikum og þó selbúinn lifi að langmestu
leyti á mjólk og mjólkurafurðum, verður
hann þó að draga að sjer brauð og eitthvað
af kjöti. Miklu meiri eru flutningar frá
seljunum, bæði ostar og smjör, og , þetta
leggja Svissararnir á bak sjer og- bera eftir
þörfum niður í bygðina. Þó nota þeir hesta
og múlasna þar sem þeim verður komið við
og sömuleiðis hef jeg sjeð þá draga niður á
sleðum þar sem vel hefur hagað til.
í vorseljunum dvelja konur jafnt sem
karlar og vinna í heyi og að slætti, en í sum-
arseljunum dvelja eingöngu karlmenn og
annast þeir öll bústörfin utanhúss sem inn-
an. Eru það oftast vinnumenn eða ráðsmenn
bændanna, sem stjórna selbúskapnum, en
þó kemur það ekki sjaldan fyrir, að bænd-
urnir eða eigendurnir gæta sjálfir hjarða
sinna og finst þeim það þá vera hvíld frá
hinum störfunum. Og það er enganveginn
íábreytilegt eða tómlegt þarna uppi; í stór-
nm seljum eru altaf nokkuð margir menn og
þar að auki eru samgöngur niður í bygðina
og eins á milli seijanna nokkuð tíðar. Og
Svisslendingar eru lífmiklir og kátir meðal
vina og kunningja og kunna ekki þá list að
láta sjer leiðast, þeir eru of mikil náttúru-
börn til þess.
1 Sviss eru núna meir en 10800 sel, og
þau telja til samans 414 þúsund nautgripi,
meir en helmingi færri sauðkindur, eða ekki
nema um 200 þúsund, 95 þúsund geitur, 41
þúsund svín og ekki nema 10 þúsund hesta.
Nautgriparæktin er því langsamlega best
stundaða atvinnugreinin í landbúnaði Alpa-
fjallanna.
í Sviss eru mörg heimsfræg kúakyn og
kynfestan er afar sterk. Kýrnar eru flestar
stórar, feitar og fallegar, en það sem mjer
þótti nú samt skemtilegast við þær, var leð-
urólin og bjallan, sem hengd var um hálsinn
á þeim. Bjallan er hengd þar, til þess að auð-
veldara sje að finna kýrnar ef þær týnast.
Það er vart hægt að hugsa sjer meiri yndis-
leika en friðsæl sumarkvöld uppi í Alpafjöll-
um, þegar kvöldsólin roðar fannhvíta fjalls-
tindana og húma tekur í djúpum dalbotnun-
um, þegar loftið titrar af bjölluóm kúnna
alt í kring og söngur einhvers selbúans
heyrist í fjarska, þegar fjallalækimir suÓa
og fugiarnir kvaka kvöldljóðin sín. Engar
minningar úr svissnesku ölpunum eru mjer
jafn kærar og einmitt þessar.
Á veturna annast karlmenn ásamt hirð-
ingu skepnanna mjög mikið viðarhögg og
flutning viðar. Er það oft feikna erfiðleik-
um bundið að flytja stór trje og reynir það
bæði á afl, útsjón og þolgæði Alpabúans. En
á þenna hátt ala Alparnir í skauti sínu
stolta, harða og tápmikla bændur, sem láta
sjer ekki neinar smáhindranir eða srpá erf-
iðleika fyrir brjósti brenna. Hitt er annað
mál, að flutningar með járnbrautunum sviss-
nesku eru svo dýrir og flutningar trjánna á
hestvögnum til járnbrautarstöðvanna svo
miklum erfiðleikum bundnir, að í sumum
afskektum dölum borgar sig alls ekki að
höggva við, trjen verða heldur að fúna þar
sem þau standa. Þessir erfiðleikar orsaka
það sama og þeir gera hjá okkur íslending-
um, afurðimar borga ekki reksturskostnað-
inn, fólkið helst ekki við í sveitunum en
flykkist niður á láglendið og í borgirnar.
Selin standa auð eftir og sveitirnar bíða
þess að þær falli að meira eða minna leyti í