Lögrétta - 01.07.1933, Blaðsíða 38

Lögrétta - 01.07.1933, Blaðsíða 38
171 LÖGRJETTA 172 Grímur S'homsen Sflir Þorsteín Oíslason, Grími Thomsen er ekki skipað á bekk með höfuðskáldum okkar fyr en á ellíárum hans, enda kemur fyrsta Ijóðasafn hans ekki út fyr en 1880, þegar hann er sextugur að aldri, og hið næsta, sem er miklu stærra, kemur út skömmu fyrir dauða hans, 1895, þegar hann er hálfáttræður. Þriðja og síð- asta Ijóðasafn hans, endurprentun safnsins frá 1880, ásamt allmiklum viðauka, kom út 1906, og jafnframt kvæðaflokkurinn „Búa- rímur“ í sjerstakri útgáfu. Fyrsta safnið var gefið út af Birni Jónssyni ritstjóra og Snorra Pálssyni kaupmanni á Siglufirði, ann- að af Gyldendals bókaverslun í Kaupmanna- höfn, en hið þriðja, ásamt Búarímum, af þá- verandi útgefendum tímaritsins „Óðinn“. Grímur var fyrir löngu orðinn einn af þjóðkunnustu mönnum landsins, þegar fyrsta ljóðasafn hans kom út, og mikils metinn, bæði vegna þeirra metorða, sem honum höfðu hlotnast í Danmörku á fyrri hluta æfiára hans, og líka vegna starfa hans hjer í meira en áratug eftir heimkomuna. Á því tímabili hafði hann átt sæti á Alþingi og líka um eitt skeið verið ritstjóri „Isafold- ar“, sem þá var orðin annað aðalblað lands- ins. Á æskuárum sínum hafði hann birt nokkur kvæði í ritum Hafnar-lslendinga, „Fjölni“ og „Nýjum fjelagsritum". En svo er að sjá, sem hann hafi um nokkurt árabil eftir það lagt kveðskapinn að mestu á hill- una. Um fertugsaldurinn fer hann aftur að fást við kveðskapinn, þótt fátt sje prentað eftir hann fyr en eftir heimkomuna, þegar hann er kominn hátt á fimtugs aldur. Þá fóru að birtast við og við kvæði frá honum í blöðunum, bæði „Þjóðólfi“ og „lsafold“, og eru það þau, ásamt nokkrum kvæðum hans frá æskuárunum, sem prentuð eru í safn- inu frá 1880, sem er aðeins örfáar arkir í litlu broti. En langmest orti hann á elliárun- um, eftir að hann hafði setst sem kallað er í helgan stein á Bessastöðum, og hafði ekki öðrum störfum að sinna. Metorð þau, sem hverju sinni smásögu eftir Hannes; hjet hún Brennivínshatturinn; sagan var lítils virði og er löngu gleymd, nema þeim, sem nafnið festist hjá. Ekki veit jeg um uppruna orðsins, en þykir sennilegt að stóru börðin hafi þótt vænleg til þess að fela það, sem kynni að vera of mikið í kolli eig- andans og andlitið skýrir óþarflega mikið frá. Sagan var á stöku stað nokkuð klúryrt; sama ber við í ljóðum hans, en sem betur fer gætir þess ekki, eða sem ekki [: Smala- stúlkan]. Hygg jeg þetta reki rót sína til tíðarand- ans, sem þá ríkti í Kaupmannahöfn, hins svonefnda Realisme. En Hannes bar um langt skeið „brenni- víns“hatt, svartan, mjög barðastóran flóka- hatt og sjást þeir nú orðið aftur á stöku manni — sagan endurtekur sig. -----Þegar það kom til orða, að stofna lyfjabúð í Vestmannaeyjum fór jeg á fund Hannesar og spurði hann, hvort ekki væri rjettara og formlegra, að minsta kosti, að auglýsa það vegna annara, sem kynnu að vilja freista gæfunnar við þetta. En hann sagði: „N e i“. Þar með var þeim samfund- um lokið. Móðir hans var yndisleg, gömul kona, sem jeg minnist mjög vel; mild og blíð og fín eins og fjólublóm. Jeg var skotinn í henni. Hún var svo góð við tvö ungböm dóttur sinnar, sem þá var nýdáin, að mjer datt stundum í hug, að mín eigin bernska hefði orðið önnur, ef hennar hendur hefðu strokið mitt stríða hár. Hún gekk einhverju sinni með Hannesi syni sínum um götu hjer í Reykjavík; þau rnættu manni, sem átt hafði í deilum við hann. Hannes heilsaði kurteislega og hinn hið sama. „Geturðu heilsað honum?“ „Já, mamma, jeg kann mannasiði". Hannes var máður og kunni mannasiði.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.