Lögrétta - 01.07.1933, Blaðsíða 36
167
168
L ö G R J E T T A
7v\enn, sem jep men — Sígurð Sígurðsson
/ 0 tIS> frá Ærnarholtl.
Tlannes Tíafsteín,
Ef til vill væri það rjettast og vitið mest,
að leiða þann vanda hjá sjer, að semja minn-
ingarskrif um þennan þjóðkunna glæsi-
rnann; en sú er bót í máli, að minning hans
er almennings eign í landi voru og þolir því
misfellur og vankanta, sem verða á þessum
línum mínum.
Þegar jeg gekk inn í Latínuskólann var
jeg mjög vel undirbúinn af sjera Valdemar
Briem; hafði t. d. samið latneska stýla í tvo
vetur, frá 1. októbermán. til 14. maímán.,
að hátíðum og sunnudögum frádregnum. Jeg
hafði því góðar ástæður til að frílista og
spóka mig við hvað eina, sem dægrastytting
var að, þegar jeg kom til Reykjavíkur og
beið inntökuprófs í 2. bekk.
Þá hittist svo á, að mikil sundalda, eða á-
hugi á sundlist var að rísa meðal ungra
p i 11 a í Reykjavík; s t ú 1 k a hefði ekki á
þeim árum mátt láta það spyrjast um sig,
að hún sýndi og sæi sig nakta undir berum
himni. Gott dæmi um hugsunarháttinn má
telja það, að nokkrar ungar stúlkur tóku sig
til um líkt leyti og æfðu sig í róðurlist, en
Adam var ekki lengi 1 þeirri Paradís — bát-
urinn þeirra var fljótlega skírður (en hann
var sexmannafar) „kvennafar" og þar með
var sá áhugi útkulnaður. Fyrsta stúlkan,
sem sýndi sig á götum bæjarins á hjólhesti,
vakti umtal og hneykslaði marga; svo ó-
mannaður var höfuðstaður landsins.
En Hannes Hafstein mun hafa verið góð-
ur sundmaður, eftir því sem þá þótti, á
hans æskuárum. Virðist mjer erfiljóð hans
eftir Áma Finsen benda í þá átt og atvik,
er henti hann þegar enskur botnvörpungs-
skipstjóri ætlaði að drekkja honum vestra,
en mishepnaðist. svo yndislega. Hannes ljet
róa sig út að honum á smábát, en þegar þeir
koma að skipshlið, draga skipverjar upp vír-
inn, sem báturinn lagðist yfir, og hvolfa úr
bátnum; lagðist Hannes til sunds, þungt
klæddur og hjelt sjer uppi um stund, þar til
skipverjar skömmuðust sín og drógu hann
upp á þilfarið; var hann þá að þrotum kom-
inn, einkum vegna þess, að hann átti erfitt
með að losa sig við mann, sem hjekk í hon-
um. Hann var mállaus um hríð, enda með
h j artabilun.
Heyrði jeg hann segja Birni Ólsen frá at-
viki þessu svo óbrotið og látlaust eins og
liann væri að segja sögu af einhverju, sem
iionum kæmi ekkert við sjálfum. Togarinn
lijet Royalist, en málað yfir „erxið“ („Oya-
list“). Glæpamaður sá, sem stjórnaði þessu
hermdarverki, slapp við makleg málagjöld í
bili, en Tryggvi Gunnarsson kom orðsend-
ingu, eða brjefi, um þetta til Danmerkur
mjög bráðlega og var togaraskipstjórinn
liandsamaður við ólöglegar veiðar við Jót-
landsströnd skömmu síðar, sat lengi í betr-
unarhúsi, en var sökum dugnaðar og sjó-
menskuhæíileika sinna veitt skipstjórn aft-
ur. Druknaði hann í fyrstu fiskiför sinni til
Islands og rak — að sögn — hauslausan;
hafði sennilega hákarl klipt af honum haus-
inn en almenningur lagði út sem „æðri
stjórn“, og með rjettu.
En að þetta, sem jeg hef minst hjer á
sundlist, er mjer svo hugstætt, stafar lík-
lega af því, að Hannes ljet einu sinni falla
orð í minn garð, orð, sem jeg ætíð áður hafði
heyrt rangnefnt: marb e n d i 11, en hann
rj ettnefndi: marm e n n i 11.
Það var seint um kvöld, þótt bjart væri,
að jeg kom heim úr sundgamni við Krýju-
stein, svo seint, að jeg var hræddur um að
jeg fengi ákúrur hjá fóstra mínum, ef hann
yrði þess var; flýtti mjer að hátta, en heyri
rjett á eftir að opnuð er forstofuhurðin og
heyri mannamál. Inn ganga þeir Ólsen,
Hafsteinn og Tvede lyfsali.
„Við skulum reyna hann“, segir Ólsen og
iabba þeir allir þrír inn í smáherbergi við
hliðina á svefnherbergi mínu og kemur Ól-
sen með í höndunum eitthvert áhald úr
kopar, eða messing og setur á gólfið. Hann-
es og Tvede leggjast á gólfið á hnje, en