Lögrétta - 01.07.1933, Blaðsíða 29
153
LÖGRJETTA
154
urnar haldi ekki heldur áfram í náttmyrkr-
inu. Veiðimaðurinn tekur upp mal sinn, hann
borðar brauð og ost og- drekkur kirsuberja-
vatn, síðan legst hann fyrir á klettastallin-
um eða í urðinni án þess að breiða nokkuð
ofan á sig, hann hefur stein fyrir kodda og
þannig sofnar hann.
En nóttin er köld og veiðimaðurinn rís
árla á fætur, hrollkaldur en fullur áhuga að
komast áfram, þannig líður stundum nótt
eftir nótt og dagur eftir dag, án þess að
skyttan komist í færi við nokkra gemsu, en
hún hefur ásett sjer að koma ekki gemsu-
laus heim.
Á meðan bíður fjölskyldan hans í stöðugri
eftirvæntingu heima, oft kvíðafull og í ótta
um líf hans, því dæmi þess eru því miður
sorglega mörg, að skyttan kemur ekki heim
aftur, hún hefur látið lífið einhversstaðar
uppi í fjöllunum, enginn veit hvar eða
hvernig. Hættumar eru svo margar: Það
getur dottið steinn undan fótum hans og
liann hrapað, eða steinn losnar úr berginu
fyrir ofan hann, fellur í höfuð honum og
verður honum að bana, skriður eða snjó-
hlaup skríða undan þunga hans og rífa hann
með, snjóbreiðan klofnar og veiðimaðurinn
liggur hjálparvana niðri í einni jökul-
sprungunni, hann svimar, svo hann fellur
ofan úr hömrunum sem hann klifrar í, eða
þá að blindhríð skellur á, skyttan legst fyrir
og sofnar án þess að vakna aftur. Þannig
hefur margur ungur og hraustur Svisslend-
mgur farist, án þess að nokkur hafi verið
til frásagnar um örlög hans. En gemsuveið-
ar eru þrátt fyrir þetta mikið stundaðar og
hættumar eru aðeins til þess að örva þenna
óslökkvandi veiðiþorsta. Schiller segir í leik-
ritinu „Wilhelm Tell“: „Eirðarlaus verð jeg
að elta þau takmörk sem flýja, aðeins þá
iífsins í fullkomnum sannleik jeg nýt, ef að
jeg takmark slíkt eignast á sjerhverjum
degi“. Þannig mætti og segja um svissnesku
Alpaskyttuna. Annars hefur svissneska
skáldið Jakob Heer ritað einhverja ágæt-
ustu og um leið átakanlegustu lýsingu á lífi
gemsuskytta í skáldsögu sinni „Der König
der Bernina“.
Sjeu fjallabúar nokkuð tortryggnir við
borgarbúann og útlendinginn, eru þeir að
sama skapi samrýndir nágrönnum sínum,
og fjelagslyndi þeirra á milli er framúrskar-
andi. Hin sameiginlega stjóm þeirra á
kirkju-, skóla- og hreppamálum bindur þá
fyrst og fremst saman, og þessi sameigin-
legu áhuga- og velerðarmál þeirra færa þá
andlega hvern nær öðrum. Og þeir vinna
líka í fjelagi að öllum þeim störfum sem þeir
geta komið við, bæði að byggingu varnar-
garða fyrir snjóflóðum, að upphleðslu lækj-
arfarvega, að steinhöggi, að vegagerð og
yfirleitt öllu því sem hægt er að sinna í sam-
einingu. I ríkinu Wallis í Suðvestur-Sviss
hafa bændur komið sjer upp svo stórkost-
legum áveitum yfir vínekrurnar sínar, að
fádæma orku og samheldni og úthald hefur
þurft til að koma því í framkvæmd. Bændur
(iga sameignarbrauðgerðarhús, sameignar-
myllur o. s. frv. Þannig eru það sameigin-
leg störf og sameiginleg áhugamál, sem
gera þessa einstaklinga að kunningjum og
vinum.
Jafnvel þótt Alpabúinn fari á mis við
margt það, sem hinn heflaði menningar-.
rnaður getur ekki án verið, þá nýtur hann
ýmislegs þess sem borgarbúinn nýtur ekki.
llann nýtur óafvitandi sælunnar við að
samræmast náttúrunni og finna sig í henni;
liann nýtur frelsis síns og þess kraftar, sem
hann verður að neyta gegn náttúruöflunum.
Fjallabúinn stendur í stöðugri baráttu við
hina hamslausu náttúru lands síns og hann
v e r ð u r að sigrast á henni, ella líður hann
sjálfur undir lok. Og Svisslendingnum vex
afl með hverjum sigri, hann verður djarf-
ari, stæltari, harðari og hann vill meiri og
æ meiri sigra, hann getur ekki bognað fyr
en hann brotnar og deyr. En náttúran ber
oft sigur af hólmi og hún er hamslaus og
voldug þegar svo ber undir. Það eru ekki fá
mannslíf, sem farast árlega við það, að
hrapa úr hengiflugum svissnesku Alpanna,
en það eru öllu meir útlendingar eða borgar-
búar, heldur en fjallabúar sjálfir. Það sem
veldur þeim mestu tjóni, er Föhnvindurinn,
snjóflóðin, framburður fjallalækjanna og
skriðuhlaupin.
Föhnvindurinn er hlýr sunnanvindur, sem
á upptök sín í sunnanverðum Ölpunum og
nær ekki nema aðeins rjett norður fyrir þá.