Lögrétta - 01.07.1933, Blaðsíða 16

Lögrétta - 01.07.1933, Blaðsíða 16
127 LÖGRJETTA 128 Sítíl saga um stórt málefní, Kreppan ætlaði alla að drepa, hjer eins og annarstaðar. Menn vældu og voluðu, sáu ekki annað en atvinnuleysi, hungur og hor- dauða framundan. Þó voru öll geymsluhús útgerðarmanna hringinn í kring um landið full af fiski, af því að erlendu þjóðimar, sem áður höfðu keypt hann, gátu það nú ekki og sultu. Öll geymsluhús bændakaup- fjelaganna hringinn í kringum landið voru líka full af keti og tólg, ull og gærum, af sömu ástæðum. Hjer horfðu menn fram á sult og atvinnuleysi af því að erlendu við- skiftamennirnir gátu ekki keypt vörur okk- ar, og þar úti i veröldinni sultu þeir af þvi að við og aðrir viðskiftamenn þeirra gátu ekki keypt af þeim. Þá var það sem fyrirliðar allra stjórn- málaflokka hjer í landinu tóku höndum saman og Ijetu í einingu þennan boðskap út frá sjer ganga: Komið til okkar allir þjer, sem atvinnu- lausir eruð, svangir og klæðlausir; við ætl- um að sjá fyrir ykkur. Og þeir sögðu við þá: „Við sendum öll sjófær skip, sem til eru í landinu, út á veiðar. Farið og látið skrá ykkur á skipin. Matur er þar nógur, og klæðnaður er þar handa ykkur öllum. Fjöl- skyldur ykkar fá fæði í matsöluhúsum, sem verið er að koma upp til og frá í bænum og víðsvegar úti um land, og fatnað fá þær í fatabúðum, sem líka eru að rísa upp víðs- vegar. Sama er að segja um það vinnulið, sem þörf er á í landi, til þess að sjá um afla skipanna. því verður öllu sjeð fyrir lífs- nauðsynjum á sama hátt. Af þeim, sem heldur kjósa að stunda land- búnaðarvinnu, sendum við 100—200 manns i hverja sýslu á landinu, eftir stærð þeirra og íólksfjölda. Þessu liði skifta sveitirnar jnilli sín, og það vinnur hjá bændunum yfir heyskapartímann. Það á að fá gott fæði, og vinnuföt afhendir hreppstjórinn í hverjum ilreppi ókeypis. En fjölskyldur þessara rtianna fá fæði og klæðnað í matsöluhúsum og fatabúðum þeim, sem fyr eru nefnd. Hver maður fær að vinnutímanum loknum seðil, sem sýnir, hvar hann hefur unnið og hvað hann hefur unnið, og allir, sem tekið hafa þátt í vinnunni, fá að lokum full laun fyrir erfiði sitt í einhverjum þeim verðmæt- um, sem þjóðfjelagið hefur ráð á. Veðurfar hefur nú verið fádæma gott og landið er vafið í gróðri, svo að aldrei hefur betur ver- ið í manna minnum. Þetta eiga menn að notfæra sjer, og dreifið ykkur nú út um sveitirnar og sláið grasið og hirðið um mat- j urtagarðana. í öllum kaupstöðum og öllum sveitum landsins er þessi boðskapur birtur, og eng- inn maður, sem vinna Vill og unnið getur, þarf lengur að vera atvinnulaus. Allt stjetta- stríð er þar með horfið, allar vinnudeilur og verkföll. Öll þjóðin vinnur sem ein, óskift lieild. Þegar lokið er þeim vinnutíma á sjó og landi, sem um er talað hjer á undan, hefst annar nýr við vegalagningar, hafnar- gerðir, húsabyggingar o. s. frv., og verður unnið að þessu á sama hátt og með sama fyrirkomulagi og lýst er hjer á undan“. Þetta er í megindráttunum sá boðskap- ur, sem fyrirliðar stj órnmálaflokkanna ljetu út ganga til þjóðarinnar. Landstjórn, embættismenn og allar at- vinnustj ettir landsins tóku honum vel, og til- raunin hepnaðist ágætlega. Eftir stuttan tíma var risið upp í landinu nýtt þjóðfjelag með nýjum kröftum og nýjum hugsunar- hætti. Engar uppreisnir höfðu átt sjer stað og engin barátta. En þegar lokið var lagfæringum í land- inu á mörgu því, sem í ólagi var frá eldri tímum, og fólkinu tók að fjölga, þá kom það í ljós, að enginn þurfti að vinna lengur cn 3 tíma á dag til þess að fullnægja öllum þörfum sínum í lífinu, og þá var það lög- boðið, að hver maður, sem unnið hefði þjóð- fjelaginu svo sem svaraði 3 tíma vinnu hvem virkan dag ársins, skyldi eiga rjett á lífsuppeldi fyrir sig það ár. Nýjar og nýj- ar vjelar unnu meira og meira af þeirri vinnu, sem mannahendumar höfðu áður unnið. Þessar breytingar gerðust á stuttum tíma. En nýja sögu þarf til að segja, hvað síðar tók við. Kolbeinn.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.