Lögrétta - 01.07.1933, Blaðsíða 6
107
108
L ö G R J
En — í Guðrúnar me> jar muna
mýkstan jeg fann hann una
við löndin svo ljós og fríð.----
Man jeg enn meyna ungu
með metnað og kapp á tungu
og eggjan á óþckt lönd.
Eins man jeg augun fríðu
og ómana töfraþýðu,
bergmál frá blíðheims strönd.
Mundi’ eg ei markið kunna?
Mundi jeg tveimur unna
og fá ekki reist við rönd? —
Til orustu ómur kallar;
óma jeg heyri og gjalla
lúðra um land og sjá.
Önnur við yndi og hlýju
ástina mina nýju
vermir með bros á brá. —
Grímhildar gígju hreimar
glitrandi titra og streyma;
vekja mjer þögn og þrá.
4. Vorblær.
í blámóðu blikandi fjalla.
í bjarma af liðinni tíð
mig ársöngvar kliðmjúkir kalla
og kvakandi þrestir í hlíð.
Um gróandi grund
og glófögur sund,
frá sólgyltum sindrandi tindi
að sjónhring á glitrandi lá
er hvíslað um æskunnar yndi
og oilífa fagnaðar þrá.
það leiftrar um veröld svo víða;
það vorar um sjerhverja braut.
Fram sjálfkrafa ljóðin mín líða
og losna við áhyggju’ og þraut.
TJm vengi og ver
er vorblærinn fer
til Menglaðar minningar reika
og minja frá liðinni stund. —
Að tibrá sjer ljósálfar leika
og logum um Grímseyjarsund.
Sem vorbla^r er gleðin i Gjúkunga höll
og í Gjúkunga veiðum um land.
E T T A
Lítt þekkist þar ósigur, æmtan og hop,
er öðlingar halda, um brand.
•Tafn tiltæk er Gunnari hamingjuhönd
við hörpu og blikandi skálm.
Og aldrei sjest Högna þar bregða í þrún,
er brynþvari gnauðar um hjálm.
Að ganga með fóstbræðrum löndin að leik
er ljúft þeim, sem vandist að rjá.
Svo marga stund glaða jeg vissi um vang
að vart mun slíkt títt vera’ að sjá.
Kn fastast tók harpan þó huga minn æ
og hlýjast og sterkast mig dró.
Og fúsastur gekk jeg á Grímhildar fund
er hjá Guðrúnu’ ’hún hljóðfærið sló.
Hver hamingjulind varð þar ljósbjört og tær;
í ljóma hvert framtíðarstarf.
Hið ókomna snerti sem angandi vor,
Hið atliðna i blámóðu hvarf.
Sem stormur i bliðviðris fjarlægð burt, flýr
svo fjarlægðust kappgimi og strið.
Hver þpá gerðist hljóð og hver ósk fjell í fang
á fullsælli liðandi tíð. —
Eitt kvöld gekk jeg þögull úr Gjúkunga sal
og gekjc út í kvöldsvalan lund.
Um sólarlagsbilið við sátum þar tvö
og seipt mun hún fymast sú stund
Er Guðrúnar kinn mjer að hjartastað hneig
i hvislandi vomætur þey. —
þó þriðjungur ríkis sje rausnarleg gjöf
er hún cýr samt hjá þvílikri mey.
5. HvaB?
Jeg veit ekki glögt, hvað valda má
þeirri varurð á okkar fundum.
F.r til þin um kvöld jeg glaður geng
fer geigur um hug minn stundum.
Sem hendingskast eitt, sem harðydd ör
minn huga sú spurning nemur
hvort hafi jeg brotið lögmál leynt
í Ijósmál er seinna kemur.
Við aftanskrúð vors mjer unað ber
þitt ástriki á margar lundir.
En — stundum fær alt annars svanna svip
um sólríkar morgunstundir.