Lögrétta - 01.07.1933, Blaðsíða 18

Lögrétta - 01.07.1933, Blaðsíða 18
181 LÖGRJETTA Egill sonur hans og Bjarni á Leiti. Lýsing- unni á Sigvalda presti er aftur á móti vel í hóf stilt og sömuleiðis lýsingunni á Hlíðar- hjónunum og heimilisbragnum bæði hjá þeim og á prestsetrinu. Ýmsar persónur úr sögum Jóns Thorodd- sen komust á allra varir og var vitnað til þeirra, pr fólki þótti einstakir menn eða kon- ur líkjast þeim í lund eða framferði, og svo er að nokkru leyti enn. Fyrst og fremst má þar nefna Gróu á Leiti, úr „Pilti og stúlku“. Henni er svo skýrt lýst í sögunni, að hún varð í hugmyndum manna fulltrúi og ímynd þeirra mannvera, sem í daglegu tali nefnast kjaftakerlingar. Og þessu fulltrúasæti hefur hún haldið, því enn í dag eru lognar eða ýkt- ar slúðursögur alment kallaðar eftir henni og nefndar Gróusögur. Líkt má segja um Bárð gamla á Búrfelli, sem einnig er úr „Pilti og stúlku“, að hann varð fulltrúi nurl- ara og maurapúka. Guðrúnu saumakonu er vel lýst í „Pilti og stúlku“, t. d. búðarför þeirra stallsystranna, Sigríðar og Guðrúnar. Höfundurinn gefur þar með góðlátlegri gletni dálitla skopmynd af verslunarlífi þeirra tíma, ýkjulausa og blátt áfram, og bragurinn, sem fylgir, og eignaður er sjó- mönnum á Álftanesi: „Búðar í loftið hún Gunna upp gekk“ o. s. frv. verður ekki síst til þess að gefa myndinni líf og lit. En þetta kemur ekki fram sem ádeila þarna, eins og að líkindum mundi hafa orðið í sögum okkar frá síðari tímum, heldur sem meinlaus frá- sögn um dýra og misjafna prísa, bjagað mál og kvennafar við dönsku verslanimar. I bragnum segir: „Fagurt er loftið og fult er það ull. Fásjeð mun Kristján sýna þar gull. Og lengi var Gunna í loftsölum há, og litverp í framan hún kemur þeim frá. Síðan tók Kristján silki ágætt. Selja þeir þessháttar öðrum á vætt, og hvíslar að Gunnu: á herðamar þín hafðu hann fallegur, stúlkurinn mín. Missæl er þjóðin, oss dónunum dýr dropinn oft gerist og varningur nýr. En ókeypis stúlkumar fallegu fá fyrirtaks klútana danskinum hjá“. 132 I „Manni og konu“ eru lýsingarnar á heimilunum í Hlíð og á Staðarprestssetrinu þungamiðja sögunnar. Það eru þær, sem gefa henni. varanlegt gildi. Sigvaldi prestur, sem er auðsæll og ágengur undirhyggjumað- ur, varð í augum margra fulltrúi íslensku prestastj ettarinnar og hefur án efa átt nokkurn þátt í því, að vekja hjá almenningi kur og álas í hennar garð, en það kvað við um langan tíma á síðasta skeiði 19. aldar- innar og framan af þessari öld, og að mörgu leyti ómaklega, því prestastjettin hefur öld- um saman verið íslensku þjóðfjelagi ein hin besta stoð, með því að prestsetrin hafa víða verið miðstöðvar þeirrar menningar, sem haldist hefur í sveitum landsins. En þótt ekki sje rjett að líta á sjera Sigvalda sem fulltrúa stjettar hans, þá er lýsingin á hon- um í sögunni út af fyrir sig góð og gild. Lýsingin á Hlíðarhjónunum er það einnig, og Þórdís húsfreyja í Hlíð hefur orðið fyrir- rennari skyldra lýsinga á íslenskum sveita- konum bæði hjá Gesti Pálssyni og Jóni Trausta. Skopmyndirnar í sösunni eru meira ýktar en í „Pilti og stúlku“. Hjálmar tuddi á mjög skylt við ýmsar persónur í sögum Scotts. Grímur meðhjálpari er skemtilegur og spaugilegur, en yfirdrifinn um of. Eins er um Bjama á Leiti og þó sjerstaklega um Egil, son Gríms. Þuríður gamla er góður fulltrúi hjátrúarinnar, sem á tímum sögunn- ar var ríkjandi hjá almenningi, og kaflinn um hana og sýnir hennar er einna tíðast gripinn úr sögunni til upplesturs. Þórarinn og Sigrún í „Manni og konu“ eru náskyld þeim Indriða ot; Sigríði í „Pilti og stúlku“, cg í báðum sögunum eru lítilf jörleg og ótrú- leg tilefni látin ráða örlögum þeirra, sem viðburðum sagnanna er þó helst vafið um, þ. e. brjefastuldir og brjefafalsanir, sem síðar komast upp. Virkileikastefnan í skáldsagnagerðinni var ekki komin í tísku á Norðurlöndum þegar Jón Thoroddsen skrifaði skáldsögur sínar, og náði þar ekki yfirhönd fyr en eftir dauða hans. Hingað kom hún fyrst sem lærð og ákveðin listastefna með sögum Gests Pálssonar eftir 1890. Ljóðmæli Jóns Thoroddsen komu fyrst út í heild skömmu eftir dauða hans, og voru

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.