Lögrétta - 01.07.1933, Blaðsíða 37
LÖGRJETTA
170
169
Ólsen les upp prentaðan leiðarvísi á þýsku,
„Pumpen, pumpen“. Þeir dæla og dæla,
kveykja á hverri eldspýtunni eftir aðra
kringum hausinn, en ekki sjest votta fyrir
því að kviknað sje á.
Jeg gat ekki stilt mig, þótt jeg þættist
sofa, en fór að hlæja. „Þar hló marmennill“,
sagði Iiannes. En Ólsen: „Við skulum ekki
vera að þessum andskota, en fá okkur
Wiský!“ Hættu þeir við að hita sjer vatn í
toddýið og drukku „sjússa“.
Með öðrum orðum: „primusinn" var
þá sú nýjung, að tveir mentuðustu menn
landsins og lyfsali í viðbót kunnu ekki að
kveykja á primusáhaldi; höfðu ekki þekk-
ingu á að hita hausinn fyrst með olíu, eða
suðuspritti.
Hannes var þá landritari og bjó í húsi
því, sem Guðm. Björnson landlæknir eign-
aðist síðar, en þá var æfinlega kallað Smiths
hús.
Hannes þótti mjög fríður maður og var
það eftir því sem alrnent þykir og þótti;
hann var mjög dökkur á hár og í andliti,
suðrænn yfirlitum, feitlaginn og þungur á
sjer á efri árum. Einhverju sinni sá jeg þá
sitja saman við borð, út við glugga á kontór
Ólsens í Latínuskólanum, Guðmund lækna-
skólakennara Magnússon, Hannes og ólsen
og voru þeir að staupa sig; sátu þeir lengi
og ræddu saman, en ekki drukku þeir nema
eitt glas hver. Voru kátir og hlógu dátt.
Jeg var að gjóta augunum til þeirra og
virða fyrir mjer þessa stórfenglegu menn
og þótt jeg væri þá ungur og ekki víðreistur
var jeg að hugleiða, hvort víða um löndin
sætu saman, af einskærri tilviljun, þrír
svona svipmiklir, stórvaxnir og fallegir
karlmenn sömu þjóðar í smákauptúni. Svip-
mestur þótti mjer Ólsen, fríðastur Hannes
og gáfulegastur Guðmundur — og allir gáf-
aðir, fríðir og svipmiklir. Það var fögur sjón.
Hannes var hvers manns hugljúfi og vin-
sæll, svo sem best gerist, hvar sem hann
kom og fór. Einhverju sinni bráðlá honum á
að komast frá Isafirði til Reykjavíkur, en
enga skipsför að hafa. Norskur útgerðar-
maður, Ellefsen að nafni, sem þá var vestra,
komst á snoðir um þetta og sendi einn
hvalabáta sinna með hann til Reykjavíkur
og beið báturinn hans. Heyrði jeg, að þessi
sami öðlingur hefði gefið honum húsið við
Tjamargötu, ráðherrahúsið svonefnda, sem
hann seldi landinu síðar góðu verði, þegar
Björn Jónsson tók við; heyrði jeg Björn
skammaðan fyrir að hafa látið landið borga
honum sómasamlega fyrir!
Hugmyndir íslendinga um höfðingslund
hafa tekið stakkaskiftum síðan þessi saga
gerðist og átti Hannes góðan þátt í þeirri
framför, eins og flestu því, sem þá var gert
til hagsbóta fyrir landslýðinn.
Hann hugsaði lítið, eða kanske ekkert,
um sína pyngju, en gaf alla tíð á báða bóga;
kom það sjer vel fyrir þjóðina, að hann átti
vitra og vel efnaða vini svo sem Tryggva
Gunnarsson, Bjöm Ólsen og Jónassen land-
lækni.
— Samlíf Hannesar og konu hans Ragn-
heiðar var bæði fágætt og ágætt; hún var
í raun og veru svo sem amma, móðir, eigin-
kona, systir, unnusta og dóttir, alt eftir því
sem honum var fyrir bestu í það og það
skiftið, enda fluggáfuð. Ljóðaflokkur sá,
sem hann orti um hana látna og prentaður
er í hinni skrautlegu útgáfu af ljóðmælum
hans, er eitt hið merkilegasta mannlegt
document í seinni tíma skáldskap í íslensk-
um ritum og mun gera þau bæði ódauðleg;
veit jeg, satt að segja, ekki, að hvoru þeirra
jeg dáist meira. Það var með hana í huga og
fvrir augum, meðan hún var í fullu fjöri, að
jeg setti saman þessi stef: Vel er að fausk-
ar fúnir klofni, felli þeir ei hinn nýja skóg;
en hjer fjell grein af góðum stofni — grisj-
aði dauðinn meira en nóg. Því svo eru not
að nema rjóður, að nýgræðinginn vanti ei
skjól. Strjáll er enn vor stóri gróður, stend-
ur hann engum fyrir sól. — Mjer flaug í
huga fram í tímann, að hún væri fallin í val-
inn og fann svo til vegna bamanna, sem jeg
sá hugskotssjón skjólvana nýgræðing.
Dásamlegt er ímyndunaraflið — að
n.insta kosti þeim sjálfum, sem það hefur.
En ótamið og bandalaust er það háskalegt
og viðsjálsgripur, bæði í list og lífinu.
Gamli Heimdallur, tímaritið, flutti ein-