Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1917, Blaðsíða 60

Eimreiðin - 01.05.1917, Blaðsíða 60
120 82 orði f. orðið; 94 fálkið f. fólkið; 102 undi f. undir; 120 gerta f. gert; 120 regnhafi f. reginhafi; 13 2 vð f. við; 132 fjallgarðsnsf. fjallgarðsins; 134 skautgripi f. skrautgripi; 136 Maríia f. María; 14 t kikjuna f. kirkjuna; 147 purpualitað f. purpuralitað; 147 genguð f. gengið; 150 biskupiuni f. biskupinum; 158 krosins f. krossins, 166 ur f. úr; 168 pesturinn f. presturinn; 176 öldugurinn f. öldungurinn; 203 sinni f. sinn; 211 talan 153 f. 135. Hér er slept öllum .þeim prentvillum, sem leiðréttar eru aftan við bókina, og sjálfsagt fleirum. En frá þeim leiðréttingum er svo gengið, að í þeim sjálfum eru prentvillur og sumt þar skekt, sem rótt er í sjálfri bókinni. T’essir gallar koma ekkert við skáldskap Jóns Trausta, sem nú virðist orðið »móðins« að ráðast á úr öllu hófi. En einhverstaðar varð niður að bera, þó hann sé í þessu efni máske ekki syndugri en margir aðrir Galílear. V. G. FR. SCHILLER : MÆRIN FRÁ ORLEANS. Rómantiskur sorgar- leikur. T’ýtt hefir Alexander Jóhannesson. Rvík 1917. T>að er enganveginn smátt í ráðist af jafnungum manni óg dr. A. J. er, að snúa þessu fræga leikriti eins af höfuðskáldum T’jóðverja á íslenzku, og má jafnvel kalla það þrekvirki. Að vísu er það alls ekki bezta leikrit Schillers, en þó að allra dómi mikið listaverk. En hefði Schiller verið íslendingur, eða tekið söguleg íslenzk efni til með- ferðar, og leyft sér að víkja jafnlangt frá heimildarritum eða söguleg- um sannleik, eins og hann gerir í þessu leikriti, þá mundi hann hafa fengið laglega »á baukinn* hjá íslenzkum ritdómurum. T’ví þeir heimta jafnan af skáldum sínum, að þau skýri ætíð satt og rétt frá öllum sögulegum viðburðum, eftir því sem menn vita frekast deili á. Og svo hafa íslenzku skáldin jafnan verið að rembast við, að uppfvlla þessa kröfu, hvað sem öllum listakröfum annars hefir liðið. T>að er því gott, að íslendingar fái að sjá, hvernig eitt af frægustu skáldum heimsins hefir litið á þetta, ef það kynni að geta orðið til þess, að vinna nokkurn bug á þessari heljar-grillu, sem ekki ósjaldan hefir orðið íslenzkum skáldum að fótakefli. Schiller breytir til, eins og honum sýnist og þykir bezt á fara í leiknum, og lætur t. d. meyna deyja á vígvellinum í vinahöndum, þó allir viti, að hún var brend á báli af fjandmönnum hennar. En honum er ljóst, að hann er að semja skáldrit, en ekki sögurit, og verður því að laga efnið svo í hendi sér, að úr því geti orðið listaverk. Að skýra frá hinum sögulegu staðreyndum er hlutverk sagnaritaranna, en ekki skáldanna. T>ýðing dr. A. J. virðist vera mjög nákvæm, eftir þeim köflum að dæma, sem vér höfum borið saman við frumritið á víð og dreif I bókinni. Og málið á þýðingunni er náttúrlegt nútíðarmál, án nokkurs fornyrðarembings eða tildurmálskrúðs. En rími eða kveðandi er allvíða talsvert áfátt, og er því annaðhvort, að þýðandinn hefir eigi nógu næmt brageyra, eða er ekki nógu leikinn bragsnillingur — eða hvorttveggja, sem sennilegast er. Hér þurfti mikils við, til að nálgast bragsnild Schillers, og mundu fáir af skáldum okkar fullfærir í þann sjó, aðrif
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.