Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1917, Blaðsíða 6

Eimreiðin - 01.05.1917, Blaðsíða 6
66 eru blöð vor, prestar og prófessórar að guma af hinum göfgandi áhrifum stríðs og manndrápa. Stríðið, alt að þessu, hefur sí og æ orðið grimmara og trylt- ara og af sér fætt haturs- og heiftarhug í öllum herum, sem ekki bar á fyrstu mánuðina. Vari það lengur til muna, megum vér vera vissir um, að sá fjandskapur megnast æ meir og meir. þjóðverjum hefur hingað til gengið öllu betur, en fari nú (o: undir árslok 1915) að hallast á þeirra hlið, má búast við, að ofsi þeirra og ódæmi hingað til verði barnaleikur hjá því, sem vænta má frá þeirra hálfu, er þeir sjá sitt óvænna. Nú þegar eru þeir búnir að kveikja það hatur hjá sambandsþjóðunum, sem heita má mesti voðinn, sem vofir yfir siðmenningu álfu vorrar; og vari styrjöldin enn lengi, og espist æ meir grimdaræði Pjóðverja og ótti fyrir fulium ósigri, þá má búast við, að blindur æðisgangur, sem öliu tortímir, muni knýja oss til sömu hamfara, unz gervalt gott og ' ilt hins gamla heims hrynur saman í algerðri eyðilegging. Fyrir þessa sök, ef eigi aðrar, er næsta áríðandi, að stemma stigu fyrir h a t r i þessu, að gera mönnum ljóst, að nálega alt ilt og óþol- andi í fari óvinanna stafi af styrjöldunum, afleiðing þeirra, alið og margfaldað af þeim, meira og minna, eins vor megin eins og hinna, en muni lækka og smáfærast í lag eftir að friður er kominn, en ekki fyr. Séu hin hræðilegu illvirki, sem framin eru í styrjöld, notuð eingöngu til þess, að glæða þennan haturseld, leiðir það einungis til nýrri styrjalda og enn þá ógurlegri glæpa. Á þeirri leið er enginn áfangastaður, allsherjar skipbrot. Og ætli metjn að umflýja það, hljótum vér, fyr eða síðar, að gleyma eða gefa rúm reiðinni og minnast þess, að styrjöld hver, hversu sem henni lýkur, er jafnt tjón og glötun, hverjir sem með eru og móti — eyðilegging þeirrar siðmenningar, er vér höfum að erfðum fengið frá feðrum vorum, til þess að afhenda hana niðjum vorum, svo óskerta sem auðið er. Pegar styrjöldinni lýkur, munu þeir menn, sem tekið hafa þátt í henni, eiga erfitt með að una við friðsamlega stöðu. Peir hafa of lengi vanist við að lifa og starfa í lífsháska eða.af hlýðni við strangar skipanir, enda flestir orðnir úttaugaðir af áreynslu, bæði á líkama og sál, eftir hina voðalegu vist í skotgröfunum. Af þeim sökum báðum er hætt við, að þá muni skorta viljaþrek og sjálfstæði; mun þeim og verða erfitt, að keppa við aðra menn á markaði iðnaðar og kaupsýslu, og hugur þeirra hinn gamli, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.