Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1917, Blaðsíða 4

Eimreiðin - 01.05.1917, Blaðsíða 4
64 arra. Svo er að sjá, sem vorir menn horfi með jafnaðargeði fram á þriggja ára ófrið, er endi á því, að fjandmenn vorir verði ofur- liði bornir, og þýðir það, að þá verði búið að leggja við jörðu svo að segja alla liðfæra Pjóðverja, en aftur vona menn, að eftir verði allmargir Englendingar, Rússar og ítalir, svo og ef til vill eitt- hvert slangur af Frökkum. En við þá eyðilegging hlýtur nálega ait það að glatast og verða samferða, sem gagn er í og vert er að verja hjá sambandsþjóðunum, því að þess er litil von, að hinar hrjaðu, veikluðu og forustulausu leifar, sem eftir verða, hafi þá manndóm til að taka aftur við þjóðerni sínu og þess hlutverki, eins og það var á undan stríðinu; því hin nýja kynslóð verður ráðþrota. kærulaus og dáðlaus undir skugga óláns og örvílnunar. Eg vil óska, að þeir, sem að völdunum sitja, reynist vitrari en orð þeirra hljóða; en alt, sem sagt hefur verið, bendir á þessar afleiðingar, ef trúa ætti þeim, sem ráða örlögum vorum. Sjálft mannfallið er minsti hluti hins ódæma tjóns. í fyrri orustum dugði bezt einvalalið æfðra hermanna, enda komu þeir aftur, sem eigi féllu, með óskertri heilsu og hreysti. En í þessum ófriði eyðileggja sprengikúlurnar taugakerfi manna og hinn sífeldi gnýr og hvellir æra og skemma hvern einasta liðsmann. í forvígisstöð hverri hnignar hverjum einasta hermanni, beztu liðsveitirnar eru hinar nýju, séu þær nægilega æfðar; hinar eldri hafa oftekið sig. í hverri hersveit týna sumir menn viti sínu, en miklu fleiri glata taugastyrk sínum, aðrir missa sjónina, að minsta kosti um tíma, aðrir heyrnina, og margir áhuga og viljastyrk; því nær allir verða taugaveiklaðir, með minni orku og tápi en áður, og verða hálf- gerðir ráðleysingjar. Auðvitað ná sumir sér aftur, meira eða minna, þó hætt sé við, að ýmisleg veiklun verði varanleg, og oftlega nær taugakerfið sér aldrei aftur. Og grunur minn er sá, að nálega enginn, sem barist hefur í skotgröfum, verði framar fær til stórræða, heldur, ef bezt lætur, geti einungis staðist lífsstríð sitt í jafnri og auðveldri stöðu. Og fyrst nú stríð þetta, haldi það enn þá lengi áfram, ætlar að súpa upp hávaðann af karl- mönnum Norðurálfunnar, á aldrinum 18—45 ^ra> Þa verður í sann- leik mjórra muna vant, að auðið verði að viðhalda og afhenda ókominni tíð siðmenning þá, sem forfeður vorir hafa aflað oss með svo miklum erfiðismunum. Oss er sagt af málsvörum hernaðarins, að hin siðferðislegu ahrif hans séu dásamleg; ættum vér, segja þeir, að vera þakk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.