Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1917, Blaðsíða 5

Eimreiðin - 01.05.1917, Blaðsíða 5
65 átir fyrir, aö alt útlit bendir til, að ófriöur og stríð aldrei hætti. Peir menn, sem ítreka þessa háöldruðu lygi, hljóta aldrei að hafa átt viðtal við þá, sem sannar fregnir hafa haft frá vígvöllunum, né talað viö særöa menn, sem þar hafa verið. Satt er það, að sjálf- boðar, sem í ófriðinn fara til varnar fósturjörð sinni, sýna mikinn drengskap og eiga allan heiður skilinn, en reynsla þeirra er sama og annarra, að þeir fá fljótt hinn mesta viðbjóð á hinni ástæðu- lausu grimd, sem fer fram, enda verða flestir af þeim hernaðar- óvinir, þegar heim koma og frá líður. Hefði þessi ófriður eigi staðið lengur en segjum þrjá mánuði, hefði mátt telja þessi áhrif ófriðarins einu góðu siðferðislegu afleiðingarnar. En nú, þegar þessi ólifnaður dregst mánuð eftir mánuð, fylgja fyrstu áhrifunum alt aðrar skoðanir og tilfinningar. Eftir hetjumóðinn kemur kaldur sljóleiki fyrir háskanum og guðmóðinum sakir föðurlandsins fylgir hugsunarlaus hlýðni við fyrirskipanir. Vaninn við allskonar hryðju- verk gerir mönnum ófriðinn hversdagslegan og eðlilegt athæfi, en ekki það guðleysi, sem þeim sýnist hann vera í fyrstu. Mannleg tilfinning smá-sljóvgast, því ella þyldi hún eigi ósköpin dag frá degi. I hverjum her heyrast sögur um grimdar- og níðingsverk, sem auka og æsa harðúð manna og kveikja hefndargirnina að ná sér aftur niðri. Á vesturstöðvunum hafa menn a. m. k. hætt að handtaka mann og mann; heldur einungis heila hópa. Blöð vor hafa verið barmafull af grimdarsögum af Pjóðverjum. Hver ein- asti maður, sem hlustar á ræður særðra liðsmanna úr stríðinu, fréttjr hina sömu sögu, hver herinn, sem á í hlut, um hryðju- og níðingsverk. Eora hinir harðgerðustu siðameistarar að standa fast á því, að slíkir menn séu siðbetri menn fyrir athæfi sitt í orustum? Hefðu þeir aldrei lent í þeim eða engin stríð verið háð, hefðu þeir að öllum líkindum eytt aldri sínum án þess, að villidýrseðlið hefði nokkurntíma í þeim vaknað. Villidýr sefur nálega í fari hvers manns, en siðaðir menn vita, að þann draug má ekki upp vekja. En siðgóður maður, sem einu sinni hefur lent undir yfir- ráðum þess óargadýrs, hefur glatað fullri virðingu fyrir sjálfum sér, grandvarleik. sínum og hreinskilni; leynileg blygðun gerir hann harðlyndan og ófyrirleitinn, hann sér eigi hlutina eins og þeir eru, og hefur enga von um að geta bætt þá. Stríðin drýgja siðferðis- morð í sálum miljóna manna, sem berast á banaspjótum. Á hverj- um degi fara menn hópum saman í samneyti villidýranna með því athæfi, sem deyðir hið bezta í fari þeirra, og samt sem áður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.