Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1917, Blaðsíða 7

Eimreiðin - 01.05.1917, Blaðsíða 7
67 duga ættjörðunni, mun æði mikið sljórri verða, ef á reynir. Yfir- leitt þarf ekki að búast við, að þeir verði eins dugandi þegnar í mannfélaginu, eins og þeir hefðu reynst, ef þessi styrjöld hefði farist fyrir. Séu menn orðnir vanir við ofsa og ójafnað, þótt lög- um sé helgaður, verða menn seinir að læra betra háttalag, og virðing fyrir lögum og reglu, verður eflaust minni eftir stríðið, en áður var. En fari þetta svo, eins og líkur eru til, og bætist þar á ofan atvinnurígur, uppnám og ófriður, svo stjórnin, alvön orðin •gerræðisvaldi, tekur vægðarlaust í taumana, verða áhrifin á alþýðu þióðarinnar bæði ómild og skaðvænleg. Flestir menn gera sér í hugarlund, að öflugasta ástæðan til þess, að lengja styrjöldina, á báða bóga, sé sú, að með engu öðru móti sé auðið að afstýra nýrri styrjöld, þegar minst vari. Sam- kvæmt hugsun Englendinga, engu síður en Pjóðverja, eru óvinir þeirra svo þyrstir í ófrið, að ekkert geti trygt heimsfriðinn, nema óvinir þeirra séu gersamlega að velli lagðir. Hér hygg ég, að báðir málspartar hafi gersamlega rangt fyrir sér. Eg skal ekki rökræða málið frá stjórnmálahliðinni, þótt ég a?tli ályktun frá þeirri hlið óyggjandi. En ég kýs hér að halda fram áhrifum styrjaldar- innar á hugsun og tilfinningar manna, á breytni þeirra í alþjóða- viðskiftum, og á hugarþel milli þjóða yfirleitt. Ástríður og þrár einstakra manna hafa a. m. k. eins mikla þýðingu eins og stjórn- anna í að valda ófriði og afstýra; og þegar til lengdar lætur, ræður almenningsálitið, sem hinir einstöku valda, mestu, ef varð- veita skal friðinn. Pví er venjulega haldið fram, að hefndir og hegningar reynist betur en nokkurt annað ráð, til þess að snúa hugum óvina vorra frá ófriði og fá þá til að halda sér til lengdar í skefjum. Sú röksemd gerir alveg ófyrirsynju ráð fyrir, að menn og þjóðir láti tómar hagsmunavonir stýra sér og stjórna. Pví miður er því eigi svo varið. Ástæður þær, sem mestu ráða, eru oftlega verri en síngirni. Pað er deginum ljósara, að engin þeirra þjóða, sem nú berjast, hefði hafið ófriðinn af eintómri ábatavon. Ofmetnað, trú á mátt og megin, ofsjónir yfir uppgangi annarra, og óttann fyrir að týna heiðri sínum má vissulega telja meðal aðalhvatanna, sem ollu ófriði þessum. Hvert tilefnið fyrir sig hafa svo þjóðirnar ofið og ausið allskonar gliti metnaðardrauma; því að engin þjóð ætlast til, að menn haldi, að þær gleymi eigin ábatavon; en hefði sú von verið aðaltilefnið, hefðu þjóðirnar gerst vinir sín á milli og lagst á eitt með að semja sættir og frið. En
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.