Eimreiðin - 01.05.1917, Blaðsíða 41
IOI
son sér ekki til að bera hornin öll og báðar húðirnar, svo Snati
segir honum að fleygja því á hrygg sér heim undir borgarhliðið.
Kóngsson þiggur þetta. og lætur alt á hundinn, nema húðina af
minna nautinu; hana rogast hann sjálfur með. Skilur hann þar
alt eftir við borgarhliðið, gengur fyrir kóng og biður hann ganga
með sér þangað; afhendir hann honum nú húðirnar og hornin af
nautunum. Kóngur undrast mikillega hetjuskap hans, og segir
engan hans líka vera raunu; þakkar hann honum innilega fyrir
verkið.
Eftir þetta setur kóngur hann hið næsta sér. Virtu allir
hann mikils og héldu hann hina mestu hetju; og jafnvel gat nú
ekki Rauður mótmælt því, en fór þó altaf versnandi í þeim á-
setningi, að ráða hann af dögum. •
Eitt sinn kemur honum gott ráð í hug. Gengur hann því
fyrir kóng og kvaðst þurfa að tala nokkuð við hann. Kóngur
spyr, hvaö það sé. Rauður segir, að -sér hafi nú dottið í hug
gullskikkjan góða, gulltaflið góða og lýsigullið góða, sem kóngur
hafi mist hérna um árið. Kóngur biður hann að minnast ekki á
það. Rauður spyr, hvort kóngi muni ekki lítast sama og sér.
Kóngur spyr, hvað það sé. Rauður segist sjá, að Hringur sé
afbragðsmaður, og halda, að honum vinnist alt; hafi sér því
komið til hugar, að ráða kóngi að biðja h.ann að leita upp þessa
dýrgripi og vera kominn með þá fyrir jólin. Skuli hann lofa
honum dóttur sinni í staðinn. Kóngur segir, sér þyki í alla staði
ósæmilegt fyrir sig, að inna að slíku við Hring, þegar hann geti
ekki vísað honum til þeirra. Rauður lætur sem hann heyri ekki
undanfærslu kóngs, en telur sífelt um fyrir honum, þangað til
kóngur lætur að orðum hans.
Pegar mánuður var til jóla, þá var það einn dag, að kóngur
kemur að máli við Hring, og segist ætla að biðja hann stórrar
bónar. Hringur spyr, hver hún sé. Kóngur segir: »Hún er sú,
að sækja fyrir mig gullskikkjuna mína góðu, gulltaflið mitt góða
og lýsigullið mitt góða, sem stolið var frá mér hérna um árið.
Ef þú getur fært mér þetta fyrir jólin, skal ég gefa þér dóttur
mína«. Hringur mælti: »Hvar ætti ég helzt að leita?« Kóngur
mælti: »Pú verður að segja þér það sjálfur, því ég veit það ekki«.
Hringur gengur nú burt frá kóngi, og er hljóður í skapi, því
hann þóttist í vanda staddur, en þótti þó á hinn bóginn ágætt
að eiga von á kóngsdóttur. Snati sér nú, að húsbóndi hans er