Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1917, Blaðsíða 45

Eimreiðin - 01.05.1917, Blaðsíða 45
ios börnum«. Þykist Snati nú vita, að kerling muni ætla að fara að leggja á þá, og veður að henni með glóandi járnið úr eldinum, en hinn eys hvíldarlaust á hana grautnum. Og með þessum hætti gátu þeir um síðir banað henni. Síðan brendu þeir karlinn og hana til ösku. Eftir það könnuðu þeir hellinn og fundu nóg gull og gersemar. Pað dýrmætasta af þessu fluttu þeir með sér fram á björgin, og gengu þar frá því. Síðan hröðuðu þeir ferð sinni heim til kóngs með dýrgripi hans. Seint á jólanóttina gengur nú Hringur í höllina og afhendir kóngi dýrgripi hans. Kóngur varð frá sér numinn af gleði, og undrast, hversu ágætur Hringur er í öllum íþróttum og vizku. Hefir hann nú miklu meira við hann, en áður. Fastnar hann honum nú dóttur sína, og skyldi veizlan fara fram um hátíðina. Hringur þakkar kóngi kurteislega bæði fyrir þetta og annað gott. Pegar hann hefir borðað og drúkkið í höllinni, gengur hann til hvíldar í herbergi sínu. Snati segist nú ætla að biðja hann að lofa sér að liggja í sænginni í nótt, en hann skuli aftur vera í bælinu sínu. Hringur segir það velkomið, og að hann eigi meira skilið af sér, en því nemi. Snati fer nú upp í sængina. Eftir stundu liðna kemur hann aftur, og segir kóngssyni að fara upp í; en hann skuli muna sig um, að hræra við engu í sænginni. Nú víkur sögunni til Rauðs. Hann kemur inn í höllina og sýnir kóngi hægri handlegg sinn handarlausan og segir, að hann skuli sjá, hvaða mannkosti tengdasonur hans tilvonandi hafi til að bera; og þetta hafi hann gjört sér öldungis saklausum. Kóngur varð afarreiður, og segist bráðum skuli komast að því sanna; og ef Hringur hafi höggvið af honum saklausum höndina, þá skuli hann hengjast, en sé það ekki, þá hljóti Rauður að deyja. Kóngur kallar nú Hring fyrir sig og spyr, hvað til þess hafi komið, að hann skyldi höggva af Rauð höndina, eða hvort Rauður hafi eigi verið saklaus. Snati var búinn að segja Hringi, hver valdur mundi vera að því, sem við bar um nóttina. Hann biður því kóng að ganga með sér, og segist skuli sýna honum nokkuð vegsummerki. Gengur kóngur nú með Hringi í svefn- herbergi hans. Sér hann þá, hvar mannshönd með sverði í liggur á sænginni. Hringur segir, að þessi hönd hafi komið þar inn um þilið um nóttina og ætlað að leggja sig í gegn í sænginni. Hafi hann þá brugðið vopni sér til varnar. Kóngur segist ekki lá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.