Alþýðublaðið - 11.01.1964, Síða 1

Alþýðublaðið - 11.01.1964, Síða 1
i r ;••• ■ SS5:í Ililliit . ý t*ESSí mynd er af ráðhúsinu við’ Tjörnina. Mynd af líkan- inu hefur verið felld inn í núverandi umhverfi. Bæði Búnaðarfélagshúsið og Iðnó munu hverfa, en að öðru Ieyti eru hlutföllin mjög- eðlileg. Húsið mun vissulega setja mikinn svip á umhverf- FRAMIOG FYLKIR BOÐA VERKFALL Reykjavík 10. jan. — ÁG Bifreiðastjórafélagið Frami í Reykjavík og Bifreiðastjórafélag- ið Fylkir í Keflavík hafa boðað vinnustöðvun frá og með 17. þ.m. hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Málinu hefur verið vís að til sáttasemjara, og hefur hann haldið einn árangursíausan fund með deiluaðilum. Verkfallsboðun þessi naör þó aff cins til bifreiðastjóra á sérleyf- isleiffum. Ef til verkfalls kemur, munu leggjast niður allir fólks- flutningar á leiðunum, og þ.á.m. til Hafnarfjarðar og Keflavíkur. Reykjavík, 10. jan. - HP BORGARYFIRVÖLDIN í Reykja- vík boðuðu til blaðamannafundar síðdegis í dag í tilcfni af því, að ráðhúsnefnd hefur nú sent borgar- ráði og borgarstjórn tillöguupp- drætti að ráðhúsi Reykjavíkur. — Greidd voru atkvæði am tillögurn- ar á borgarráðsfundi í dag. Féllst borgarráð einróma á þær og vís- aði 'málinu til borgarstjörnar, þar sem það verður væntantega tekið fyrir á fundi nk. fimmtudag. Á morgun hefst í Hagaskóla aum sýn- ing á uppdráttuin og teikningum og auk þess líkani af ráðhúsinu og umhverfi þess, sein opin verður almenningi frá kl. 14-22 á morgun og sunnudag, en frá 17 -22 aðra daga fram á fimmtudag. Gert er ráð fyrir, að húsið verði byggt á 4-6 ármn, ef vel gengur, og kostn- aður við byggingu þess var á síð- astliðnu ári áætlaður um 120 milljónir króna, ep í þeirri áætl- un var þó tekið tillit til fasteigna- kaupa í sambandi við bygginguna. Fundinn sátu borgarráð, ráðhús- nefnd, arkitektar og nökkrir starfs- menn Reykjavíkurbbrgar auk blaðam. Geir Hallgrímsson, borg- arstjóri, opnaði sýninguna og skýrði við það tækifæri frá ýmsu, sem sagt er hér að framan. Sagði hann, að yfirvöldum Reykjavíkur hefði lengi verið legið á hálsi fyr- ir að borgin ætti ekkert ráðhús. Önnur verkefni hefðu til þessa ver ið talin meira aðkallándi, svo sem bygging borgarsjúkrahúss og út- rýming herskála, en nú þegar þeim framkvæmdum væri vel á veg kom ið, væri eðlilegt, að ráðizt yrði í ráðhúsbyggingu, því að henni yrði ekki endalaust skotið á frest. Sagði hann, að starfsemi borgarinnar og stofnana hennar væri nú óþægi- lega deyfð, en úr því ætti ráðhús að bæta, auk þess sem borgarbúar ættu að geta komið þar saman dag- lega og notið umhverfis og útsýn- is. Flutti hann öllum þakkir, sem að ráðhúsmálinu hefðu unnið. þá tók til máls formaður ráðhúsnefnd- ar, Gunnar Thoroddsen, fjármála- ráöherra. Rakti hann sögu ráðhúss- málsins frá upphafi. Elzta bókun um ráðhús er frá 1919. Þá sam- þykktu borgaryfirvöldin að leita eftir leyfi hjá stjórnarráði íslands til að byggja ráðhús í grennd við Kalkofnsveg undir Arnarhóli. Það fékkst ekki, en málið var oft rætt síðan, og urðu miklar deilur um staðsetningu þess, og 1950 höfðu komið fram 16 tillögur um, hvar húsið skyldi rísa. 1955 var því loks ákveðinn staður og kosin fimm Framh. á 11. síðu. BALBOA, WASHINGTON og" NEW YORK 10.1 (NTB-Reuter). Blóðugr átök Panamamanna og bandariski'a hersveita héldu áfram í dag á mörkum Panamaskurð- svæðisins og í kvöld munu 20 menn hafa beðið bana og 250 særzt. S Óstaðfestar fréttir herma, að óður mannfjöldi hafi tekið tvo Bandaríkjamenn af lífi án dóms og laga í norðurhluta laridsins. Starfsmenn bandaríslca sendiráðs ins hafa verið fluttir burtu, þar eð her Panama skýrði frá þvi, að hann gæti ekki ábyrgzt lengur líf og öryggi sendiráðsstarfsmanna eða bandarískra borgara í borg- inni. Opinberir aðilar í Washing toh segjast ekki hafa heyrt um þetta. j Jafnframt því sem til nýrra ó- eirða kom í Panama City ög bæn um Colon við austurenda skurð- svæðisins kom ráð Bandalags Ameríkuríkja (OAS) saman kl. 20.00 eftir ísl. tíma, að ræða hið alvarlega ástand. Það er Pnnama sem hefur kært fyrir ráðinu. Kæran er á þá lund, að Banda ríkin hafi gerzt sek um ögraða árás á Panama. Fyrr um daginn ræddi John- son forseti við Roberto Chiari, forseta Panama, í síma. Forset- arnir voru á einu máli um, að binda yrði enda á óeirðirnar á skurðsvæðinu. Samkvæmt bandarískum út- varpsfregnum hefur Chiari for- seti skorað á bandarísku hermenn ina að liætta skothríðinni. Hann játaði, að Panamamenn kynnu að eiga nokki-a sök á óeirðunum, en bandaríski herinn bæri aðalsök- ina. 1 New York eríþað haft eftir sendinefnd Bandaríkjanna hjá Sþ að Bandaríkin væru fús til að ræða Panama-ástandið í Öryggis ráðinu þegar OAS hefði fjallað um málið. Panama hefur hins veg- Framh. á 5. s;ðu Jón Þ. Ólafsson há- stökkvari var í gær kjörinn íþróttamaður ársins 1963. Sjá nánar á íþróttasíðunni. — (Teikn.: Ragnar Lár.)

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.