Alþýðublaðið - 11.01.1964, Side 3
. Þær breytingar urðu síðar á
riefndinni, að Guðmundur Vigfús-
son tók sæti Sigvalda Thordarson
ar og Magnús Ástmarsson sæti A1
freðs Gíslasonar.
Á öndverðu ári 1956 var Þór
Öandholt arkitekt ráðinn fram-
kvæmdast.ióri nefndarinnar, og var
lionum þegar falið að afla nauðsyn
légra gagna og skipuleggja undir-
húningsstarfið. Söfnun gagná var
tyíþætt, annars vegar fólgin í því
að fá sem traustastar upplýsingar
um sennilega húsnæðisþörf þeirra
stofnana, er ætla maetti, að fengi
yrði aðsetur í ráðhúsinu, liins veg-
ar að afla gagna um ráðhús í ná-
grannalöndunum. Við athugun á
liúsnæðisþörf var aflað upplýsinga
hjá forstöðumönnum hlutaðeig-
andi stofnana; var rætt við þá og
ýmsa aðra starfsmenn, fengnar
upplýsingar um húsnæði stofnan-
1 anna og starísmannafjölda og síð-
an reynt aíj gera sér grein fyrir
sennilegri þróun mála. Frá Norð-
urlöndum öllum, Þýzkalandi og víð
ar voru útveguð rit um ráðhús í
þeim löndum, myndir, uppdrættir
o. fl. Auk þess kynntu einstakir
n.efndarmenn og framkvæmda-
stjórn sér ráðhúsbyggingar á ferð-
um erlendis. Þá var og aflað upp-
lýsinga, er að gagni gætu komið
um rekstur slíkra bygginga, m. a.
að því, er snertir rekstur mötu-
neytis og veitingastarfsemi. Þá var
haldið áfram frekari athugun á
jarðvegi í hússtæðinu, og sýndi
jarðvegsathugun, framkvæmd af
verkfræðingnum, Bolla Thorodd-
sen, Aðalsteini Júlíussyni, Helga
H. Árnasyni og Stefáni Ólafssyni
að ekkert væri því til fyrirstöðu
að reisa ráðhúsið á umræddum
stað.
Á fundi ráðhúsnefndar 3. ágúst
1956 var sámþykkt að efna til sam
keppni meðal íslendinga um upp-
drátt að ráðhúsi. í framhaldi af
þessari samþykkt var undirbúið
samkeppnisútboð og leitað sam-
starfs við Arkitektafélag íslands
um framkvæmd á samkeppni. Virt
ist um skeið, sem góðar horfur
væru á, að slík samkeppni mundi
fara fram, og gekk ráðhúsnefndin
frá útboðsskilmálum í samvinnu
við stjórn félagsins og samkeppnis
nefnd. Svo fór þó, að samkomulag
náðist ekki. Nefndin ákvað því á
fundi sínuni 24. júní 1957 að hætta
við samkeppnina, en bjóða í þess
stað átta arkitektum að taka sam-
eiginlega að sér að gera uppdrætt-
ina í samráði við nefndina. Sex
þessara manna tóku boðinu, en það
voru arkitektarnir: Einar Sveins-
son, Gisli Halldórsson, Gunnar Ól-
afsson, Halldór H. Jónsson, Sig-
urður Guðmundsson og Sigvaldi
Thordarson. T-veir þessara manna
eru nú látnir: Gunnar Ólafsson og
Sigurður Guðmundsson.
Arkitektarnir hófu störf sín 2.
júlí 1957. Hafa ýmsir arkitektar og
nemar unnið á teiknistofu ráðhús-
nefndar langan tíma eða skamman.
Verkstjóri í teiknistofu hefur ver-
ið Guðni Magnússon. Hinn 14. júlí
1958 lögðu arkitektarnir fyrir ráð-
húsnefnd fyrstu fullunna tillögu-
uppdrætti sína; hafa arkitektarnir
auðkennt þá tillögu P-18. Nefndin
bar fram óskir um nánari athugun
á ýmsum grundvallaratriðum varð-
andi fyrirkomulag hússins, og lágu
nýjar fullnaðartillögur arkitekt-
anna fyrir ráðhúsnefnd í júlí 1959
I (tillaga AC-6) svo og líkan hússins.
i Enn voru gerðar margvíslegar
breytingar, en ekki varð samkomu
lag um þær tillögur. Var aðallega
að því fundið, að húsið væri of
stórt, en tilraunir til að draga úr
rúmmálinu leiddu ekki til full-
nægjandi lausnar. Jafnframt þessu
fóru enn fram jarðvegsathuganir,
sérstaklega miðaðar við áður-
greinda tillögu (AC-6).
; Eftir að sýnt var, að ekki mundi
| nást fullnægjandi lausn á grund-
velli tillögu AC-6 var farið að
nokkru leyti inn á nýjar brautir,
og í sept. 1961 var lögð fram ný
tillaga (AR-9). Þegar hér var kom-
ið, hafði verið hafin sérstök athug-
I un á skipulagi í nágrenni ráðhúss-
' ins með tilliti til þeirrar skipulags
vinnu, er þá var liafin í samvinnu
við prófessor P. Bredsdorff í
Kaupmannahöfn m. a. um skipu-
lag Miðbæjarins, sbr. ályktun borg
arstjórnar frá 18. febr. 1960. Fór
töluverður tími í þessar athuganir,
og voru atliuganir arkitektanna á-
samt uppdráttum og líkani afhent-
ar skipulagi Reykjavíkur og sér-
staklega kynntar prófessornum og
starfsmönnum lians. Hinir erlendu
ráðunautar borgarinnar liafa, eftir
að þeir hafa kynnt sér vandlega
skipulagsmál Reykjavíkur, talið
ráðhússtæðið lieppilegt og lýst sig
samþykka því.
í febrúar 1962 voru lagðir fram
nýir uppdrættir, og er þar fylgt
meginsjónarmiðum tillögu AR-9.
Þessir uppdrættir eru auðkenndir
AT-4.
Jafnhliða skipulagsathugunum,
sem áður getur, var nú farið að
vinni að gerð uppdrátta í mæli-
kvarða 1:100 og 1:50, svo og ýms-
um sérathugunum á einstökum
þáttum varðandi útlit hússins og
gerð einstakra hluta þess. í apríl
1963 voru enn lagðir fram upp-
drættir, sem auðkenndir eru AV-
27. Þá hafði og verið gert nýtt
líkan af ráðhúsinu svo og næsta
nágrenni þess, og var það siðar
stækkað, þannig að það nær nú yf-
ir allt Tjarnarsvæðið.
Eftir að sýnt var, að ráðhús-
nefnd mundi fallast á umrædda
uppdrætti, sem auðkenndir eru
AV—28, í öllum aðalatriðum, þótti
rétt að kynna þá, og hefur öllum
borgarfulltrúum og varaborgarfull-
trúum gefizt kostur á að skoða upp
drættina og líkanið, og hafa flest-
ir þegar gert það. Þá hefur ýmsum
öðrum aðilum, t. d. samvinnu-
nefnd um skipulagsmál, ýmsum
forstöðumönnum borgarstofnana
o. fl. gefizt kostur á að kynna sér
uppdrættina. Við þessa kynningar-
starfsemi hafa ekki komið neinar
sérstakar athugasemdir við upp-
drætti hússins.
★ MEGINSJÓNARMIÐ
Við gerð þessara uppdrátta hef-
ur verið byggt á ákveðnum sjónar-
miðum og verður nú stuttlega gerð
grein fyrir þeim:
1. Staðsetning hússins var sam-
þykkt einróma í bæjarstjórn 29.
des. 1955. Tillögur, sem fram hafa
komið í borgarstjórn um aðra
staðsetningu hafa ekki náð fram
að ganga, og ekki verður sagt, að
nein tillaga um aðra staðsetningu
liafi almennt fylgi. í sambandi við
staðseninguna er rétt að taka fram,
að gengið er út frá því, að fjar-
lægður verði sá kafli Skothúsveg-
ar, sem á sínum tíma var lagður yf
Framli. á 11. síðu
ÞEGAR uppdráttum að Ráðhúsi Reykjavíkur er skilað í hendur borg-
arstjórirar, þykir idýða að gera í stuttu máli nokkra grein fyrir gangi
máisins og megmsjónarmiðum, sem höfð hafa verið við gerð upp-
dráttanna.
í Á fundi Bæjarstjórnár Reykjavíkur 29. des. 1955 var samþykkt
einróma með 15 samhljóða atkvæðum, að Ráðhús Reykjavíkur skyldi
byggt við Vonarstræti sunnanvert, á svæði milli Lækjargötu og Tjarn-
árgotu, svo sem nánar var tilgreint í samþykktinni. Jafnframt var sam-
þykkt að kjósa fimm manna nefnd tii að undirbúa byggingu ráðhúss-
íns. í nefndina voru kosin:
Gunnar Thoroddsen formaður, Auður Auðuns, Jóhann Hafstein.
Sigvaidi Thordarson og Alfreð Gísiason.
ALÞÝ0UBLAÐIÐ — 11. jan. 1964 3
Á