Alþýðublaðið - 01.04.1964, Síða 16

Alþýðublaðið - 01.04.1964, Síða 16
Stofnuöuamerískt þjóðvarnarfélag Keflavík, 31. marz - ÍS - US LAUGAKDAGINN fyrir páska var stofnaS á Keflavíkurflugvelli Amerískt þjóðvarnarfélag eða ..Society for the Preservation of American Culture”, og voru stofn ■endur 61 varnarliðsmaður. Er til- gangur félagsins að vernda unga og óharðnaða Ameríkumenn, sem liér dveljast gegn of miklum ís- lenzkum áhrifum. Formaður fé- lagsins er Lt. Cmdr. T. Jefferson, en hann var kvikmyndahúseigandi og menningarfrömuður í Texas, áður en hann gekk í flotann. Hið nýstofnaða félag gerði harð- orða samþykkt á fyrsta fundi sín- • um, og mun félagið senda kröfur sínar til Mac Namara, landvarna- ráðherra Bandaríkjanna. Aðalkröf urnar eru þessar: 1) Að gerðar verði ráðstaf- anir til að sendingar Ríkisútvarps- ins heyrist ekki á Keflavikurvelli. 2) Að settir verði tvöfaldir lásar á alla peningakassa á flugvell inum, sem íslendingar koma ná- lægt. 3) Að gerðar verði ráðstaf- anir til að halda amerískri tungu hreinni á Keflavíkurvelli og bjarga henni frá íslenzkum áhrif- um. Alþýðuhlaðið hefur átt viðtal við ritara félagsins, Pfc. E. Heming- Framh. á 5. síðu RÆÐIR VARNIR Á N-ATLANTSHAFI 14 Reykjavík, 31. marz - ÁG ADMIRAL H. P. Smith, flotafor- íngi Atlantshafsbandalagsins kom til Keflavíkurflugvallar um klukk an 10 í morgun. Á móti honum íóku yfirmaður varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli P. D. Buie, ambassador Bandaríkjanna hér á landi James Penfield og Hörður Helgason, formaður varnarmála- inefndar. Er flotaforinginn steig út úr vél sinni lieilsuðu honuin sveit- ’lr úr landgönguliði flotans og lúðrasveit lék. Þá stóðu íslenzkh- 'tögregluþjónar heiðursvörð við : tjndganginn. Flotaforinginn kom til Reykja- víkur í dag. Hann gekk á fund for- seta íslands, ræddi við forsætis- og utanríkisráðhcrra, og .seinni hluta dags hafði Penfield ambassa- dor móttöku í sendiráðinu. í kvöld sat II. P. Smith veizlu utanríkis- ráðherra í ráðherrabústaönum. Á morgun, miðvikudag flytur H. P. Smith erindi í hádegisverð- arboði Varðbergs, og nefnist það „SEA DEFENCE OF NATO”. — Einnig mun hann svara fyrirspurn um. Myndin er tekin á Keflavík- urflugvelli í dag, en þar sjást þeir ræðast við H. P. Smith og P. D. Buie. f’ílMMí Myndin er af línuriti úr jarðskjálftamæli í Kaupmannahöfn, eins og það leit út eftir jarðskjálftann í Alaska. Fínu línurnar sýna eðlilega rituu nálarinnar, en fyrir ofan þær sést greinilega,'hví- líkt stökk nálin liefur tekið, þegar jarðskjálftarnir urðu í Alaska." vísindamanni þeim sem eetti fram um það reglur árið 1935, hvernig hún skyldi fundin. Jarðskjálftinn í Alaska í síðustu viku hafði Richter-iöluna 8.6. Til samanburðar má geta þess að Richter-tala jarðskjáltanna, sem urðu hér á landi 28. marz í fyrra, var 5.7. í Alaska urðu einnig jarðskjálftar árið 1958 með töluna 8, en samsvarandi tala í San Fransisco-jarðskjálft unum 1903 var 8.2. Sömu tölu hafði jarðskjálfti, sem varð í japönsku borgunum Tokyo og Yokohama árið 1923 og varð 100.000 manns að bana. Sterk- asti jarðskjálftakippurinn í Chile 1960 hafði Richter-töluna 8.4, en í jarðskjálftunum "í Aga dir sama ár var hún 5.7 og 5.5 í Skopje í Júgóslavíu í sumar, sem leið. Ástæðan til þess, að tveir síðastnefndu jarðskjálft- arnir höfðu mun alvarlegri af- leiðingar en margir hinna, er sú, að þeir áttu upptök sín mjög nærri yfirborði jarðar og í ná grenni stórborga. Talið er, að jarðskjálftarnir í Alaska nú séu einliverjir þeir mestu, sem Jarðskjálftarnir í Alaska komu fram á mælum hér Reykjavík, 3_JL. marz - HP Jarðskjálftinn, sem varð á föstudaginn langa, 27. þ. m., kom mjög greinilega fram á jarðskjáltamælum Veðurstof- unnar í Reykjavík.. Samkvæmt jarðskjálftaritunum varð mesta heildarhreyfing jarðskorpunn- ar hér um eða yfir 2 cm, og var sveiflutími þeirrar hpeyf- ingar um 18 sek. Til samanburðar má geta þess, að í jarðskjálftunum, sem hér urðu 23. marz í fyrra, var heildarhreyfingin hér í Reykja- vik um 2 mm og sveiflutími þeirrar hreyfingar um 1,5 sek. í>ó aS atriði séu óljójs í sambandi við jarðskjálfta, eins og fleiri náttúrufyrirbæri, er þó talið víst, að þeir verði vegna þrýstingsins sem leys- ist úr læðingi við röskun jarð- laga, þannig að ef sá þrýsting- ur verður nógu mikill, leiti hann sér útrásar í jarðskjálfta, og þannig slakni á þeirri sí- felldu spemiu, er jafnan er fyr- ir hendi í jarðskorpunni, því að naumast líður sá dagur, að ekki verði jarðskjálfi einhversstað- ar á jörðinni. Sú orka sem leysist úr læð- ingi við jarðskjálfta, er venju- lega mæld með tölu, sem köll- uð er Richter-tala í höfuðið á þekktir eru úr veraldarsög- unni og þeir mestu á þessari öld. Miklir jarðskjálftar urðu í Lissabon 1755, sem talið er að hafi jafnvel verið enn kraft- meiri en jarðskjálftarnir í Al- aska nú, en um það verður ekki vitað með vissu, þar eð naumast er hægt að tala um jarðskjáltamæla á þeim tíma. Mjög er það aftur á móti mismunandi eftir stöðum, hve styrkleiki jarðskjálfa er míkill, en til fróðleiks má geta þess, að reiknað mun með, að bús, sem nú eru byggð hér á landi. þoli 7—8 stig, en þá væri sá jarð- Frh. á 14. siðn. Umsóknir fyrir hátt á þriðjð hundrað millj. Beykjavík, 31. marz - EG Húsnæðismálastofnun rikisins auglýsti nýlega, að þeir, sem sendu inn lánaumsóknir eftir 1. apríl, gætu ekki vænzt þcss að fá lán tif húsbygginga á þessu ári. Eggert- G. Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri stofnunarmnar sagði í stuttu viðtali við biaðið í dag, að nú lægju fyrir umsóknir um lán hjá húsnæðismálastofnuninni fyrir hátt á þriðja liundrað millj. -króna. Auglýsingin hefði þann til- gang einn að vara fólk við, þannig að það leggði ekki út í bygginga- framkvæmdir og trcysti á að fá Húsnæðismálastjómarlán á árinu, en Eggert sagði, að að sjá'.fsögðu yrði tekið á móti umsóknum á- fram þótt ekki væri hægt að veita úrlausn á þessu ári. Eggert sagði ennfremur, að gif- urlegur fjöldi umsókna hefði bor- izt á árinu 1963 og þeim tíma, sem liðinn er af þessu. Á síðast- hðnu ári hefði verið byrjað á 1800 íbúðum, og fyrir lægju nú hátt á 3 þúsund umsóknir. Há- markslán eru nú 150 þúsund kr. Léan er komin Reykjavík, 31. marz - EG í MORGUN voru fjórar lóur á flögri í kring um í- þróttavöllinn í Langardal Finnur Guðmundsson, fugla fræðingur, tjáði blaðinu, að þess væru dæmi, að lóur sæ- ust hér um miðjan marz, en í venjulegu árferði kæmu þær oftast fyrripartinn í ap- rfl. , Síarsmenn íþróttavallar- ins í Laugardal urðu fyrst varir við lóur 5. apríl í fyrra en 15. apríl árið þar áður.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.