Alþýðublaðið - 30.09.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.09.1964, Blaðsíða 3
Hðrð átök í Malawi Zomba, 29. september. (NTB - AFP - Reuter) IIM 700 trylltir afrískir ríkisstarfs- menn vopnaðir kylfum lentu tví- vegris í átökum við lögregluna í Zomba í Malawi í dag. Lögregl- unni tókst að dreifa ófriðarseggj- unum. Kunnugsr telja, að Banda forsætisráðherra neyðist kannski til að lýsa yfir neyðarástandi. Ríkisstarfsmennirnir höfðu safn azt á torginu í Zomba af því þeir óttuðus't' að heimili þeiwa yröu tWMMMWWWiWMWWMM Kjarnorku- tilraunir í Kína? Washington, 29. sept. (NTB - Reuter) DEAN Rusk utanríkisráð- herra tilkynnti í dag í sér- stakri yfirlýsingu, að Kín- verjar mundu kannski gera tilraun með fyrstu kjarnorku sprengju sína í náinni fram- tíð. Hann sagði, að ef slík til raun ætti sér stað mundu Bandaríkin fá fregnir af henni og gefa út tUkynningu um málið. Rusk bætti við, að þótt sprenging kjarnorkusprengju táknaði ekki að Kínverjar hefðu birgðir af kjarnorku- sprengjum hefðu Bandaríkin ávallt gert ráð fyrir að þeir mundu reyna að verða þátt- takendur í kjarnorkukapp- hlaupinu. Skipt um her- menn á Kýpur Nikosíu, 29. september (NTB - Reuter) í DAG var byrjað að skipta um 900 hermenn í hinni kanadísku gæzlusveit á Kýpur með komu 118 kanadískra hermanna til eyjar- innar. Búizt er við að hermanna- skiptin taki eina viku. Brezka stjórnin hefur ákveðið að 1100 manna brezk gæzlusveit verði áfram á Kýpur meðan SÞ gæta friðarins á eynni. Á morgun verður undirritaöur í Moskvu samningur um sölu sov- ézkra liergagna til Kýpur. Vtanrík isráðherra Kýpur, Spyros Kypri- anou, kom til Moskvu á laugardag- inn til að undirrita samninginn. Kýpur fær m. a. flugvélar, en sov- ézkir hernaöarráðunautar verða ekki sendir til eyjarinnar. Makarios forseti sagði í dag, að Kýpurstjórn mundi ekki leyfa skipti á hermönnum í tyrkneska setuliðihu á Kýpur ef Kyrenia- vegurinn verður ekki opnaður. brennd til ösku. Lögreglan dreifði þeim, en þeir söfnuðust aftur sam an og hófu hópgöngu til sjúkra- hússins hrópandi „Brennum sjúkra húsið”. Tveir herflokkar munu vera á leið til Fort Johnson í Malawi (sem áður hét Nyasaland), þar sem Henry Chipembere fv. mennta- málaráðherra er búsettur, en í dag höfðu borizt fregnir um nýjar óeirðir þar. Chipembere, sem er einn helzti andstæðingur Hastings Banda forsætisráðherra var einn vinsælasti ráðherra stjórnarinnar unz hann sagði sig úr henni ný- lega. Þá ákvörðun tók hann þegar hann -hafði gagnrýnt Hastings Banda harðlega á fjöldafundi skammt frá Fort Johnson. Annars var kyrrt í Zomba í dag eftir hinar ofsafengnu óeirðir í gærkvöldi og í nótt. Mannfjöldinn lagði eld að bækistöðvum flokks Banda, Þjóðþingsflokksins, grýtti ráðherra nokkurn og kveikti í hin- um nýja fána lýðveldisins. í Blan- tyre var einnig kyrrt í dag og lög- reglan rannsakar óeirðirnar sem orðið hafa. Banda er á 1Ö daga ferðalagi um landið til að útskýra og verja stefnu stjórnarinnar. Sex af ráð- herrum hans sögðu af sér eða var vikið úr embætti. Banda sakaði þá um þátttöku í samsæri um að steypa sér af stóli. Hann segir, að þeir hafi haft samstarf við Kín- verja úr sendiráði Kínverska al- þýðulýðveldisins í Dar-es-Salaam. BIFREIÐ STOLIÐ BIFREIÐ var stolið s.I. nótt af bílastæði bifreiðarsölunnar við Borgartún 1. Var þetta blá og hvít sendiferðabifrelð af gerð- inni International. Bíllinn fannst svo í morgun á Laugarásvegi. Var hann benzínlaus og óskemmdur. Ef einhverjir hafa orðið varir við ferðir bílsins í iiótt eða morgun eru þeir beðnir að láta rannsóknar lögregluna vita Attlee lávarður kemur til Westminster Abhey til að vera viðstaddur minningar- guðsþjónustu um sigur brezka flughersins yfir flug- flota Þjóðverja 1940. Myndin er tekin fyrir nokkrum dögum. Móti stærri landhelgi en tólf mílum LONDON.29. sept. (NTB- Reuter). Hinn nýi samningur Evr- ópuríkja um fiskvelðlland- helgi var ræddur í dag á fiskimálaráðstefnunnl í Lon- don, en hana sitja fulltrúar sjávarútvegs tíu Evrópulanda Skipuð var nefnd sem á að semja uppkast á ályktunar- tillögu og þar mun verða tekin afstaða gegn því, að fiskveiðilandhelgi verði færð út lengra en í 12 sjómílur. Reyndi tíð hengja sig Marney, 29. september. (NTB - Reuter) FRÚ GISELLE Briet, amma Joel Briet, sem var rænt ásamt tveim öðrum litlum börnum á heimleið úr skóla dag nokkurn í síðustu viku, reyndi að hengja sig í dag. Nágranni fann liana skömmu eftir hádegi í dag, skar liana niður og gerði lögreglunni aðvart. Lögreglan flutti kon una á sjúkrahús og telja læknar að unnt verði að bjarga lifi hennar. Lögreglan vissi ekkert af hverju amman, sem er 59 ára, ætlaði að hengja sig en kvaðst vona að geta komizt til botns í málinu á morgun. — Síðan börnunum þrem, Joel Briet, 5 ára, Patrick Gullion, einnig 5 ára, og sex ára syst- ur lians, Christiffe, var rænt. hefur lögreglan komið dag- lega á heimili þeirra til að reyna að komast að raun um liver stóð á bak við brottnám barnanna. Lögreglan reynir að finna lijónin, sem börnin segja að hafi ekið þeim í bifreið. Miðflokkurinn jók fylgi sitt í Noregi OSLÓ, 29. september (NTB) — Verkamtannaflokkurinn tapaði fylgi í bæjar- og sveitarstjórnar- kosningunum í Noregi. Fylgi hans minnkaði úr um 35% atkvæða í síð ustu bæjar- og sveitarstjórnar- kosningum í um 31% nú. Mið- flokkurinn jók fylgi sitt mest, úr 7.6% atkvæða í 11,6%. Sameiginlegir listar borgara- flokka, ópólitískir listar og óháð ir listar töpuðu talsverðu fylgi. Miðflokkurinn jók fylgi sitt mest í sveitum. Vinstri flokkurinn í bæjum, en hægrimenn og Kristi- legi flokkurinn bæði í bæjum og sveitum. 218.000 manns voru á kjörskrá í 39 kjördæmum sem kosið var í. Kosningaþátttakan var minni en í síðustu bæjar- og sveitarstjórnar kosningum, eða yfirleitt frá 65 til 75 af hundraði. í kosningunum í fyrra var kosningaþáttakan 81%. Hér er lokayfirlit norsku frétta stofunnar um kosningar til 39 bæjar- og sveitarstjórna: Verkamannaflokkur 46982 atkv. (57047), 31.65% (35.33%), 366 full trúa. Hægrimenn 23673 atkv. (24844), 15.95% (15.39%), 144 fulltrúa. Kommúnistar 1428 atkv. (1261), 0.96% (0.77%) 5 fulltrúar. Kr. þjóðarflokkur 11634 atkv. (15816) 11.21% (9.18%), 147 full- trúa. Miðflokkurinn 17197 atkv. (24442), 17.29% (15.14%), 188 fulltrúa. Sós. þjóðarflokkur 2924 atkv. (1975), 1.97% (1.22%), 9 fulltrúa. Ópól. listar 12350 atkv. (20471), 8.32% (12.68%) 197 fulltrúa. Aðrir 289 (1960) 0.19% (1.21%), 13 fulltrúar. Alls talið: 148443 (151454). Þótt talningu væri ekki að fullu lokið þegar þessi listi var saminn. var aðeins búizt við smávæglleg- um breytingum á honum. Gáfu tónlistar- % félaginu flygil ísafirði, 29. sept. - BF - GO Á SÍÐASTLIÐNU ári hafði Rót- aryklúbbur ísafjarðar forgöngu um fjársöfnun til þess að kaupa vandaðan konsertflygil til bæjar- ins og söfnuðust kr. 105.600. Nú hefur með fjárhagsaðstoð frá ríki og bæ verið keyptur hingað Böscn dorfer flygill, sem kostar alls um 200 þús. krónur og afhentur Tón- listarfélagi ísaf jarðar til eiguar og umráða. Hljóðfærið verður vígt á músik- kvöldi i Alþýðuhúsinu á miðviku- dag, en þangað verður boðið óll- um þeim, sem gefið hafa fé til kaupanna á hljóðfærinu, eða greitt fyrir þeim á annan hátt. Áður en tónleikarnir hefjast flytur Jóhann Framh. á bls. 4. ALÞÝÐUBLAÐI9 - B0. sept.-1964 |

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.