Alþýðublaðið - 30.09.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.09.1964, Blaðsíða 2
Jftltstjóran Gylíi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. - Fréttastjóri: Arni Gunnarsson. — Ritstjórnarfuiltrúi: EiBur GuBnason. — Símar: 14900-14903. — Augiýsingasími: 14906. — Aðsetur: AlþýBuhúsið viB Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintaklð. — (Jtgefandi: Alþýðuflokkurinn. WARREN NÆSTA vor verða hundrað ár liðin frá morði Abraham Lincolns Bandaríkjaforseta. Segir svo á -einum stað í Warren-skýrslunni, að enn í dag megi sjá settar á prerit alrangar hugmyndir um morð Lincolns og fullyrðingar varðandi það, sem ekki standist. Það er rétt hjá Warren-nefndinni, að þjóðsög- ur myndast . jafnan um söguleg mannvíg. Nú eru þjóðsögur oft ódrepandi. Þess vegna kemur eng- 'um á óvart, þótt ýmsar efasemdir heyrist enn um anorð Kennedys fyrir tæplega ári. Warren minriir á, að síðfundinn sannleikur eigi oft erfitt með að hlaupa uppi lyg^r æsifréttanna. Hvað sem öllu þessu líður, hefur skýrslu Warrens verið vel tekið, enda virðist hún unnin af mikilli nákvæmni og án allra hleypidóma. Mannkynið getur eftir aðstæðum unað vel við, að hér var ekki um pólitískt samsæri að ræða, þar sem slíkt hefði haft alvarlegar afleiðingar. Kenne- dy hafði sjálfur orð á, að auðvelt væri að myrða forseta, ef vilji væri fyrir hendi. Sem betur fer er nú minna um pólitísk morð þjóðhöfðingja en áður, en geðbilaðir menn eða rótlausir einstakl- ingar í ósátt við tilveruna verða vafalaust lengi til. Frá þeim stafar nú helzt hætta á þessu sviði. SELFOSS NÝJU VEGALÖGIN, sem Alþingi samþykkti í vetur, gerðu ráð fyrir miklum stuðningi ríkisins við varanlega gatnagerð í bæjum og kauptúnum. Sérstök ákvæði voru um fámenn byggðarlög, þar sem fjölfarnar umferðaæðar liggja um byg'gðina. Nú eru hafnar stórfelldar malbikunarfram- kvæmdir ó Selfossi, og munu þær breyta miðbæn- ■ um þar til muna. Er það jafn ánægjulegt fyrir íbúa þessa myndarlega byggðarlags og þær þúsundir annarra, sem eiga leið um Selfoss. Þetta er ánægju legur vottur um þýðingu hinna nýju vegalaga og vonandi aðeins byrjun á því gagni, sem af þcim : verður í framtíðinni. KEFLAVÍK ÞAÐ ER ánægjulegt, þegar unga fólkið í hin- um ýmsu byggðum landsins fær aukinn áhuga á íþróttum og kemst að raun um, að það getur stað- izt hverja raun í keppni <við aðra, jafnvel hina stóru Reykjavík. Nú hafa Keflvíkingar orðið íslandsmeistarar í knattspyrnu í fyrsta sinn. Hefur þessi viðburður vakið mikinn fögnuð heima fyrir og verður án efa til þess, að áhugi unga fólksins vex enn og yfir- völd gera meira átak en nokkru sinni til að skapa góða aðstöðu til íþróttaiðkana. Alþýðublaðið óskar Keflvíkmgum til ham- ingju með þennan glæsilega sigur! Hentugiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiu HUSGÖGN HIBYLAPRYÐI H.F. * SÍMI 38177 Á uiiiiuiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiMiiiiuiiiuiuuiiimiiiiiiiiiiiiimiiiuiiiiiiiiiiimmmiii i n iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii«i» f ^ Getum viS hjálpað Indverjum? -*• Þeir Kunna ekkert til fiskveiða. Megum við missa menn til aS kenna þeim? * BjóSum ungum Indverjum skipsrúm. miimii imiM>ii •liimiimiiniiiiiiiiiiiimiiiíiiimmimiiiiimmmimiHm'iiimuiiiiiimmmmmimmmiiMimiff GUÐMUNDUR JÓNSSON hef- tir skrifað mér og gerir að um- talsefni forystugrein liér í blað- inu þar sem rætt var um að við gætum aðstoðað Indverýa tii þess að þeir gætu hafið virkar fisk- veiðar til bjargar sér, en þar eru hungursneyðir svo að isegja land- lægar, en hins vegar kunna þeir sáralítið að afla sér fiskjar eða að vinna hann og nýta. ÉG MAN EKKI BETUR en að nokkrir íslenzkir skipstjórar hafi einmitt dvalizt meðal Indverja að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna til þess að kenna þeim eitthvað á þessu sviði, en Indland er stórt og þjóðin fjölmenn svo að kennsl- an hefur kannski lítinn árangur borið enn sem komið er. Giið- mundi finnst að ekki komi til mála að við hefjum útflutning á fóiki til Indlands í þessum til- gangi, enda erfiðleikar miklir hjá okkur á vinnumarkaðinum. Hins vegar leggur hann til, að við bjóð um að taka Indverja á fiskiskip okkar svo að þeir geti lært af eig- in raun. Þykir mér það athyglis- verð tillaga. GUÐMUNDUR Jónsson skrif- ar: „Ég skrifa þér ekki oft, Hann es minn. Oftast er ég þakklátur fyrir pistla þína sem jafnan hafa orðið til vakningar á ýmsum svið um. Ég varð satt að segja liálf undrandi eftir lestur leiðarans í blaðinu okkar föstudaginn 18. þ. m. Hann ber yfirskriftina: „Hjálp um índverjum. ÉG ER FYLGJANDI því, að við reynum að hjálpa þeim sem hjálp ar þurfa, eftir því sem við erum megnugir, og tel það raunar sjálf sagt. Satt er það að við eigum mik ið af vel kunnandj fólki til sjós og lands, — en sannariega erum við ekki aflögufærir til annara þjóða á því sviði. Skip eru bund- in við landfestar af mannleysi. Fiskiðjuver anna vart og stundum alls ekki því sem að berst vegna Skorts á vinnuafli. Flestar starfs- greinar auglýsa svo að segja dag lega eftir fólki til starfa. VEGNA ÞESSA VIL ég spyrja: „Úr hvaða starfsgrein t.d. sjávar- útvegsins sem er fjárhagsgrunnur þjóðfélagsins, — erum við aflögu færir íslendingar, og þá í þeim mæli sem Indverjum og öðrum álíka stórþjóðum, væri til nokk- urs framdráttar á atvinnusvið- inu? Ég lít svo á að við séum eins og stendur þannig staddir, ég segi sem betur fer, atvinnulega, að við getum ekki lánað stórþjóðum fólk, enda þótt þær hafi þess fulla þörf, og æskilegt kynnj að vera að vera þessu umkominn. — Enda ekki langt síðan við urðum að flytja inn vinnuafl, og g^rum raunar enn. EN VIÐ GETUM lijálpað Ind- verjum á annan hátt, heldur en hefja útflutning þangað á ungu fólki í þeim mæli er að gagni kæmi — slíkri stóriðju. Við eig- um að bjóða þeim að taka við fólki frá þeim (þar er nóg af því) og kenna því aðferðir okkar tii sjós og lands varðandi sjávaraf- urðir. Þeir liafa helzt til margt fólk, og við helzt til fátt. Mér virð ist að þetta gætj verið Það hag- kvæmasta sem hægt væri að gera í þesum efnum. Þrátt fyrir góðan vilja til aðstoðar'sem þessarar, sð ég ekki að við séum aflögufærir f dag“. Hannes á horninu. ■ í '16250 VINNINGAR! # Fjórði hyer miði vinnur að meðaltaíil Hsestu vinningar 1/2-milljón kronuft Lægstu 1000 krónur. Öregið 5. hvers mánaðar. U 30. sept. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.