Alþýðublaðið - 30.09.1964, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.09.1964, Blaðsíða 7
Sigrursveinn. Ð. Kristinsson. ætti að vera því til fyrirstöðu, að þau verði kennarar, en eins og kunnugt er, er alltaf hörgull á tónlistarkennurum, jafnvel í heilum sýslum. — Veitir skólinn réttindi? — Prófin frá honum hafa reyndar engin lagagildi, en hann gegnir svipuðu hlutverki og al- þýðuskólarnir gerðu hér áður fyrr, meðan þeir voru ekki í neinum tengslum við skólakerfi landsins. — Hvernig yrði þá kennslunni hagað? — Sumar greinar á þessu sviði yrðu kenndar í námsflokkum, og það er ákveðið að gera, þegar okkur vex fiskur um hrygg, en húsnæðisleysið bagar okkur veru- lega, enn sem komið er. — Hvar er skólinn til húsa núna? •— Við Iiöfum ekki fengið hús- næði þar sem við getum sameinað skólann, en kennum á fleiri en einum stað. Við erum að leita að hentugu húsnæði, en höfum ekk- ert fundið ennþá. — Er kennt á mörg hljóðfæri við skólann? — Já, mörg og aðaiáherzlan lögð á létt og alþýðleg hljóðfæri. Flestir eru nemendurnir á píanó, og gitar og nokkuð margir eru að læra á harmóniku auk annarra hljóðfæra. Það minnir á, að öp- inber skólastofnun hefur ekki ha’A ið uppi kennslu á gítar eða liar- móniku, en mér er sagt, að þeir. I Barnamúsikskólanum hefðu tekið upp kennslu í gítarleik í hitteð- fyrra. — Telur þú harmónikuna vera gott hljóðíæri? — Hér hefur verið mikið um kórstarfsemi, en sennilcga er ekkert hljóðfæri heppilegra til undirleiks með kórum en harmón- ikan. Þetta getum við heyrt. af plötum frá Rússlandi og víðar aft, en þar er harmonikan mikið nct- uð sem undirleikshljóðfæri með kórum og þá sérstaklega í þjóð- lögum. Mér er sagt, að í Vestur- Þýzkalandi sé búið að taka har- monikuleik upp sem námsgrein við „Conservatorium,” eða fram- haldsmúsikskóla, en þetta sýnip hennar vaxandi gengi. Munnharp- an er einnig að verða mjög ,,pop- uler”, til dæmis í Bretlandi, en þar hafa þeir myndarlegar hljóm- sveitir með munnhörpum, marg- raddaðar. Farið er að lesa nótur við munnhörpuleik og nú eru fá- anlegar námsbækur fyrir þær cg Framhald á síðu lð- NÝLEGA var stofnaður nýr skóli hér í Reykjavík og hlaut hann nafnið Tónskóli Sigursveins Ð. Kristinssonar. Hlutverk hans er að efla tónlistarmenntun með- al alþýðu. Skólastjóri hans er Sigursveinn D. Kristinsson, tónskáld, og áttum við tal saman um framtíðarhorf- ur skólans og verkefni. — Hvernig eigum við að byrja samtalið Sigursveinn? — Ég hefði haft sérstakan áhuga á, að drepa á hina al- mennu uppbyggingu skólans. — Nýtur skólinn stuðnings hins opinbera? — Við fáum énga opinbera styrki.r að minnsta kosti ekki fyrr en við getum haldið myndarlega tónleika. Meðan svo er ekki, hvílir fjárhagslegi grundvöllurinn allur á styrktarfélaginu og eða verka- lýðshreyfingunni, eða öðrum þeim samtökum, sem vilja ljá þessu máli lið. Míg hefði langað til að geta þess, hve mikla menningarlega þýðingu fyrir verkalýðssamtökin svona skóli hefur fyrir samtökin í lieild óg einnig fyrir skólann sem bakhjarl. Við höfum talað við öll verka- lýðsfélögin í bænum, smá og stór, um stuðning við skólann og hafa þau öll tekið vel málaleitun okk- ar, þó meirihlutinn hafi ekkert gert, enn sem komið er, enda ligg- ur ekki mikið á, en þýðingarmest að fá endanlega afgreiðslu á mál- inu. Mest ríður á, að koma vej'ka- lýðsfélögunum í skilning um það, hve mikil lífsnauðsyn þeim er að hafa með höndum einhverja menn- ingarstarfsemi. Það getur verið hættulegt fyrir þessi félög, að einbeita sér að fjárhagsbaráttunni eingöngu, þó hún sé nauðsynleg. — Hvað getur þú sagt mér um styrktarmannafélagið? — Ennþá er það ekki fullmót- að, en fyrri stofnfundurinn var haldinn 30. marz í vor, og þá inn- rituðust strax eitthundrað manns. Síðan hefur eitthvað bætzt við, en það er ekki mikið. Seinni stofn- fundurinn verður haldinn nú í haust. Takmarkið er að fá 4-500 Styrktarfélaga, en þá væri kominn talsvert sterkur fjárhagsgrunnur til að geta staðið undir einhverj- um rekstri. —■ Hvað er árgjaldið mikið? — Árgjaldið er kr. 500, sem er að vísu nokkuð há upphæð, en þess ber að geta, að hún er lág- mark þess, að eitthvað sé hægt að gera. Þess má geta að styrktarmeð- limir hafa forgangsrétt að skólan- um, fyrir sig, eða börn sín, ef innritun fer fram á auglýstu.m tíma. — Hafa stofnanir veitt ykkur stuðning? — Nokkrar stofnanir í bænum hafa veitt okkur stuðning, eins óg til dæmis Hljóðfæraverzlun Pauls Bernburgs, en hún gaf skólanum hljóðfæri fyrir tíu þúsund krón- ur. Einnig fengum við styrk frá menningarsjóði STEFs og Máli og menningu. — Hvað um verkalýðsfélögin? — Eins og ég sagði, hafa þau tekið vel í þetta og fimm þeirra hafa þegar samþykkt styrk til skól ans, flest um fimm þúsund krón- ur, en eitt þeirra, það stærsta, fimmtán þúsund. — Þeir sem innritast .... — Það er dálítið skemmtilegt, að margt af því fólki, sem hefur innritast, er fullorðið, og talsvert af kennurum, sem hafa áhuga á músiknámi. Flest af fullorðna fólk inu hefur lært eitthvað í músik áður, en ekki stundað hana að ráði, jafnvel ekki í fjölda mörg ár, en langar að iðka hana á ný sér til skemmtunar og ánægju.- Þessi þróun finnst mér ágæt, enda er skólinn meðal annars stofnaður með hliðsjón af því, að geta orðið þessu fólki að liði. Það telur sig ekki geta stundað Úr kennslustund í hinum nýja tónlislarskóla. (Myndir: JV). nám við reglulegan tónlistarskóla en langar til að vera í tengslum víð tónlistarnám. Þétta finnst mér meðal ann- ars benda til þess að skólinn hafi tilgang og sé ekki út í bláinn til hans stofnað. — Þú kemur til með að kenna sjálfur, auk skólastjórnarinnar? — Eitt höfuðverkefni mitt verður að kenna krökkunum nóthalestur og blokkflautuleik, og auk þess eitthvað á fiðlu. — Telur þú blokkflautuna væn- lega til árangurs í tónlistarnámi? — Hún er mjög gott byrjunar- hljóðfæri og ef krakkarnir byrja á annað borð að læra á hana, er það oftast að þau taka sig á og Viljá læra á önnúr hljóðfæri-. — Kennir þú máske nótnalest- urinn á blokkflautuna? -— Eg læt þau syngja nóturnar fyrst og kénni þeim síðan gripin á blokkflautuna eftir nótunum sem þau hafa lært að syngja. — Þegar ég átti við þig tal í sumar, sagðirðu að hljóðfæraleik- ur gæti orðið bækluðum börnum að liði? — Já, tvímælalaust, þeim sem eru músikölsk. Nú hafa innritast í skólann nokkur börn, sem voru hjú mér í sumar, við nám í blokk flautuleik og ég er ekki í vafa um aS tónlistin geti orðið þeim að liði, Fyrst og fremst verður hún þeim til skemmtunar, en auk þess er mjög líklegt að músikalskir krakkar, sem eru eitthvað hindr,- uð, geti lært það mikið, að þau geti orðið góðir kennarar. Það er ekki þar með sagt, að þau verði stórir „virtuosar”, en liðtækir tón- listarmenn, þeir sem á annað borð hafa skapgerð til þess. Ekker.t Rætt við Sigursvein D. Kristinsson um hinn nýstofnaða íónskóla hans ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 30. sept. 1964 ,J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.