Alþýðublaðið - 30.09.1964, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 30.09.1964, Blaðsíða 10
MORÐ KENNEDYS... Framhald úr opnu. Gluggastengurnar í bifbreiðaskúr Pain l'jölskyldunnar voru eign frú Paine og voru þar enn eftir að Oswald fór til vinnu 22. des- ember. Frú Paine og Marina Os- wald báru að Oswald hefði ekki nefnt gluggastengur. Eftir morð- ið fannst tómur pakkinn skammt frá glugganum, þar sem skotið . var. Gluggastengur voru þar engar. Orðrómur: Um morguninn 22. nóvember var Oswáld með sam- starfsmönnum sínum í húsinu og skildi ekki við þá fyrr en S hann fór niður til að sjá forset- ■- ánn fara fram hjá, sennilega .- lega ekki síðar en kl. 12:15. y Niðurstaða: Um morguninn var C Oswald ekki með samstarfs- mönnum sínum, og fyrir morðið sást hann síðast uppi á sjöttu ; hæð um kl. 11:55 f. h. Sá sem sá hann, var Charles Givens, . samstarfsmaður hans. Orðrómúr: Mögulegt er, að kjúkl- ingsleifar, sem fundust á sjöttu hæð, hafi verið skildar eftir af manni, sem var í vitorði með Oswald og sem hefði dvalizt þarna alla nóttina. C Niðurstaða: Kjúklingurinn hafði f verið snæddur af Bonnie Ray £ Williams, skömmu fyrir hádegi f 22. nóvember. Williams vann þarna í húsinu, og fór niður á C fimmtu hæð, þegar hann hafði f lokið við að matast. Þar var hann þegar skotunum var hleypt af. Oswald borðaði ekki af þessum kjúklingi, né drakk hann héld- ur úr gosdrykkjarflöskunni, sem fannst nálægt leifunum af kjúkl- ingnum. 5 * Orðrómur: I Ijós kom við prófun á rannsóknarstofu, að leifarnar jT af kjúklingnum, sem fannst á 1 sjöttu hæð voru 2 daga gamlar. Niðurstaða; Það var Bonnie Ray Williams, sem skildi þessar mat- arleifar eftir þarna skömmu eft- ir hádegi 22. nóvember. Orðrómur:8 millimetra ljósmynd, sem áhugaljósmyndari tók klukk- an 12:20, tíu mínútum áður en morðárásin var framkvæmd, sýnir tvo skugga bera við glugg- ann á sjöttu hæð Skólabóka- geymslunnar. Niðurstaða: Mynd, sem áhugaljós myndari, Robert J. E. Hughes, að nafni, tók örskömmu áður en morðárásin var framkvæmd, sýnir skugga í suðausturhorn- glugganum á sjöttu hæð. í ljós hefur komið við rannsökn FBI og í ljósmyndaskýringamiðstöð flotans, að þetta var skuggi af kössum í grennd við gluggann. Orðrómur: Mynd, sem birtist í fjölmörgum blöðum og tímarit- um eftir morðið, sýndi Lee H. Oswald standa á tröppunum framan við skólabókageymsluna rétt áður en bílalest forsetans ók fram hjá. Niðurstaða: Maðurinn á tröppun- um fyrir framan húsið, sem sum- ir héldu að væri Oswald, er í raun og veru Billy Lovelady, einn af starfsmönnum Skólabóka- geymslunnar, sem er dálítið svipaður Oswald. Lovelady hefur þekkt sjálfan sig á myndinni, og aðrir samstarfsmenn hans, sem standa þar hjá honum, hafa vott- að, að myndin sé af honum, en Oswald hafi ekki verið nálægur. Orðrómur: Pósthúsið í Dallas, sem Oswald lét senda riffilinn í, var bæði á nafni hans og nafni A. Hiddel. ' Niðurstaða: Það er ekki vitað hvort Oswald nefndi, að póst til A. Hiddel skyldi setja í þetta hólf, þegar hann sótti um að fá það. Samkvæmt reglum banda- rísku póststjórnarinnar var þeim hluta eyðublaðsins, þar sem get- ið var nafna annarra, sem höfðu afnot af hólfinu — hent, þegar hólfinu vgr lokað 14. maí 1964. Sumarið 1963 fékk Oswald póst- hólf í New Orleans og tilnefndi þá nafnið Hiddel auk nafns síns og konu sinnar. Hiddel var upp- áhaldsdulnefni, sem Oswald not- aði alloft. Þrátt fyrir nákvæma leit, hefur enginn maður fundizt með því nafni í Dallas eða í Ngw Orleans. Þetta var bara nafn, sem hann hafði búið til fyrir sjálfan sig. Orðrómur: Talið er að bíl for- setans hafi verið ekið á 12-20 mílna hraða, og því hafi hann verið álíka erfitt skotmark og hermenn eiga verst við að glíma í orrustu. Niðurstaða: Milli þess sem fyrsta og annað skotið hittu forsetann, var meðalhraði bílsins um það bil 11,2 mílur á klukkustund. Vitni með sérfræðiþekkingu hafa borið, að bíllinn muni hafa verið gott skotmark, þar eð hann fjarlægðist skyttuna í beinni línu. Orðrómur. Oswald gat ekki hafa skotið þrem skotum úr Mann- licher Carcano riffli á 5Vz sek- úndu. Niðurstaða: Nákvæm prófun úr fram á þessu á vegum nefndar- innar og vitni með sérfræði- þekkingu hafa borið, að hægt sé að skjóta þrem skotum úr riffl- inum á 5Vz sekúndu. Hafa ber í huga að hlaðið skothylki var til staðar í rifflinum og Oswald þurfti aðeins að hleypa af og taka svo tvisvar í hleðsluboltann til að geta hleypt af í annað og þriðja skiptið. Vitnin báru, að ef skot númer tvö hefði misst marks, hefði Oswald verið 4,8 til 5,6 sekúndur að skjóta skot- unum öllum þrem. Ef annað- hvort fyrsta eða þriðja skotið missti marks hafði Oswald rúm- lega sjö sekúndur til að skjóta þremur skotum. Orðrómur: Oswald var ekki nægilega góð skytta til að geta unnið verkið á þennan hátt. Niðurstaða: Oswald var góð skytta (sharpshooter and marks- man) meðan hann var í hernum. Kona hans, Marina Oswald hefur borið, að maður hennar hafi æft sig að færa hleðsluboltann meðan þau voru í New Orleans. Enn- fremur sögðu sérfræðingar, að kíkirinn hefði gert morðingjanum kleyft að skjóta hraðar og nákvæm ar. Það er niðurstaða nefndarinn- ar, að Oswald hafi getað framið morðið með rifflinum. Orðrómur: Tegundarheiti riff- ilsins, sem notaður var við morð- ið stóð á honum. Þess vegna hefðu þeir, sem fundu riffilinn á gólfi SkólabókageymVkvnnar átt að geta séð af hvaða tegund hann var. Niðurstaða: Þótt riffill sé skoð- aður, þarf ekki að sjást hver fram- leiðandinn er. Á riffilinn er greypt, að hann sé framleiddur á Ítalíu. Fritz höfuðsmaður og Day lautinant, sem handléku hann fyrst, sögðu af hvaða gerð hann væri. Orðrómur: Riffillinn, sem fannst á sjöttu hæð Skólabóka- geymslunnar, var talinn vera Mauser 7.65. Þetta var skoðun mannsins, sem fann hann, Sey- mour Witzman. Niðurstaða: Witzman, sem í fyrstu taldi, að riffillinn væri af Mauser gerð, og Eug'ene Boon, lögreglufulltrúi fundu riffilinn. Hann rétt leit á hann og sá, að hann var með hleðslubolta, og taldi að þetta væri Mauser riff- ill, sem er mjög svipaður Mann- licher-Carcano riffli. Sérfræðing- ar á rannsóknarstofu lögreglunn- ar kváðu síðar upp þann úrskurð, að þetta væri ítalskur riffill með hlaupvíddinni 6,5. hins örugga og trausta sveitar- stjórnarmanns sem í öllu vildi heiil og hag sveitarfélaganna. Tómas Jónsson, var kvæntur Sigríði Thoroddsen dóttur Sigurð ar Thoroddsen, verkfræðings og yfirkennara og Maríu Claessens. Þau eignuðust fimm börn: Maríu, sem gift er Þórði Gröndal verk- fræðingi, Jón, lögreglustjóri í Bol- ungarvík, sem kvæntur er Sigur- laugu Jóhannesdóttur. Sigurð, við slciptafræðing, sem kvæntur er Rannveigu Gunnarsdóttur. Krist- ínu, gift Jóhannesi Sigvaldasyni búfræðikandidat og Herdís, sem stundar nám í Menntaskólanum í Reykjavík. Með fráfalli Tómasar Jónssonar er mikill harmur kveðinn að fjöl- skyldu hans, og vil ég ljúka þess- um línum með þvi að votta frú Sigríði og börnum hennar inni- lega hluttekningu mína og fjöl- skyldu minnar um leið og ég þakka Tómasi Jónssyni samstarf og vináttu liðinna ára. Jónas Guðmundsson Dansskóli Heiðars Ástvaldssonar Síöasti iBinritunardagurinn er í dag, miðvikudaginn 30. sept. Innritun: Reykjavík. í síma 1-01-18 og 3-35-09 frá 2—7. wHjlfíKlf Kópavogur. í síma 1-01-18 frá 10 f. h. — 2 e. h. og 20 Hafnarfjörður. í síma 1-01-18 frá 10 f. h. — 2 é. h. og 20 Keflavík. í síma 2097 frá 3 — 7. 22. 22. Minningarorð Framhald af 5 *íðu fyrst og fremst fulltrúi Reykjavík ur hjá Sambandi íslenzkra sveit- arfélaga, en raunsæi hans var svo mikið og hann hafði svo full- kominn skilning á hlutverki sínu. að enda þótt Reykjavík yrði stund- um að færa fórnir í samtökum sveitarfélaganna skildi hann að það var ekki síður í hennar þágu, að samstarf og vinátta skapaðist milli sveitarfélaganna. Samband íslenzkra sveitarfélaga hefur nú slitið barnsskónum og er orðið þýðingarmikið tæki í nýrri sókn sveitarfélaganna til að búa íbúum sínum sem bezt og farsæl- ust lífskjör. Tómasi Jónssyni ber ekki sízt að þakka það, sem áunn- izt hefur, því hinn sanni Reykvík- ingur, som hann var, og hinn sanni fulltrúi höfuðborgarinnar hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga, var hann þó fyrst og fremst hinn sanni sveitarstjómarmaður, sem leit á það sem skyldu sína að leysa málin með hag heildarinnar fyrir augum. Fyrir störfin í þágu Sambands íslenzkra sveitarfélaga endurtek ég nú þær þakkir, sem ég færði Tómasi Jónssyni á landsþingi sambandsins fyrir rúmu ári síð- an, og allir þingfulltrúar tóku und ir, og ég veit að hans mun ávallt verða minnzt meðal íslenzkra og erlendra - sVeitarstjórnarmanna, sem honum urðu þar samferða sem Vijja stuðla að (Framheld af 7 sifln) nótur fyrir stærri samsetningar. Það hefur sem sagt farið vax- andi á undanförnum árum, að nota þessi hljóðfæri, munnhörp'u, gít- ar og harmóniku til alls konar a'.þjóðlegra músikiðkana. Hvað gítarinn og harmón- ikuna snertir hefur oft verið sannað, að þessi hljóðfæri geta gegnt þýðingarmiklum lilutverk- um, en það þarf mikla æfingu og tækni til þess að geta spilað vel á þau ekki síður en önnur. En til þessa hafa þau ekki notið verð- skuldaðrar virðingar, en verið notuð á léttari máta, og mögu- leikar þeirra eklci nýttir til hlít- ar. Öðru máli er að gegna með fiðluna, sem er ekki nema fjögurra strengja hljóðfæri, en möguleikar hennar hafa verið nýttir ttl hins ítrasta. Fiðlan er eitt af meist- arahljóðfærunum og einn af með- limum í strokhljóðfærafjölskyld- unni sem er undirstaða allra synfóníuhljómsveita. — Er skólinn fullskipaður? — Ennþá vantar í nokkrar deildirnar, en sumar þegar full- skipaðar. -— Hvað viltu segja um almenna tónlistariðkun á íslandi? — Um aldamótin var hér mik- ið um músiklíf víða í heimahús- um. Mikið um söng og orgelleik, sem hefur liorfið og lítið komið í staðinn, nema ef vera skyldi dans og dægurlög a£ léttustu gerð. Þessu er öðru vísi farið með aðrar þjóðir, sem hafa varðveitt heimilis og alþýðumúsik sína, allt til þessa dags og haldið henni við. Þó að við höfum útvarp og sjón- varp er það ekki afsökun fyrir því að leggja þetta til hliðar, — þennan menningarauka heimil- anna. — Og að lokum vildi ég segja þetta: — Við viljum stuðla að aukinni alþýðumúsik í heima- húsum og styðja fólk til að stunda músiknám. Sér í lagi beinum við orðum okkar til alþýðunnar í verkalýðsfélögunum, en við leggj- ura sérstaka áherzlu a, að fá sem flest verkalýðsfélög með okkur og fá þau til að líta á . skólann sem sína eigin stofnun. jtJO 30. sept. 1964 —f ALÞ.YÐUBLABIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.