Alþýðublaðið - 30.09.1964, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.09.1964, Blaðsíða 5
IVIinmfRgarorð: TÓMAS JÓNSSON borgarlögmaður Föstudagsmorguninn 25. sept- ember sl. barst sú fregn að Tómas Jónsson, borgarlögmaður í Reykja vík, væri látinn — hefðj látizt dag inn áður. Þó allir þeir, sem vel þekktu til um heilsufar Tómasar Jónssonar, vissu, að við þessum tíðindum mátti raunar búast hvenær sem væri, þar sem heilsu hanns hafði farið mjög hnignandi síðustu árin, var samt erfitt að trúa því, að hann væri nú horfinn fyrir fullt Og allt. Við höfum verið nágrann ar og sézt svo að kalla daglega í 17 ár, og því var það dálítið undar legt að eiga nú ekki eftir að sjá Tómas Jónsson eða m'æta honum á gangstéttunum hérna við Víði- melinn. En þetta er nú staðreynd in, og henni verður ekki breytt. Tómas- Jónsson borgarlögmaður var Reykvíkingur. Hann fæddist I Reykjavík 9. júlí árið 1900, son- iir hjónanna Jóns bónda Tómas- sonar og Kristínar Magnúsdóttur. Tómas gekk í Menntaskólann í Reykjavík og lauk stúdentsprófi 1920 og lögfræðiprófi frá Háskóla íslands 1926. Frá ,1926 til 1934 starfaði hann sem fulltrúi á skrif stofu Lárusar Fjeldsteds hæsta- réttarlögmanns. Árið 1934 var hann skipaður borgarritari í Reykjavík til ársins 1957, en þá varð hann borgarlögmaður í Reykjavík — einnig fyrsti maður- inn, sem gegndi þvi starfi — og það mikilvæga embætti hafði Tóm as Jónsson á hendi til dauðadags. Eins og ljóst er af þessu yfirliti um störf Tómasar Jónssonar gegndi hann tveimur mikilvæg- ustu embættum Reykjavíkurborg- ar í samfleytt 30 ár. Hann mun því, þrátt fyrir að hann náði að- eins 64 ára aldri, vera einn þeirra manna, sem lengst og samfelldast hefir gegnt opinberu starfi í þágu sveitarfélags hérlendis. Um störf Tómasar Jónssonar í þágu Reykjavíkurborgar ætla ég ekki að skrifa margt. Þann þátt í | starfsferli hans munu aðrir rekja J nánar og af meiri kunnugleika. ; Engum getur þó dulizt, að sá mað- ur, sem um þrjátiu ára skeið fjall- aðf með nokkrum hætti um svo að kalla alla þætti hinnar ört vax- andi höfuðborgar íslands — en hún stækkaði á starfstíma Tóm- asar Jónssonar úr 56 þúsund í 76 þúsund íbúa, — hefur ekki ver- ið neinn meðalmaður um hæfi- leika og starfsþrek né þekkingu á hinum margslungnu, erfiðu og síbreytilegu vandamálum og við- fangsefnum sveitarfélaganna. Ekki man ég það nú, hvenær fundum okkar Tómasar Jónsonar fyrst bar saman. En þegar hann var fyrst kjörinn á landsþing Sam bands íslenzkra sveitarfélaga árið 1948 og í stjórn þeirra samtaka árið 1950, hófust kynni okkar og samstarf sem hélzt óslitið síðan. Þegar litið er nú um öxl til árs- ins 1959, yfir fjórtán ára tímabil, er erfitt að gera sér í hugarlund, Tómas Jónsson hve allt er breytt frá því, sem þá var. Samband íslénzkra sveitarfél- aga var þá aðeins 5 ára gamalt, lít ils megnugt og misskilið af flest- um. Hreppápólitíkin var þá í al- gleymingi á íslandi, og hin veika rödd Sambands íslenzkra sveitar- félaga var eina hljóðið, sem heyrðist um samstarf og sam- stöðu sveitarfélaganna í landinu gegn sundurþykki og úlfúð milli þeirra. Reykjavík fór ekki var- hluta í þeim viðskiptum enda stundum engri linkind þar að mæta. Þannig var ástatt þegar Tómas Jónsson var kosinn í stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga 3 Þingvöllum 27. ágúst 1950. Hann var þá kjörinn varaformaður sam bandsins og var það óslitið frá þeim degi og til 24. ágúst 1963 e* hann baðst undan endurkosningi» vegna heilsubrests þess, sem mí hefur lagt hann að veili. Tómaa Jónsson var í 13 ár nánasti sam« starfsmaður minn að málum Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga sýndi þar sömu festuna, einbeittn ina og dugnaðinn þegnr þesa þurfti við, eiris og komu fram i störfum hans hjá Reykjavíkur- borg. Hér skulu ekki rakin þau störf, 'em unnin hafa verið á veguirí Sambands íslenzkra sveitarfélaga og Tómas Jónsson hefúr átt sinrv mikla þátt í að leysa. Þeirra verij ur getið nánar annars staðar, þaí sem hans verður minnzt sérstak- lega vegna þátttöku sinnar í rnál*> efnum sambandsins. Það skal þó sagt, að þegar 3 reyndi og sigla varð þrönga- leið milli skers og báru þar senv- annarsvegar voru raunverulegi*• eða ímyndaðir hagsmunir Reykja- víkur og hins vegar raunverulegif eða ímyndaðir hagsmunir ann- arra sveitarfélaga, var oftst eng- inn lagnari að finna „hinn gullna meðalveg“ en Tómas Jónsson eg oft urðu tillögur lians það, sem út- slitunum réði. Tómas Jónsson var Framhald & síðu 10. I „Þetta veröur allt annaö líf hjá okkur" frá gangstéttum og ýmsu öðru sagði Kristján vejrKstjóri að lokum. - Þetta er stórviðburður Iijá okkur. Við höfum lengi beðið eftir að þessi dagur rynni upp, sagði Sigurður Ingi Sigurðs- son oddviti, þegar blaðið náðl tali af honum á skrifstofu Sel- fosshrepps í dag. - Við gerðum okkur vonir um að hægt yrði að býrjá fyrr á Framh. á 13. síðu. Sigurður Ingi Sigurðsson Kristjan Finnbogason, v verkstjóri-Selfosshrepps gangi á Selfossi. sem fór austur í dag náði tali af verkstjóra Selfosslirepps, Kristjáni Finnbogasyni, sem stjórriáð hefur Undirbúriings- framkvæmdum, fyrir þetta mikla Verk. Sagði Kristján, að undir- búningur fyrir þessar fram- kvæmdir hefðu staðið lengi, og mætti segja, að hann hefði hafizt í apríl eða maí í vor. Þá var byrjað að léggja allar þær lciðslur, seiri nauðsynlegar eru í hverja götu og hefði verið mikið verk, að ganga frá þeim hlutá verksins. Þegar því var lokið í byrjun júní, var farið að skipta urri jarðveg í götunum, mold flutt burt en möl sett í staðinn. Núna nýlega hafi undirbún- íngnum verið lokið og mal- bikunin hefjist svo í dag. Malbikunin er að vísu ekki lokatákmarkið, því að eftir að henni er lokið á eftir að ganga Reykjavík, 28. sept. ÓR. í dag var mikið um að vera ú Selfossi. Þar voru að hefjast miklar malbikunarframkvæmd- ir, sem eru merkisviðburður á sinn hátt. Sá vegarhluti, sem verið var að malbika er þjóð- vegurinn í gegn um Selfoss, en samkvæmt nýju vegalögunum greiðir ríkið mikinn hluta kost- naðar við slíkar framkvæmdir. Stórvirkar vélar, sem Reykja- víkurborg á, voru þarna að verki, og fjöldi manns fylgdist af áhuga með. Allt efni til mal- bikunarinnar var flutt alla léið frá Reykjavík. Fjöldi stórra flutningabíla var á ferð allan daginn með rjúkandi malbik austur fyrir fjall. Flestir tóku bílarnir um 10 tonn af malbiki og var segl breytt yfir það á leiðinni til að halda því í hit- anum, svo að það harðnaði ekki Blaðamaður frá Alþýðublaðinu, Malbikunin í fullum illllllllIllimiiiiiitiiKiiiniiiiHiiinin,ni,iiiiiiiilin„ii,iiiii iiirnrliiiiiiiiiiiillliiMiiiiillllMtlllllilllllimillHiiiiillllllllHMMlllliimiiiiiiiiHiliiiiiiiiiHl llilliiMmiimimmmilimmmmimiimiimmmilllimimmmmimmmmmimmmmiiiimmiiimimimimiiimim imiitmttiiiMimiMm»ii ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 30. sept. 1964 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.