Alþýðublaðið - 30.09.1964, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 30.09.1964, Blaðsíða 8
ÞJÓÐSÖGUR hafa ávallt myndazt um hin örlagaríku morð sögunnar. Orðrómur og sögusagnir um morð Abraham Lincolns, sem enn birtast, urðu að mestu leyti til fyrstu mánuði eftir dauða hans. Sé nokkuð dularfullt við slíka örlagaatburði, stafar misskilningur oft frá æsifréttum og hugarburði. Þar eð vitnisburð Lee Harvey Oswalds vantaði, hefur reynzt nauðsynlegt að endursegja ná- kvæmlega allar þær staðreyndir, sem leiddu nefndina til þeirrar niffurstöðu, að Oswald hefði myrt Kennedy forseta, gert það einn og án ráða eða aðstoðar. Nefnd- . in hefur ekki fundið neinar gild- .|ar líkur fyrir því, að hann hafi Verið þátttakandi í neins konar samsæri, erlendu eða innlendu. lEkki fundust heldur neinar sann- . anir fyrir því, að hann hefði neitt aamband við neinn glæpamann eða aðila í glæpaheiminum eða að hann hafi neitt samband haft við morðingja sinn, Jaek Ruby, nema sem fórnardýr hans. Allar upplýsingar um þessi atriði hafa verið raktar mjög ýtarlega í skýrsl junni. Nefndin hefur að auki athugað ihinar ýmsu tilgátur, orðróm og vangaveltur, sem hafa til orðið vegna hinna sorglegu atburða 22,- Í24. nóvember 1963. Er viðurkennt að almannadómur um atburðina hefur að minnsta kosti að nokkru íeyti orðið fyrir áhrifum þessara sögusagna. t Margt hefur verið spurt um ■varðandi staðreyndir málsins af einlægri undrun eða vegna rangra upplýsinga, sem fram komu í sum- um fyrstu fréttunum vegna hraða viðburða þessa þrjá daga. Mest- allur orðrómur og mestallar til- raunir almennings til að gera sér grein fyrir viðburðum þessum snérust um þessar höfuðspurning- ar: Var Lee Harvey Oswald hinn raunverulegi morðingi forsetans? Hvers vegna framdi hann morð- ið? Hafði hann nokkra samverka- menn? Og hvers vegna skaut Ruby Oswald? Margar þær hugmyndir og tilgátur, sem fram hafa komið, hafa byggzt á grundvelli, sem nefndin hefur talið verðskulda gagngerða rannsókn. Margt það fólk, sem var við- statt forsetamorðið og dráp Os- walds eða var í næsta nágrenni, hefur átt upptök að ólíkum og oft andstæðum upplýsingum. Eins og við má búast við slikar að- stæður, sáu mörg þessara vitna eða heyrðu ekki það sama, eða túlkuðu ekki á sama hátt það, sem þau sáu eða heyrðu, og mörg breyttu frásögnum sínum, þegar þau endurtóku þær. Að auki voru vitnin yfirheyrð af ólíkum aðilum á óiíkum tímum við aðstæður, sem gerðu nákvæma frásögn mjög erfiða. Jafnvel það fólk, sem var í bif- reiðum í fylgd forsetans, var ekki allt sammála í frásögnum sín- um, því að það sá líka allt og heyrði frá ólíkum sjónarhólum. Að auki varð það fólk, sem næst varð morðinu, fyrir andlegri og líkamlegri áreynslu, sem hafði tií- hneigingu til áhrifa á það, sem fólkið taldi sig hafa séð og heyrt. Af öllum þessum sökum var mik- ið af röngum upplýsingum í þeim fregnum, sem bárust frá Dallas. Að nokkru leyti var þetta óhjá- kvæmilegt, en hin mikla og end- urtekna útbreiðsla jafnvel á minnstu fréttum af morði forset- ans hefur stuðlað að miklum fjölda rangra ályktana. Þá hefur það enn aukið á fjölda órökstuddra hug- mynda, hvernig yfirvöld borgar- innar létu frá sér fara upplýsing- ar um rannsóknina, jafnvel áður en unnt var að reyna sannleiks- gildi þeirra. Prentvillur og mis- tök í segulbandsupptökum hafa valdið skekkjum, og sumar þeirra hafa verið prentaðár án leiðrétt- ingar allt til birtingar þessarar skýrslu. Mikið af tilgátum þeim, sem verið hafa á kreiki síðan 22.-24. nóvember, hafa verið settar fram af fólki, sem venjulega talaði í góðri trú. Sumar skekkjur hafa einfaldlega stafað af ófullkom- inni þekkingu á viðburðunum. í þeim flokki eru yfirlýsingar lækn- anna við Parkland sjúkrahúsið, en þeir voru við dánarbeð forset- ans og lýstu sárum hans fyrir blaðamönnum á eftir. Staðreynd- ir varðandi • sárin komu ekki: í Ijós fyrr en við krufningu, sem lokið var fyrir næsta morgun. Nú er það eðlilegur þáttur í rann- sóknum að leiðrétta fyrri fullyrð- ingar um staðreyndir á grundvelli síðari og fyllri athugunar. En þáð er ekki oft, sem slík rannsókn fer fram í hinu sterka ljósi heims 8 30. sept. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ frétta, og leiðréttingar, sem síðar •koma fram, eiga erfitt með að hlaupa uppi hinar upphaflegu æsifréttir. Til er enn einn þáttur tilgátu og orðróms, sem gerði verk nefnd- arinnar flóknara og umsvifameira. Allmargt fólk þóttist hafa séð Os- wald eða Ruby á ýmsum stöðum og ýmsum tíma í Bandaríkjunum eða erlendis. Aðrir þóttust hafa séð í sjónvarpi næstu daga eftir morðið ýmis mikilsverð atvik.sem enginn annar hefði tekið eftir. Enn aðrir héldu vegna myhdar, sem víða var birt, að Oswald hefði verið á tröppum Skólabókageymslu Texas, þegar forsetinn var skot- inn. Um allt land skýrði fólk frá orðum, sem það hafði heyrt, sam- tölum, ógnunum, spádómum og skoðunum, sem því virtist hafa einhverja þýðingu í sambandi við morðið. Margt fólk sagði blöðum eða sjónvarpi fyrst frá hugmynd- um símim eða „upplýsingum frá fyrstu hendi.“ Ýmsir breyttu frá- sögnum sínum síðar, þegar þeir voru yfirheyrðir af opinberum rannsóknaraðilum, Rannsóknarstofnanir Banda- ríkjanna eyddu miklum tíma í að athuga slík vitni. Rannsóknin á miklum fjölda sögusagna og til- gátna náði til nálega allra lands- hluta í Bandaríkjunum og flestra hinna meginlandanna. Starf nefndarinnar var einnig torveldað af vitnum og öðrum, sem vöru riðnir við rannsóknina, en seldu til birtingar upplýsing- ar, er snertu málið. Þetta fólk seldi stundum myndir og skjöl, stundum endurminningar, oft áð- ur en nefndin hafði tækifæri til að yfirheyra það. Sumu af þeim upplýsingum, sem var þannig birt, var breytt frá upphaflegri mynd og veittu þær almenningi rangar hugmyndir. Þegar slíkar upplýs- ingar voru birtar í smáum skömmt um, oft ýktar eða rifnar úr sam- hengi, komu þær af stað nýjum hugarórum og héldu- við lýði þeim, sem fyrir voru. Þessi starf- semi olli nefndinni erfiðleikum og var lítill greiði við almenning. Þessari grein er ætlað að leið- rétta útbreiddustu villur varðandi staðreyndir. Falskar eða óná- kvæmar tilgátur varðandi inorðið og skylda atburði eða settar við hlið yfirlit-s um það, sem nefnd- in telur vera rétt. Tilgáturnar eru teknar til meðferðar undir eftirfarandi fyrirsögnum: 1. Hvaðan komu skotin? 2. Hver var morðinginn? 3. Ferðir Oswalds frá kl. 12.33 til 1:15 hinn 22. nóvember 1963. 4. Morð Tippit lögreglumanns. 5. Oswald eftir handtökuna. 6. Oswald í Sovétríkjunum. 7. Ferð Oswalds til Mexíkó- borgar. 8. Oswald og amerískar stjórn- ardeildir. 9. Um þátttöku í samsærum. 10. Ýmsar ákærur. Hvaðan komu skotin? Til eru tilgátur þess efnis, að sum eða öll þeirra skota, sem miðað var á Kennedy forseta eða Conally ríkisstjóra, hafi komið frá járnbrautarbrúnni, þegar for- setabifreiðin nálgaðist hana, eða frá einhverjum öðrum stað en Skólabókageymslu Texas. Þessar tilgátur hafa verið studdar með ýmsum fullyrðingum, sem nefnd- in hefur athugað vandlega, meðan á rannsókninni stóð, og hafnað sem tilhæfulausum. Þessar til- gátur verða taldar upp hér á eftir með niðurstöðum nefndarinnar. Orðrómur: Skotin, sem drápu for setann, komu frá járnbrautar- brúnni yfir hinn þrefalda veg. Niðurstaða. Kúlurnar, sem hittu háls og höfuð forsetans og særðu Connally ríkisstjóra, komu aftan og ofan frá. Ekkert bendir til þess, að skotið hafi verið að forsetanum frá nein- um öðrum stað en Skólabygg- ingunni. Orðrómur: Engir verðir voru á járnbrautarbrúnni 27. nóvem- ber. Niðurstaða: Hinn 22. nóvember voru tveir Dallas lögreglumenn á verði á járnbrautarbrúnni, þeir J. W. Foster og J. C. White, lögregluþjónar. Þeir hafa stað- fest, að þeir hafi aðeins hleypt starfsliði járnbrautanna út á brúna. OrðrómuriTil eru vitni.sem telja, að skotin hafi komið frá járn- brautabrúnni. Niðurstaða: Nefndin veit ekki um nein vitni, sem sáu skotum hleypt af frá brúnni. Framburð- ur og yfirlýsingar hinna tveggja lögregluþjóna og þrettán járn- brautarstarfsmanna, sém voru á brúnni, staðfesta, að engum skotum var hleypt af á brúnni. Flest þessara vitna, sem nefndu uppruna skotanna, töldu, að þau hefðu komið frá Elm og Houston strætum. Orðrómur: Riffilskothylki fannst á brúnni. Niðurstaða-.Ekkert skothylki neins konar fannst á brúnni og ekkert vitni hefur gefið sig fram með upplýsingar um að hafa fundið skothylki. Orðrómur: Vitni að morðinu hef- ur borið, að það hafi séð mann hlaupa á bak við steinvegg brú- arinnar og hverfa. Niðurstaða: Frú Jean L. Hill bar, að hún hefði eftir að skotunum linnti séð hvítan mann í brún- um frakka og með hatt hlaupa í vesturátt í'rá Bókageymslunni í áttina til járnbrautarteinanna. Rannsakaðar voru allar kvikmynd ir, sem til voru af svæðinu eft- ir skotin, kannaður hefur verið á ný vitnisburður einstaklinga, sem voru í nágrenni við morð- staðinn, starfsmenn Dallas lög- reglunnaf' og hreppslögreglunn- ar, en engin staðfesting fékkst á framburði frú Hill og eng- ar upplýsingar fengust um maim- inn, sem frú Hill lýsti. Orðrómur: Þegar eftir skotlaríð- ina sást lögreglumaður af mót- orhjóli hlaupa upp grasbrekku til hægri við skotstaðinn, og veitti hann eftirför manni og: konu, sem reyndu að flýja a£ brúnni. Niðurstaða: Engin vitni hafa nokkru sinni haldið þessu fram og ekkert styður þennan frám- burð. Lögregluþjónn, Clyde A. Haygood, steig af mótorhjól! á götunni og liljóp upp brekkuna. Hann bar, að hann hefði engan séð hlaupa af brúnni. Síðar, kl. 12:37 síðdegis gaf hann skýrslu um að skotin hefðu komið frá Skólabókageymslu Texas. Orðrómur: Skotið var á forset- ann og Conally ríkisstjóra fleiri en þrem kúlum, ef til vill fimm eða sex. Niðurstaða: Allur þorri upplýs- inga bendir til þess, að þrem kúlum hafi verið skotið, en af þeim hittu tvær Kennedy forseta. Sérfræðingar hafa borið fram sannfærandi skoðanir þess efn- is, að eitt þessara tveggja skota hafi einnig komið í Conally rík- isstjóra. Nokkur vitni töldu sig heyra fleiri en þrjú skot, en mikill meirihluti þeirra heyrði aðeins þrjú skot. Orðrómur: Að minnsta kosti fjór- ar eða fimm kúlur hafa fundizt. Niðurstaða: Eftir morðið fundust málmleifar af kúlum. Meðal þeirra var næstum heil kúla, — 158,6 „grain” (0,065 grömm hvert Byssan, sem Oswald framdi ódæðið með.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.