Alþýðublaðið - 30.09.1964, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.09.1964, Blaðsíða 6
AUGUN ERU SPEG- ILE SALARINNAR AUGUN eru spegill sálarinnar, Segir einhvers staðar, — og allir hafa víst reynzluna af því, að sjá má af tilliti manna, hvern hug þeir bera til náungans. — Ýmis- íegt af því fornkveðna þykja nú kerlingabækur einar, en margt er fneira í því sem hinir gömlu kváðu, én grunnhyggnir nútímamenn halda. , Vísindamenn við Chicago-há- sköia hafa nú gert þá uppgötvun, að augasteinninn stækkar, þegar - Við hoi-fum á einhvern, sem okkur geðjast að, — en dregst saman, þegar við beinum augum okkar að einhverjum, sem okkur fe21ur ekki í geð. Frá þessum niðurstöðum var skýrt á sálfræðingaþingi í Los Angeles nýlega. Prófessorinn, sem skýrði frá þessari uppgötvun, sagði, að þessi samdráttur og út- víkkun væri ólíkt og annars eðlis, — en þegar svipað gerist i birtu og myrkri. Þessum hreyfingum væri stjórnað af mismunandi taugastöðvum. Prófessorinn gerði tilraunir með 34 stúdenta. Hann spurði þá fyrst, hvort þeir væru fylgjendur Johnsons eða Goldwaters, sýndi þeim síðan myndir af frambjóð- endunum og þá kom í Ijós, að þriðjungur stúdentanna hafði logið Þessi uppgötvun getur haft mik ig gildi við yfirheyrslur og ann- að slíkt, — þegar miklu varðar að komast að hinu sanna í einhverju máli. Jafnframt staðhæfði prófessor inn, að útvíkkunin væri mismun- andi mikil. Augasteinninn stækk- ar ekki nema um 4-5%, þegar menn sjá eftirlætisstjórnmála mann sinn, en um 41% þegar glæsilegur fulltrúi veika kynsins ber fyrir augu karlmanna. BAK VIÐ TJÖLDIN Danmörk: Hreinasta paradís. Líklega hefur maðurinn ekkl komið til íslands, — en ef til vill mundi umsögnin hljóða á þessa leið. ísland: Aldingarðurinn Eden! ★ í IVÍoskvu er sérlsttijk ljóða- búð, sem er mjög- vinsæl einkum meðal ungá fólksins. Þarna fást Uóð yfir þusund skálda sovézkra og erlendra, og þarna er efnt til stefnumóta ljóðaunnenda og Ijóð- skálda. Skáldin standa oft sjálf á bak við búðarborðið og selja verk sín, skrifa nöfn sín á bækur þeirra sem þess óska og gefa nýgræðing- um góð r áð. ★ SÆNSKA hirðin gaf út opin- bera yfirlýsingu á dögunum þess efnis, að Karl Gustaf krónprins Svíþjóðar hefði ekki tekið þátt í því að kaffæra franska ljósmynd- ara í Aþenu á dögunum. í yfirlýs- ingunni sagði: „Karl Gustaf krón- prins var ekkj nærstaddur, þegar þetta gerðist". Krónprins Sviþjóð ar er nú 18 ára að aldri. JyL ★ Bókaútgáfufyrirtæki eitt í New York hefur gefið út mat- . reiðslubók með 90 uppskriftum að hundamat. ★—★ ★ EFTIK margra ára strit og stapp hlaut hann orðu fyrir starf sitt í verksmiðjunni. Að ajálfsögðu komu blaðamenn og höfðu viðtal við hann: — Hvað eruð þér gamall? — Sextugur. —Og hvað iengi hafið þér nú unnið hér? — 65 ár. — Já, — en það er alsendis ó- mögulegt. — Nú, — ég reikna yfirvinnuna með! ★—★ ★ B'REZKI blaðamaðurinn Art- hur Eperon, sem víða hefur verið, gaf nýlega út eins konar leiðar- vísi um aðstöðu kvenna til daðurs í hinum ýmsu Evrópulöndum. Hér eru glefsur úr bæklingnum: Frakkiand: Konurnar hugsa ekki aðeins um hjónabandið heldur einnig og ekki síður bankabókina. ttalía: Leiðin til altaris er óhugn anlega stutt. Gætið ykkar! Spánn: Daður er útilokað. Jafn- vel þótt hringur sé kominn á hend ina skal gæta fyllztu varkárni. Það á alltaf einhver hnif í ættinni. Þýzkaiand: Land hinna róman- tízku kvenna. Þessar þrjár ungmeyjar sýndu nýmóðins höfuðföt á tízkusýningu í London nýlega. kvæmt, — ef eiginmaðurinn á gamla enska derhúfu! Oneitanlega hag- Danir leyfa allt jboð sem er skemmtilegt Allt, sem er skemmtilegt, er leyfilegt í Danmörku. Svo segir í stærsta vikublaði Vestur-Þýzka- lands, STERN, sem kemur út í nærri tveim milljónum eintaka. Efnisyfirlitinu fylgir mynd af dönskum hjónaleysum, en myndin er helmingi stærri en mynd af Liibke forseta, Erhard sambands- kanzlara, Willy Brandt borgar- stjóra og Konrad Adenauer til samans. Og textinn með dönsku myndinni er svohljóðandi: í Danmörku hefst blóma- skeið ástarinnar snemma. Engum finnst það athugavert, — þvert á móti. Uppeldisfræðingar og lækn ar reyna í þess stað að kenna börnum, h.vernig bezt sé að kom- ast hjá óasskilegum afleiðingum. Inni í blaðinu eru sex síður með myndum af dönskum stúlk- um undir fyrirsögninni: ,,Kyn- þokki um fermingu, — ástin fyrst yfir tvítugt." Og myndatextarnir eru í þessum stíl: Smjör og kex er afdrifaríkast fyrir örlög Danmerkur", „Litla, ríka þjóðin liéfúr engár áhyggjur". „Ástin er orðin að leikfangi". ,Allir ung- lingar hafa peninga handa á milli í velferðarríkinu Danmörku“. Inni í blaðinu eru ennfremur viðtöl við danska rithöfunda, lækna, presta og sálfræðinga tun álit þeirra á danskri æsku. Land- inu er lýst á þann veg, að þar verði yfir >8000 ógiftar stúlkur mæður árlega, en ríkið sjái vel fyrir þeim, — þær getj fengið vist á. sérstökum stofnunum fyrir um 1000 kr. (ísl.) á mánuði, og börn- unum sé komið fyrir á barnaheim- ilum fyrir tæpar 200 kr. (ísl.) ó Iviku, á meðan móðirin vinpur úti. Edel Saunte borgarstjóri er : spurður um ástandið, og að því ! er blaðið segir, telur hann, að hið opinbera verði að taka afleiðing unum af afstöðu æskunnar. Niðurstaða þýzka vikublaðsins , er, að Danmörk sé paradís æsku- | fólks, og birt eru viðtöl við marga | unglinga á aldrinum 46-20 ára, — alla nafngreinda. Ein úr þeirra hópi, sem er af ríku foreldri í JCaupmannahöfn segir svo í blað- j inu: ! — Við höfum einskis frekar að óska. Sjáið þér til. Kannski hef ég meiri peningaráð en aðrar stúlkur á minum aldri vegna þess, | að foreldrar mínir eru ríkir. En i hvað á ég að gera með þessa ■ peninga? Það eru ekki „betri“ :skólar“, ekki „betri sjúkrahús" og ekki „betri elliheimili“ fyrir ríkt fólk í landi okkar. STERN klykkir út með þessu: — Danskir unglingar tala svo hreinskilnislega og sjálfstætt um ástalíf sitt, að manni verður um og ó. Danskt blað sagði frá þessum greinarskrifum þýzka blaðsins fyr ir skömmu, — og Dönum var aug- ljóslega líka um og ó yfir lestr- inum. '★ ÍTALSKA skipið Etna, sem er 10900 lestir að stærð, ér á leið til Tókíó með vistir handa ítölsku íþróttaköppunum, sem taka munu þátt I Olympíuleikunum í Japan. Að sjálfsögðu eru vistirnar að drýgstum hluta spaghetti (makka- rónur). 600 manna áhöfn er á skip inu, — en gert er ráð fyrir, að Etna komi til Jokohama, liafnar horgar Tókíó 4. október. ★—★ ★ SAGT er, að í Mondoro Orien tal héraðinu á Filippseyjum verði sérhver verkamaður að geta sýnt fimm rottuhala, áður en hann fær útborguð mánaðarlaunin. Þetta er liður í baráttunni gegn rottugang ingum þarna í héraðinu, segir í blöðum frá Manilla. ★ FLOKKUR „bitnikka" hreiðr aði um sig í húsi einu, sem Elísa- bet Englandsdrottning á í lijarta Londonar. Síðliærðir piltar og stúlkur í níöþröngum síðbuxum gerðu sig heimakomiu í liúsinu, þar sem margir dýrlegir kvöld- verðir voru lialdnir fyrir fyrir- fólk heimsins á fyrri öld. Unglingarnir höfðu nefniiega komizt á snoðir um, að húsið stóð autt og þótti þá ekkert sjálfsagð- ara en að nota húsaskjólið. Eins og fyrr segir, batt lögreglan skjót- an endi á dýrðina. ★—★ : ★ FRANK Sinatra hefur neyðst til að afþakka tilboð, sem honum hafa borizt um kvikmyndaleik og söng. Sjarmaknippið er nefnilega slæmur á taugum og á að gang- ast undir ýtarlega læknisrann- sókn í haust. $ 30. sept. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.