Alþýðublaðið - 30.09.1964, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.09.1964, Blaðsíða 1
44. árj>:. - Miffvikudagur 30. september 1984 - 222. tbl. GÓÐ SALA HVALFELLS Reykjavik 29. sept. GO. ÞRÍR Reykjavíkurtogarar seldu afla sinn erlendis í gær og í dag, Ingólfur Arnarson seldi í Cuxhav en í gær, 149 tonn fyrir 126,600 mörk, Ilallveig Fróðadóttir í dag á sama stað, 105 tonn fyrir 87, 000 mörk og Hvalfell í Bremerhav en í dag 139 tonn fyrir 136.000 mörk. Sala Hvalfells er mjög góð, enda var skipið með miklið af ufsa og ýsu, sem hvort tveggja er góður sölufiskur á Þýzkalands markaði. Meðalverð á kg. hefur því verið um kr. 10.50. Gottfred Bern■ höft látirm GOTTFRED Bernhöft, stórkaup- tnaður er látinn. Hann lézt s.l. oótt úr hjartasiagi. Þessi kunni horgari fæddist 12. janúar 1905 •g hefur stundað kaupsýslu í Reykjavík í tugi ára. Löndunarbiö er nú eystra Reykjavík 29. sept. GO. NÚ er víðast að skapast löndun arbið eystra, enda verið landburð ur undanfarna sóiarhringa. Helzt er nú pláss í verksmiðjunum á Bakkafirði og Vopnafirði og lítils hátta á Borgarfirði, en skipin fara ógjarna svo langt norður eftir með afiann. Lokið mun þó við ad losa úr flestum þeim skipum sem fengu veiði í fyrrínótt, en útlit er fyr- ir að þau skip, sem fengu veiði í nótt, verði að bíða til morguns eítir löndun, a.m.k. sum hver. Eitthvað af skipum, sem voru hætt veiðum, eru nú að tínast austur aftur. Vitað er um nokkra Reykjavíkur- og Vestmannaeyja báta og í hádegisútvarpinu í dag var auglýst eftir hásetum á Mar gréti frá Siglufirði, sem fara mun austur og halda veiðum áfram. Síðan klukkan 7 í gærmorgun til jafnlengdar í morgun tilkynntu 12 skip um afla sinn, samtals 13, 800 tunnur og mál. Þau voru þessi: Framhald á 13; síðu ANDRITIN YRSTA BANSKA Þ_____________________ Búizt við nýjum átökum Frumvarp í næstu viku (Kaupmannahöfn, sept. NTB). EITT af fyrstu málunum, sem nýkjörið þing í Danmörku mun taka afstöðu til, er afhending mikils hluta norrænu handritanna úr safni Árna Magnússon- ar og Konungsbókhlöðunni til Háskóla íslands. Þar með mun blossa upp á ný harðvítug deila milli vísindamanna og danskra stjórnmálamanna, og óbeint mun Noregur einnig dragast inn í þær deilur. SLÁTRA 7-8 ÞÚS. FJÁR Hólmavík, 29. sept. . JA - HP VEÐUR er nú sæmilegt hér um slóðir og hefur það verið svo und- anfarna viku. Slátrun hófst fyrir háifum mánuði og lýkur um 10. okt. Slátrað er á einum stað, — hjá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar, en þar verður sennilega slátrað sam- tals milli 7 og 8 þús. fjár. Aðrar göngur eru enn eftir, en verða að líkindum um aðra heigi. Heima- bátar eru á handfæraveiðum og með net, en afli hefur verið heldur tregur. Margir í Danmörku halda því fram, að Norðmenn muni bera fram svipaðar kröfur um afhend- ingu handrita, fái íslendingar siun hluta handritanna afhentan. í raun og veru hafði þingið, sem áður sat, samþykkt með 110 at- kvæðum gegn 39 að afhenda ís- lendingum handritin, en lögin um þetta öðlast þó ekki gildi fyrr en nýkjörið þing hefur samþykkt þau að nýju. Er það af þeim sökum, að þriðji hluti þingmannanna æskti þess, að í þessu máli yrði faríð að ákvæðum stjórnarskrárinnar um eignaupptökin. Ríkisstjómin leit ekki svo á, að hér væri um eigna- upptöku að ræða, en beygði sig samt fyrir kröfu þingsins. Hinn nýi fræðslumálaráðherra Danmerkur K. B. Andersen býst við að lögin muni lögð fram 7. október, óbreytt með öllu. Verði lögunum breytt, getur þriðji hluti þingmanna krafizt þess að höfð verði sama málsmeðferð og áður, þ. e. a. s. að Iögin öðlist ekki gildi fyrr en annað þing liefur um þau fjallað. Bent er á, að það flýti fyrir fram kvæmdum dönsku stjórnarinnar í málinu, að næsti fundur Norður- Iandaráðs verði haldinn í Reykja- vík í febrúar. í Reykjavík hefur þegar verið komið á fót stofnun, sem taka skal við handritunum, og er prófessor Einar Ólafur Sveins- son forstöðumaður hennar. Verði afhending handritanna samþykkt á ný, eins og allt bend- ir til, mun málinu líklega ekki þar Kramh a bi,- 4 Varð á milli í kjöthamri Á ÞRIÐJUDAGINN Vildi það slys til í verzluninni Hlíð.akjör, að 18 ára gömul stúlka varð á milli í kjöthamri með þeim afleið ingum að liún slasaðist mikið á hendi. Ekki var hægt að losa hend ina úr hamrinum fyrr en Uamar- inn hafði verið sagaður af. SAIGON, 29. sept. (NTB-Rb.) Nguyen Khan hershöfðingi sagði í Saigon í dag, að hugsanlegt væri að hann segði af sér sem for- sætisráðherra innan tveggja mán- aða. Svör viö spurningum ................. i sammggganB um morðið á Kenne SÍÐAN Kennedy forseti var myrtur í Dallas, hafa komið fram margar og ólikar skýringar á morðinu. í fyrstu héldu sumir, að Sovétríkin eða öllu frekar Castro stæðu á bak við morðið. Aðrir töldu frá upphafi að það væri samsæri öfgamanna til hægri, og margt var nefnt til þar á milli. Fyrir utan slíkar tilgátur hefur verið á kreiki margs konar orð- rómur, kviksögur breiddar út, efasemdum um eitt eða annað verið haldið lifandi. Og síðast en ekki sízt má nefna heiðarlegar vanga veltur fólks, sem fannst hinar opinberu skýringar ekki trúlegar. Eftir skýrslu Warren nefndar- innar virðast þessar efasemdir enn koma fram og eiga án efa eftir að verða lífseigar. En nefndin reyndi að rannsaka hverja bugmynd, hvern orðróm, hverja efasemd. í sérstökum kafla fjallar nefndin um þessi mál og leggur fram niðurstöður sínar. Alþýðubiaðið telur fróðlegt að flytja einmitt þennan knfla skýrslunnar í heild. Birtist fyrsti hlutinn í blaðinu i dag, en fram hald verður næstu tvo daga. Þarna er hinum fræga Buchanan svarað og öðrum af hans sauðar húsi. Lesendur geta dæmt um sjálfir hverjum þeir vilja trúa.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.