Alþýðublaðið - 30.09.1964, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 30.09.1964, Blaðsíða 9
M MOBÐ KENNEDYS grain), brot að þunga 44,6 grain -og 21,0 grains og enn önnur brot of lítil til að hægt sé að telja þau. Þessar málmleifar benda til, að ekki færri en tveim kúlum hafi verið hleypt af. Nefndin telur, að þremur kúlum hafi verið skotið. Orðrómur: Kúla fannst á börum þeim, sem Kennedy forseti not- aði í Parkland sjúkrahúsinu. Niðurstaða: Engin kúla fannst á börunum, sem Kennedy forseti notaði. Næstum heil kúla fannst, þegar hún valt út af börunum, sem Conally ríkisstjóri lá á. Örðrómur: Aðstoðarlögreglustjóri Dallashrepps, E. R. Walthers, fann kúlu í grasi nærri morð- staðnum skömmu síðar. Niðurstaða: Walthers hefur neit- að, að hann hafi nokkra kúlu fundið eða sagt nokkrum manni, að hann hefði fundið kúlu. Hann gerði vandlega leit að slíkri kúlu með öðrum aðstoðar-lögreglu- stjóra 2 eða 3 dogum eftir morð- íð. Orðrómur: Bifreið forsetans stöðvaðist andartak eða nálega stöðvaðist eftir fyrsta skotið. Þetta bendir til þess, að öku- manni hafi fundizt skotin koma að framan og hafi því hikað við að aka undir brúna. Nið'urstaða: Bifreið forsetans stöðvaðist ekki eðá næstum Stöðvaðist eftir fyrsta skotið eða neitt annað skot. Ökumaðurinn William R. Greer, hefur borið, ati hann hafi aukið hraðann eft- Sr það, sem var sennilega annað skotið. Kvikmyndir sýna, að bif- reiðin hægði ferðina andartak eftir fyrsta skotið, en jók síðan ört ferðina. Orðrómur: Bifreið forsetans hafði lítið hringlaga gat eftir byssukúlu á framrúðunni. Þetta er sönnun þess, að skotið var að forsetanum framan við bifreið- ina. Niðurstaða: Það fór engin byssu- kúla gegnum framrúðuna. Smó- brot af blýi fannst innan á gler- inu, en smásprungur utan á glerinu þar á móti. Þetta blý var sennilega frá einni þeirra, sem hittu forsetann, og hefur því komið aftan og ofán frá. Sérfræðingar sýndu fram á, að sprungurnar í glerinu komu frá 'höggi innan á rúðuna. Orðrómur: Sárið á hálsi forsetans stafaði af kúlu, sem skotið var frantan frá að því er læknar Parkland sjúkrahússins héldu fram. Niðurstaða: Læknar Parklands- sjúkrahússins héldu í fyrstu, að .sárið framan á hálsinum gæti annað hvort stafað af kúlu, sem fór þar inn eða kom út, en þeir gerðu enga rannsókn til að skilja á milli slíkra sára. Síðar, þegar skýrslan um krufninguna lá fyr- ir, voru læknarnir á Parkland sammála því, að það hefði verið sár, þar sem kúla kom út. Orðrómur: Það er óhugsandi, að .dæknarnir á Parkland sjúkrahús- inu hafi ekki snúið forsetanum við og tekið eftir kúlusárinu aftan á hálsi hans. Niðurstaða: Parkland-læknarnir hafa staðfest, að forsetinn hafi legið á bakinu, meðan hann var til meðferðar þar í sjúkrahúsinu og þeir hafi ekki snúið honum við. Þeir voru önnum kafnir við að reyna að bjarga lífi hans. Þess vegna urðu þeir ekki varir við sárið aftan ó hálsi hans, fyrr en þeim var sagt frá því síðar. Orðrómur: Fyrsta kúlan hitti for- setann í hólsinn, þegar hann ók eftir Houston stræti í áttina að Skólabókageymslu Texas. Bif- reiðin beygði þá til vinstri á Elm- götu, áður en fleiri kúlum var skotið á forsetann. Niðurstaða. Áður en krufning leiddi í ljós, að skotin komu aftan frá, voru vangaveltur þess efnis, að fyrsta skotinu hefði verið hleypt af, áður en bifreið forsetans beygði inn á Elmgötu. Eins og þessi skýrsla ieiðir í ljós, hittu allar kúlurnar for- setann aftan frá og á því tíma- bili, að það getur ekki samræmzt hugmyndinni um að fyrsta kúlan hafi hitt, meðan bifreiðin var á Houston stræti. Kvikmyndir sýna, að fyrsta kúlan hitti for- setann eftir að bifreiðin hafi beygt inn á Elmgötu og ók frá Bókageymslunni. Morðinginn Tilgátur þess efnis, að Os- Avald hafi ekki getað verið morð- ingi Kennedys forseta, byggjast á margvíslegum fullyrðingum. — Meðal þeirra er sú, að Oswald hafi ekki getað vitað um leið bifreiða- lestarinnar, áður en hann kom til vinnu 22. nóvember, að hann hafi eins getað haldið á gluggatjalda- stöngum í pakkanum sem hann hafði þá með sér, að annað fólk í byggingunni hafi getað skotið úr rifflinum, að Oswald hafi ekki getað skotið á þeim tíma, sem hann hafði, að hann hafi ekki verið nógu góð skytta til að hæfa með rifflinum, að það hafi verið fleira fólk í matstofu Bókageymslunn- ar, þegar M. L. Baker lögreglu- þjónn sá hann, að ekkert vitni hafi getað borið, að Oswald hafi sézt í glugganum. Hver þessara fullyrðinga verður nú rædd í ljósi þess framburðar og þeirra sönn- unargagna, sem nefndin fékk til íhugunar. Orðrómur: Oswald hefði ekki get- að þekkt leið bifreiðalestarinnar, áður en hann kom til vinnu 22. nóvember. Niðurstaða: Leið bifreiðarinnar innar var birt í báðum blöðum Dallas 19. nóvember og ló því fyrir að minnsta kosti 72 stund- um áður en Oswald mætti til vinnu 22. nóvember. Orðrómur: Leiðin, sem sýnd var í blöðunum, var merkt eftir Main stræti undir járnbrautarbrúna, götulengd frá Bókageymslunni. Þess vegna gat Oswald ekki vit- að, að leiðin mundi liggja fram hjá Skólabókageymslu Texas. Niðurstaða: Leiðin, sem birt var sýndi bifreiðalestina beygja af Mainstræti um Houston og síð- an til vinstri á Elmgötu til veg- arins til Stemmons hraðbrautar- innar. Þessi leið var greinilega sýnd í frásögnum og á kortum, sem birt voru um leiðina. Þar var ekki minnzt á, að haldið skyldi áfram eftir Mainstræti til hins þrefalda vegar undir járn- brautabrúna. Orðrómur: Leið bifreiðalestarinn ar var breytt 22. nóvember eftir að kortið hafði verið prentað. Leiðinni var breytt frá Main- stræti yfir til Elmgötu til að hún færi fram hjá Skólabókageymslu Texas. Niðurstaða: Bifreiðaleiðin var á- kveðin 18. nóvember og birt 19. nóvember í Dallas blöðunum. Leiðinni var ekki breytt eftir það. Leiðin gerði ráð fyrir, að bifreiðalestin snéri af Mainstræti eftir Houston upp að Elmgötu og beygja þar inn á Elmgötu. Orðrómur: Eðiilegasta og rökrétt- asta leiðin hefði verið beint nið- ur Mainstræti undir brúna inn á Stemmons hraðbrautina. Það er unnt að aka frá Mainstræti yfir á hliðarbraut við Stemm- ons handan við brúna. Niðurstaða: Hin eðlilega, beina og eina leyfilega leið út á Stimm- °ns hraðbrautina frá Mainstræti er um Houston og Elmgötu. Til- raun til að komast yfir á hliðar- götu Stimmons frá Main handan við brúna hefði reynzt erfið vegna vegarbrúnar, sem skiptir Mainstræti og Elmgötu. Við slíka tilraun hefði orðið að taka S- beygju mjög krappa og hefði bifreið forsetans orðið að hægja á sér eða því nær stöðvast. Orðrómur: Vera má, að Oswald hafi haldið á gluggatjaldastöng- um í brúnum pappír, sem hann sást bera inn í bygginguna, þar eð hann vanhagaði um glugga- tjöld, þar sem hann bjó. Niðurstaða: Samkvæmt fram- burði frú A. C. Johnson, húseig- anda, sem Oswald bjó hjá á Norður-Beekleybraut 1026, voru í herberginu hansagardínur, gluggatjaldastengur og glugga- tjöld, þegar Oswald bjó þar. — Framhald á síðu 10. í skýrslu Warren-nefndarinnar er kafli, þar sem nefndin svarar öllum helztu efasemdum, mótbárum, orðrómi, tilgátum og öðru því, sem fram hefur komið varðandi morð Kennedys forseta. Hér birtist þessi athyglisverði kafli í heild, og geta lesendur dæmt sjálfir, hvort þeir trúa Warremnefndinni eða öðrum. Þetta er spennandi lestur. Hentugar tækifærisgjafir Nýkomið fjölbreytt úrval af smekklegum tækifærisgjöfum frá Danmörku og Finn- landi. Kristján Siggeirsson hf. Laugavegi 13. ... .... ==---=^i Starfsfólk vantar Flakara og pökkunarstúlkur vantar í frysti- húsið Hvammur, Kópavogi. Upplýsingar í síma 41868 og 36286. Fólk vantar til frystihússtarfa FISKUR h.f. Hafnarfirði. — Sími 50-993. SENDISVEINN óskast fyrir hádegi, HAMPIÐJAN H.F. Stakkholti 4. — Sími 11600. Atvinna Tveir duglegir ungir menn óskast til starfa í máln- ingarverksmiðju okkar nú þegar. Upplýsingar á skrifstofunni. Siippféíagiö í Reykjavík h.f. Mýrargötu. — Sími 10123. Lisfdansskóii Guðnýjar Péfursdóffur Reykjavík & Kópavogi Kennsla hefst 5. október næstkomandi. Innritun og upplýsingar frá kl. 1—7 daglega í síma 40-486 — 40-486. Listdansskóli Guð'nýjar Pétursdóttur. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 30. sept. 1964 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.