Alþýðublaðið - 30.09.1964, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 30.09.1964, Blaðsíða 15
sem einhvern tíma kemur að not um. Ég var svolítið móðguð yfir að vera kölluð leikbrúða. — Hvernig veiztu að ég er ekki fórnarlambið? spurði ég. — Þú átt ekki næga peninga til að geta verið fórnardýr ein hvers samsæris, sagði hr. Bar- foot. En hvað með Pétur sjálf- an? ■ — Ó, nei. — Þú meinar, að hann eigi enga peninga? — Hann hefur laun aðstoðar fyrirlesara, byrjaði í október. — Jæja, þá er hann útilokað ur. En hvað með dr. Lindsay? — Ég veit ekki, en ég held hún sé ekkert sérstaklega vel stæð. Pétur sagði mér einu sinni, að hún hefði byrjað að starfa aftur, þegar maður henn ar dó, til þeSs að geta alið önn fyrir Pétri. — Svo að eina ríka fólkið sem til greina kemur, eru Loaders hjónin. Og það minnir mig á, ef ég hugsa tvo mánuði aftur í tímann, að ég held, að ég hafi lesið um nokkra skartgripaþjófn aði í því héraði. — Já, en hvað kemur það Pétri eða Tom við? — Ég hugsaði þetta bara af tilyiljun, sagði hr. Barfoot og tók upp eina af steinvölunum sín um og fór höndum um hana ann árs hugar. En við skulum athuga, hvað Ivy og Sandra ætla sér. Heldurðu ekki, að trúlegast sé. að það eigi að nota það, hvað Pétur er líkur Tom, á einhvern hátt, méð eða án vitneskju Pét- úrs? Pétur vaéri' kannske meðal fólks, á meðan Tóm stundaði ein , hver myrkraverk. Og þeim get ur hafa fpndízt, að þau hefðu meira vald yfir Pétri, ef liann héldi, að þær væru móðir hans og systir. Skyldu þær hafa séð, . að hann kokgleypti eklci? — Ég held ekki, sagði ég. — Ég sá það ekki sjálf, fyrr en ..hann sagöi mér það. — Og pú getur hann vérið að segja Tom það. framkvæma flókna helgisiði ann ars yrðu þau að öpum. — Hvernig stendur á, að þú veizt öll þessi ósköp um tví- bura? spurði ég. — Ég veit margt um alls kon ar hluti, sagði hr. Barfoot, — sem gæti afsannað þá hjátrú að vizka sé vald. Hvaða völd hef ég? Nógu mikil til að geta sagt að það verður ekki fiskbúðing- ur . . . Ah, þarna kemur Lucy, svo vertu viðbúin að mæta örlög um þínum. Dyrnar opnuðust og frú Bar- foot haltraði inn til að sækja okkur til að borða kvöldverð í eldhúsinu. 17 Fiskibúðingurinn var mjög ljúffengur, eins og ég hafði vit að fyrirfram, og hr. Barfoot hrósaði honum, án þess greini- lega að muna nokkuð eftir því, sem hann hafði spáð, en kona hans, lítil og feitlagin með hvítt hárið vafið kæruleysislega upp í hnút, sem eins og venjulega var ótilhafður, brosti blíðlega við hrósyrðum hans. Brosti og hlustaði miklu betur á fuglana sína í búrjnU fyrir ofan vask- inn, heldur en á manninn sinn eða mig. Þegar vKð vorum búin að borða, þvoðum við frú Barfoot upp, en hr. Barfoot hitaði te. Þetta var að mestu gert í þögn, en allt i einu sagði frú Bar- foot. — Við Dániel giftum okkur líka, þegar við höfðum aðeins þekkzt í mánuð, en auðvitað var það á stríðstímum. En samt sögðu allir að við værum kján- ar. — Við vorum það líka, sagði hr. Barfoot. Það er betra að vera varkár í svona málum. — Já, sagði hún samþykkj- andi. ■— En það er of seint að segja Önnu það. Hann tók utan um mittið á konu sinni og kyssti hana á eyrað. — Anna var að velja einn af steinunum mínum í brúðargjöf, sagði hann. Ég er upp með mér. — Hlustaðu ekki á liann, góða mín, sagði frú Barfoot. Við skul- um gefa þér eitthvað fallegt. Hvað langar þig helzt í? Silfur? Lín? Garðsláttuvél? Við þetta varð mér einkennilega innan- brjósts, því að ég hafði ekki enn hugsað um samband okkar Pét- urs eins og það myndi hafa í för með sér einhvern ábata á bessu sviði. Ég sagði, að ef til vill væri betra að ég ræddi við hann áður en ég svaraði. Ég ætl- aði ekki að gera það þarna um kvöldið, því ég bjóst ekki við að hitta hann fyrr en mjög seint. Þótt ég færi snemma frá Barfoot hjónunum, þvi ég vissi að þau V’ldu helzt ganga snemma til hvílu, þá var Pétur þegar kom- inn lieim, þegar ég kom. Hann sat og var að glugga í plögg sín og nagaði blýant. Hann var dá- lítið gremjulegur á svipinn og virtist jafnvel svolítið áhyggju- fullur. — Hvar hefur þú verið? spurði hann. — Ég fór til Barfoot-hjónanna, svaraði ég. — Ef ég hefði vitað að þú mundir koma svona snemma heim, hefði ég skilið eft ir skilaboð. — Hvaða fólk er nú það? spurði hann eins og ég hefði al- drei minnzt á þau fyrr. — Ég hef oft sagt þér frá þeim, sagði ég. — Ég hélt að þú yrðir með Tom í allt kvöld. — Ég minnist þess ekki, að þú hafir nokru sinni minnzt á þessi hjón,. sagði Pétur. — Hvers vegna þurftirðu endilega að heim sækja þau í kvöld? — Ég hef oft sagt þér frá þeim endurtók ég. — Þú hefur þá bara ekki hlustað á mig. — Hvað viltu helzt fá í brúðargjöf frá þeim? Lín, silfur, eða garðsláttuvél? — Garðsláttuvél. svaraði hann. — Já, en við höfum engan garðinn, sagði ég. — Það er alltaf hægt að nota vélina úr svona sláttuvélum til einhvers. Hvar á þetta vinafólk þitt heima? — Ég hef oft sagt þér það, þau eiga heima í Hendon. Það virðist ekkr hafa komið þér i sérstaklega gott skap að fara út með Tom. Hvað skeði? — Ég var ekki úti með Tom. — Fóruð þið þá ekki eða hvað? — Ég fór. Hann kom aldrei. Sandra kom í hans stað. Ég hef SÆNGUR Endurnýjum gömlu sængurnar. Seljum dún- og fiðurheld ver. NÝJA FJÐURHBEINSUNIN ! Hverflsgötu 57A. Sáxnl 16738. átt stórkostlegt kvöld með henni t litlu systur minni. i Ég lagði af stað fram í eld-i húsið og ætlaði að hita kaffi, en stanzaði í dyrunum. — Hvaðí; skeði? 1 ,1 Pétur glotti. — Ég fór á krána í Paddington. Ég var svolítið. snemma í því, en þegar ég hafði beðið í um það bil tíu minútur kom Sandra, og sagði að sér þætti það afskaplega leitt, en Tom hefði verið sendur norður ' aftur. Ég bauð henni upp á drykk, hún kvaðst gjarnan vilja eitthvað að drekka, en þó ekki þarna. Henni geðjaðist ekki að kránni. Við fórum því á aðra krá og sátum þar um það bil klukktt stund úti i horni. Einn eða tveir menn ávörpuðu mig, og héldu bersýnilega, að ég væri Tom, en Sandra hristi þá auðveldlega af okkur og sendi þeim nístandi augnaráð. Þeim virtist ekki finn- ast það neitt óvenjulegt. Húít virðist beita þessu augnaráði af- skaplega oft. — Hvað töluðuð þið um á þess ’ um klukkutíma? — Aðallega um móður hennar og hversu lífið hefði leikið hana grátt, sagði Pétur. — Ég reyndi; að spyrja hana um Tom og hún' sagði, að það væri allt í lagi me8l hann, ef hægt væri að halda hon-s 'um frá áfenginu, hann væri dá-{ < j .Hítið veikgeðja og skorti allaj framsýni. Hann virtist ekki gera’, sér grein fyrir að maður gat kom izt áfram í heiminum, ef maður bara vildi. Svo virtist hún allfc. i einu vera orðin þreytt á mérj 6RAN«A „ —- Hver var þao3 sagSi WÖOÖI*' ' ' 1 — Jáj ef til vill. Ég vona, að hann geri það ekki, sagði hr. Barfoot.__Jæja, liggur þér nokkuð á hjarta, að undanskildum almennum undar legheitum tvíbura? í þessum til - fellum, er litið svo á, að djöf- ullinn hafi tekið sér bólfestu í þeirn og hinni óhamingjusömu móður og börnum er fórnað. Að Þáð er almenn trú, að þau séu óþægilega nálægt dýraríkinu — það cr vegna þess, að það fæð- ist fleiri en eitt barn, skilurðu — og það er nauðsynlegt. að ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 30. sept. 1964 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.