Alþýðublaðið - 13.02.1965, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.02.1965, Blaðsíða 1
tajssup 45. árg. — Laugardagur 13. febrúar 1965 — 36. tbl. 32 SÍÐUR ALÞÝÐUBLAÐH) er 32 síðnr í dag, tvö 16 síðna blöö. Aukablaðið er helgað Norðurlandaráðinu í tilefni af fundi þess, sem hefst í dag. Efni blaðs ins er helgað Norðurlöndunum og sainskiptum okk ar við þa'u. Meðal annars svara tíu þjóðkunnir íslendingar spurningunni: Eru íslendingar að f jar- lægjast norræna menningu? Sigurður Ingimundar son skrifar grein um Norðurlandaráðið, birtar eru myndir af sendiherrum Norðurlanda hérlendis og fleira. «MvvM»umvmmMMiMmMMmvMwmMuttMwnuHMwwwvumimMuwwMvvvmvi Reykjavík, 12. febrúar. — EG. FULLTRÚAR á þingi Norðurlandaráðs komu til Reykjavíkur í dag með þrem flugvélum, tveim frá Loftleiðum og einni frá Flugfélagi íslands. Samtals eru Norðurlandagestirnir hátt á þriðja hundrað, og í hópnum eru fjólmargir ráðherrar og tæplega 70 þingmenn. Þing Norðurlandaráðs verður sett klukkan ellefu fyrir hádegi á laugar- dagsmorgun í Haskóla íslands og strax eftir hádegi hefjast svo um- ræður, en um eití hundrað mál eru á dagskrá þingsins. Fyrsta flugvélin, sem fluttr Norð urlandaráðsmenn til íslands, lenti á Reykjavíkurflugvelli skömmu fyr ir klukkan hálf fjögur. Með henni komu fulltrúar frá Noregi 'Og Finn- landi. Búizt hafði verið við að for- sætreráðherra Norðmanna, Einar Gerhardsen, kæmi til þings hér, en úr því varð ekki. Vélarnar, sem fluttu fulltrúa Danmerkur og Svíþjóðar, lentu með tíu mínútna millibili i Reykja vík skömmu eftir klukkan fimm. Ferðalag Danmerkurfulltrúanna varð með allsögulegum hætti, að því er segir í fréttaskeyti frá NTB. Eftir að flugvél þeirra hafði verið 45 mínútur á lofti, varð hún að snúa við aftur til Kastrupflugvall- ar vegna hreyfilbilunar. Það var danski samgöngumálaráðherrann, Kai Lindberg, sem fyrstur farþega tók efir biluninni. Benzín var tæmt úr varageymum flugvélarinn ar og lenti hún heilu og hðldnu á Kastrup, þar sem fulltrúarnir stigu samstundis upp í aðra Loft- leiðavél, en í vélinni voru alls um 80 manns. NTB segir, að þetta hafi Framhald á síðu 2. Flestir fulItrúannH á þingi Norðurlandaráðs, sem sett verður í dag, komu með þrem flugvélum í gær. Myndin hér að ofan er tekin, er finnsku og norsku fulltrúarnir stigu út úr flugvélinni. Fremstur gengur Fagerholni. Flciri svipmyndir frá komu þingfulltrúa eru á þriðju síðu. Forsetar Norðurlandaráðs héldu fund með sér skömmu eftir komuna til Reykjavíkur. Var þar rætt um ýmis framkvæmdaatriði I sambandi við þingið. — Myndin er tekin í kennslnstofu Iláskólans. Talið frá vinstri: John Lyng, Noregi, Harald NUsen, Danmórku, Bertil Ohlin, Svíþjóð, eu hann er aðalferseti ráðsins, Sigurður Bjarnason og K. A. Fagerholm, Finnlandi. NORÐANVEDUR OG STÓRHRÍD NYRDRá Reykjavík, 12. febrúar. — GO, ÓTJ. MIKINN norðanhvell gerði um allt land í gærdag og varð veðrið harðast í gærkvöldi og nótt. Sunnanlands var bjart veður með frosti, en vestanlands, norðan og austan var moldbylur. Fréttamenn Alþýðublaðsins víðsvegar um landið simuðu eftirfarandi í dag: ★ Misstu línu undir ísinn ísafirði, 12. febr. - BS, GO. HÉR var mikið veður í gærkvöldi og nótt og fram eftir degi í dag, dimmviðri og rok. Skemmdir hafa nú verið kannaðar á vélbátnum Hrönn, sem kviknaði í hér í höfn- inni í gærdag og reyndust þær vonum minni. Eldurinn kviknaði út frá olíukynntri eldavél í lúkar bátsins. Talið er nú, að Jóhann Péturs- son, vitavörður á Horni, sé ekki höfuðkúpubrotinn, heldur hafi hann fengið mikinn heilahristing. Bátar, sem fóru í róður í fyrri- nótt, misstu talsvert af línnnni und ir ís, en þeir komu inn í gær, áður en óveðrið skall á. ★ ísinn við Ingjaldssand Flateyri, 12. febr. - GO. HER hefur verið hart í ári undan farna daga. Ekki gefið á sjó síðan á laugardaginn var. Hörkuveður var í nótt, og í morgun var hér hvasst með 12 stiga frosti. Úhröngl er farið að reka á fjörur við In- gjaldssand. Vélbáturinn Rán, sem er leigubátur frá Hnífsdal, ætlaðl til Súgandafjarðar í gær, en þegar hann var kominn fyrir Sauðanes bilaði vélin og sást að báturinn lá til drifs. Var han þá kallaður upp Framhald á 2. síðu. | Viðtöl viö 9 fulltrúa á þingi NorÖurlandaráðsffi^f |

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.