Alþýðublaðið - 13.02.1965, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.02.1965, Blaðsíða 5
í DAG hefst hér í Reykjavík 13. þing NorSurlandaráðs. Er þetta í annað sinn, sem Norð- urlandaráð heldur þing sitt í Reykjavík. í fyrra skiptið var þingið haldið hér að sumarlagi. Nú er það haldið á venjulegum þingtíma ráðsins. Það er engin ástæða til þess að mikla fyrir sjálfum sér né öðrum þýðingu Norðurlanda- ráðs. þings þess eða þeirra stofnana, sem á vegum þess starfa. Norðurlandaráð hefur ekki haft úrslitaþýðingu- fyrir afdrif nokkurs stórmáls, sem verulegu máli skipti fyrir Norð- urlönd. En það væri samt sem áður mikil fjarstæða að draga af því þá ályktun, að Norður- landaráð sé gagnslítið, stofnun þess hafi verið óþörf og Norð- urlönd gætu vel komizt af án þess. Það er mikilvægt fyrir fimm ríki, sem eiga jafnmikið sameiginlegt og Norðurlönd, að til sé vettvangur, þar sem stjórnmálamenn þeirra og emb- ættismenn geta skipzt á skoðun um um öll þau mál, sem efst eru á baugi hverju sinni. Það er mjög mikilvægt fyrir ríkis- stjórnir og þjóðþing hinna ein- stöku landa, að til sé stofnun, sem ræðir mál út frá sam- norrænu sjónarmiði og sam- þykkir ályktanir, þjóðþing- unum og ríkisstjórnunum til leiðbeiningar. Það auðveldar samvinnu Norðurlandaþjóð- anna á öllum sviðum, að til sé stofnun, sem hefur það að höf- uðmarkmiði að efla þessa sam- vinnu, benda á ný verkefni á því sviði og nýjar leiðir að því marki. Og þau eru sannarlega ekki ófá, málin, sem Norður- landaráð hefur átt frumkvæðl að og orðið hafa til eflingar á samvinnu Norðurlanda. Um það nefni ég aðeins eitt dæmi, sem nú er á dagskrá og snertir okk- ur íslendinga. Það var Norður- landaráð, sem tók upp á arma sina hugmyndina um norrænt hús hér í Reykjavík, gerði um það ályktun og skoraði á ríkis- stjórnir Norðurlanda að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd. Framgangur þess máls hefur orðið hraðari en flestra ann- arra mála á vettvangi norrænn ar samvinnu. Nú um þessar mundir eru byggingafram- kvæmdir að hefjast.' En auk þess gagns, sem að starfi Norðurlandaráðs hefur hlotizt, þá skiptir hitt lika miklu máli, að Norðurlanda-' ráð er tákn skyldleika og sam- vinnuvilja með norrænum þjóðum, því hafa ekki ver- ið fengin völd, og um það má, mjög deila hvort það - á að hafa völd. En það er elzt þeirra samþjóðlegu þinga, sem smám saman hefur verið að fjölga í veröldinni og sum hver eru mun váldameiri en Norðurlandaráð. Ef sá tími kemur, að talið verði rétt að fá Norðurlandaráði einhvers kon- ar löggjafarvald á einhverjum sviðum, þá mun í öllu falli hafa reynzt hollt og gott, að það hef- ur átt reynslutíma að baki. Á þessu þingi, sem nú hefst hér í dag, munu ýms mikilvæg mál verða rædd. Fyrst og fremst mun verða rætt um við skiptamálin í Vestur-Evrópu og þá einkum erfiðleikana, sem orðið hafa innan Fríverzlunar- bandalagsins vegna efnahags- ráðstafana Breta á s. 1. hausti, þegar þeir lögðu á 15% inn- flutningstoll og boðuðú stuðn- ing við útflutning sinn til þess að bæta gjaldeyrisstöðu sína og styrkja sterlingspundið. Þessar ráðstafanir sættu sem kunnugt er harðri gagnrýni af hálfu hinna Fríverzlunarbandalags- ríkjanna vegna þess, að með þeim sniðgengú Bretar tvímæla laust fríverzlunarsamninginn.- Eftir 10 daga koma ráðherrar Fríverzlunarbandalagsríkjanna saman til fundar í Genf, og má þar búast við miklum umræð- um um þetta mál. íslendingar hljóta að vona, að þessar deil- ur jafnist, en verði ekki til þess að veikja Fríverzlunarbanda- lagið varanlega, hvað þá sundra því. Það yrði viðskiptalífi Vest- ur-Evrópuþjóðanna til mikils tjóns. Þótt ísland sé ekki aðili að Fríverzlunarbandalaginu, jafngildir það ekki því, að þá megi einu gilda, hvað um það verður. Viðskiptatengsl við Norðurlönd og Bretland eru íslendingum auðvitað mjög mikilvæg. Þrátt fyrir það hef- ur ísland ekki tengzt Fríverzl- unarbandalaginu, t. d. með hliðstæðum hætti og Finnar. Til þess liggja margar ástæður, t. d. sú, að tollalækkanir á veg- um Fríverzlunarbandalagsins taka yfirleitt ekki til sjávaraf- urða, en viðskipti með sjávar- afurðir hafa hlutfallslega miklu meiri þýðingu fyrir íslendinga en nokkurt hinna Fríverzlunar- bandalagsríkjanna. Tollurinn, sem íslendingar þurfa að greiða af freðfiskútflutningi til Bretlands og rýrir samkeppn- isaðstöðu þeirra gagnvart öðr- um freðfiskútflytjendum, t. d. Norðmönnum, er íslendingum auðvitað óhagstæður, og hefur stofnun Fríverzlunarbandalags- ins þannig haft óhagstæð áhrif á utanríkisverzlun íslendinga. En þar með er ekki sagt, að eitthvað annað og betra tæki við, ef Fríverzlunarbandalagið veiktist eða liðaðist í sundur. Þá munu skólamál verða mik- ið rædd á Norðurlandaráðsfund inum. Menntamálaráðherra Noregs, Helge Sivertsen, gerði það að tillögu sinni á síðasta fundi Norðurlandaráðs, að Norðurlöndin hæfu athugun á því, að samræma skólakerfi sitt og taka upp sameiginlega stefnu í skólamálum. Hefur þessi tillaga vakið mikla at- hygli og mun hún verða eitt af aðalumræðuefnum þingsins, Ég tel, að íslendingar ættu að taka þessari tillögu vel, fyrst og fremst af þeirri einföldu á- ástæðu, að við sendum mjög margt ungt fólk til náms á Norðurlöndum. Það mundi bæta námsskilyrði þess þar, að skólakerfin séu sem líkust. IIWWWViMMWWWWWWWWWIWWWWWWWMWWWWWWWWmWMWWWtWWWWWMiMmMMWtWtÍWWWWWMWWMMWMMMÆWIWWW Þá mun og án efa verða mik- ið rætt um hugmyndina um stofnun norræns menningar- sjóðs. AJlir virðast vera sam- mála um, að samvinna Norður- landa í menningarmálum þurfi að vera sem mest og að auka beri fjárveitingar til slíkrar samvinnu. Þær eru að visu þeg- ar miklar. Á fundi norrænu menntamálaráðherranna í Oslo í s. 1. mánuði var frá því skýrt, ‘ að árlega noti Norðurlöndin sameiginlega um 125 millj. kr. á ári til ýmiss konar norrænn- ar samvinnu í menningarmál- um. En mönnum hefur sýnzt nokkuð. sitthvað um það, hvern- ig fjárveitingum til slíkrar ' menningarsamvinnu eigi að haga, þ. e. a. s. hvort hvert land um sig eigi að ráðstafa ' fénu eða hvort koma eigi á ’ fót sameiginlegum sjóði, sem fái sérstaka stjórn. Mennta- j málaráðherrarnir. urðu á fundi j sínum i Oslo sammála um að koma á fót embættismanna- ] nefnd til þess að endurskoða réglurnar um norrænu menn- ingarmálanefndina, sem í eiga sæti fulltrúar frá ríkisstjórn- • unum, í því skyni, að hún géti orðið yfirstjórn heildarfjárveit- * ingar frá Norðurlöndum öllum til eflingar norrænna menn- ingarsamskipta. Ýmsir munu telja beina sjóðsstofnun æski- légri, og enn aðrir, að hvert ríki eigi alveg að ráða ráðstöf- un sinna fjárveitinga. Um þetta mun verða rætt á þing- inu. Að síðustu er þess að geta, að einnig mun rætt um stofnun norræns fjárfestingabanka. Um þetta málefni hafa menn ekki heldur verið sammála. Finnar og íslendingar hafa stutt þá hugmynd, en Svíar, Danir og Norðmenn hafa ekki talið nauð syn á slíkri stofnun. Athugan- ir sérfræðinga í málinu liggja nú fyrir og munu auðvelda frekari umræður. ER EG GIFTUR EÐA OGIFTUR MADUR hringir til mín, og seg ir: „Taktu til athugunar þetta sem Tíminn var með um daginn. Það er ekkert spaug að lesa það í blöðunum, að maður sé ólöglega giftur^; af því að prest urinn, sem framkvæmdi hjóna vígsluna hafi ekki haft réttindi tijl þess að gefa saman hjón.“ Og þó að svona hlutir séu látn ir drasla, vegna einhverrar venju þá er engin lögvernd i slíku. Þú hefur í þessum pistlum þín Um verið að setja út á það, að karl og kona búi saman ógift, Og ég er sammála þér um það að fólk eigi áð gifta sig, en er þá ekki viðkunnanlegra, að menn eru giftir eða ógiftir, þegar búið er að framkvæma hjóna- vígslúna? Ég segi fyrir mitt leyti o.s.frv. Hægan, hægan. Ég las líka greinina í Tímanum, og er sam mála um, að hér sé ekkert grín á ferðum. Þess vcgna skulum við athuga málið dálítið nánar. Þegar prestur ^efur saman hjón er hann í tvennskonar hlutverki Hann er fulltrúi kirkjunnar og hefir umboð hennar til að fram kenna hjónabandíð samkvæmt siðalögmáli kitkjunnar. Þau hjón, sem gefin eru saman af presti, hafa undir gengist kristi leg siðaboð í hjú=kap sínum. í öðru lagl er sóknarpresturinn embættismaður ríkisins, og hef ur umboð ríkisvaldsins til að löggilda hjúskapinn á grund- velli landslaga. Fríkirkjuprest- ar eru að vísu ekki embættis menn, en hafa með löggiidingu safnaðar síns og staðfestingu sinni í starfinu fengið • sérstakt umboð til að löggilda hjónaband bandið. Nú er engan veeinn víst að þessi tvénn umboð fari ávalt saman. Til dæmis get ég nefnt mína eigin reynzzlu. Ég hefi þrisvar aðstoðað við hjónavígslu í Danmörku og Svíþjóð. í báðum löndum er íslenzk prestvigsla viðurkennd af kirkjunnar hálfu og því ekkert til fyrirstöðu( ■að ég framkvæmdi helgar athafn ir. En ég er auðvitað hvorki sænskur né danskur embættis maður, og þess vegna þyrfti inn- iendur prestur að bera fram spurningarnar og gefa yfirlýsing una, svo að hjónabandið væri giit samkvæmt borgaralegum lögum. — Svo að ég snúi mér vestur á bóginn, er Því svo hátt að í Canada, að þjónandi prest ur í einu fylkinu hefur ekki um boð ríkisvaldsins til að gefa saman hjón í öðru fylki — og prestur, sem ekki þjoi.. -söfnuði hefir ekki umboð til að gefa saman hjón yfirleitt, nema með sérstöku leyfi stjórnarinnar í hvert sinn: — þetta samsvarar því að uppgjafaprestar, háskóla kennarar eða jafnvel prestvígð ir menn, sem ekki eru í sóknar prestsembættum, hafi ekki leyfi til að gefa saman hjón. Nú er spurningin, . hvaða lög gilda um þetta hér á landi. Það var gömul hefð, að embættis- lausir prestar giftu hjón með leyfi eða með öðrum orðum í umboði sónarprests á hverjum stað. Á seinni árum hefur ekki einu sinni verið hirt um leyfi. Samkvæmt ,.Hjónavigslu° bréfinu", sem flest hjón kanpa, er þeim heimilað að leita til hvaða þjónandi pre.sty (eða f<* stöðumanns safnaðarn sem þaií óska. Þau eru með öðrum orðt um ekki bundin við það að leita til sóknarprests brúðarinnar, senk annars tilheyrir þetta embættís verk. Sé háskólakennari, ijpp= gjafapl-estur eða einbættislatus prestur yfirleitt, beðlnn að gifta yrði það að vera samkvæmfjséí stakri helmild. Nú virðist ein» mitt vera sérstakur íigreiningus um, hvaðan slík heimild ættf a9 koma, og hvört unnt sé yfis- leitt að veita hana. Mér er kunnugt um, að í löi;fræðideil«i háskólans er því hi.lriið frar^. að enginn þjónandi prestuí n0 heldur dómari hafi iclmijd tií að framselja öðrum iraboð siti og ef svo 15T, þfi er ekki hægð að komast framhjá þeiiri niðuí stöðu, að fjöldi hjónabmda Virfl ist ógildur skv. lögum. og Jicið Framhald á 10. síðu. '\ ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 13. febrúar 1965 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.