Alþýðublaðið - 13.02.1965, Blaðsíða 7
Eins og margir aðrir kommún-
istar og skæruliðaforingjar í
Asíu var Giap þjóðernissinni
áður en hann varð kommúnisti,
og enn er hann kannski meiri
þjóðernissinni en kommúnisti.
Jafnframt víðtækum stjórn-
málaafskiptum starfaði hann
sem sögukennari við háskólann
og lagði stund á lögfræði.
Jói frœndv1
Styrjöldin í Víetnam breiðist út.
LÁGVAXINN, 52 ára gamall
maður, brosmildur en ákveðinn
og miskunnarlaus, gegnir mik-
ilvægu hlutverki í hipni hættu
legu deilu í Víetnam. Þessi
maður er yfirhershöfðingi Norð
ur-Víetnam, Vo Nguyen Giap,
æðsti yfirmaður 350 þúsund
manna hers Norður-Vietnam
og rúmlega 30 þúsund skæru-
liða Vietcong í Suður-Víetnam.
Hinir eiginlegu andstæðing-
ar, Bandaríkin, Sovétríkin og
Kína, virðast ekki með öllu
ráða gangi þessa hættulega
leiks. Litli maðurinn virðist að
minnsta kosti færa taflmenn-
ina á skákborðinu. Hann stóð
á bak við árásina á bandarísku
herstöðina Pleiku og kom því
af stað hinum óvæntu og ófyr-
irsjáanlegu atburðum síðustu
daga, að því er segir í frásögn
um hann eftir liinn kunna
danska blaðamann Eigil Stein-
metz, serh stuðzt.er við hér á
eftir.
Gildran
Árásin á Plciku var gildra, scm
Rússar og Bandaríkjamenn
féllu óhjákvæmilega 'í. Það var
engin tilviljun, að hún var gerð
í þann mund er Kosygin var í
heimsókn í Hanoi.
Ætlunin var að binda hendur
hans og neyða hann til að heita
aukinni aðstoð og skipa sér, svo
að ekki yrði um viilzt, við hlið
Norður-Víetnam. Hvort tveggja
hefur gerzt, þótt Rússar séu
hikandi og tali óljóst um það,
hvaða aðstoð verði veitt og hve
langt verði gengið.
Jafnframt var ögrunin próf-
steinn á vilja Bandaríkja-
manna, sem höfðu um þá tvo
kosti að velja, að gera gagn-
árás eða halda "að sér höndum.
Fyrri kosturinn yrði til þess, að
Rússar og Kínverjar kæmu til
liðs við Norður-Víetnam, en
hinn síðari yrði til þess, að þeir
yrðu álitnir „pappírstigrisdýr”.
Hvort tveggja hefði í för með
sér nýjar og ákafar umræður í
Bandaríkjunum um markmið
og leiðir í Vietnam og þar með
óvissu um samningsfrið þann,
sem bæði Rússar og Banda-
ríkjamenn hafa stefnt að, en
Norður-Víetnam vill aðeins
með skiiýrðum sínum eða ef til
vill Kínverja.
Nú er svo komið, að Norður-
Víetnammenn hafa bundið
hendur ráðamanna í Moskvu
jafnt s.em Washington.
Kennarasonur
Margt er á huldu um þátt Vo
Nguyen Giaps í þessum leik.
Hann ■ hefur séð um hernaðar-
hlið baráttunnar og óvíst er
hvort hann tekur aðeins hern-
aðarleg sjónarmið til greina
eða hvort hann leggur einnig
pólitísk sjónarmið til grund-
vallar. Þetta á ekki hvað sízt
við um atburði síðustu daga.
Ekki er víst hvort hann er sam-
mála Ho Chi Minh forseta, sem.
hann vill bersýnilega leysa ai
hólmi, um markmið og leiðir.
. Giap hershöfðingi er sonur
fátæks skólakennara í Quang
Binh-héraði. Fimmtán ára að
aldri gekk hann í ,,Nýja Aanam
byltingarflokkinn”, sem barðist
gegn nýlendustjórn Frakka í
Indó-Kína. Þegar hann var 18
ára að áldri vörpuðu Frakkar
honum í fangelsi, og þegar hon-
um var sleppt úr haldi 1933
gekk hann í kommúnistaflokk
Indó-Kína.
Þremur árum síðar var hann
leiðtogi „Lýðræðisfylkingar-
innar”, stjórnmálaflokks, sem
hinn bannaðrkömmúnistaflokk-
ur hafði töglin og hagldirnar í.
Árið 1938 skaut hann upp
kollinum í Suður-Kína, þar sem
hann hitti „Jóa frænda” i fyrsta
sinn, en svo er Ho Chi Minh
forseti stundum kailaður. Giap
tók þátt í stofnun Viet Minn-
hreyfingarinnar og var þvi
næst. falið að skipuleggja skæru
hernaðinn í Norður-Vietnam.
Á sama hátt og margir aðrir
asískir skæruliðaforingjar bjó
hann sig undir væntanleg reikn
ingsskil við vestræna nýiendu-
herra í þjóðarbaráttunni gegn
hernámssveitum Japana.
Árið 1942 varð Giap fvrir
mikilli sorg, sem hafði urslita-
áhrif á afstöðu hans til Vestur-
veldanna og þá serstaklega
Frakka. Árið 1938 hafði hann
kvænzt prófessorsdóttur, en
Frakkar handtóku hana fyrir
ólöglega starfsemi í þágu
kommúnista og hún iézt af völd
um misþyrminga og lélegrar
hjúkrunar í frönskum fanga-
búðum í Vinh.
Giap herti þessu næst á bar-
áttunni gegn Frökkum og kom
á fót her skæruliða í frumskóg-
inum, er hann að lokum sigraði
Frakka í úrslitaorrustunni við
Dien Phien Phu. Frakkar kom-
ust fljótt að raun um, að þeir
áttu ekki í höggi við neinn
venjulegan andstæðing, þótt
Giap bæri ekki alltaf sigur úr
býtum. Þannig beið hann fjór-
um sinnum ósigur 1951 þar eð
hann atti hersveitum sínum
beint í orrustu við franska her-
inn.
Kennslubók
Giap liefur lýst baráttuaðferð"
um sínum í bók, sem er ómiss-
andi fyrir alla hermenn Viet-
cong og skæruliða í Asíu auk
hinnar frægu kennslubókar
VO NGUYEN-GIAP
stóð á bak við árásina
Mao Tse-tungs i skæruhernaði.
Fyrir um það bil einu ári sagði
Giap, að „tíminn væri banda-
maður Norður-Víetnam — þar
hefðu menn nægan tíma”.
Styrjöldin í Víetnam hafði þá
í rauninni síaðið 20 ár, en
„byltingarstríðið í Kína stóð i
22 ár”, sagði Giap.
Miklar getgátur eru uppi
um, hvað Giap hyggst nú fyrir.
Spurt er, hvort hann óttist
vopnahlé og frið að loknum
samningaumræðum, sem hafa
mundi hlutleysi Víetnam í för
með sér. Eða vill hann flýta
fyrir ákvörðun, sem hafa mundi
hið sama í för með sér og ugg-
laust endanlegan sigur kommún
ista í Suðaustur-Asíu. Og hvers
konar kommúnisti er hann? Er
hann títóisti. eða Kínakommi
eða fylgir hann Rússum að mál-
V aldaba rátta
í svipinn virðist allt bcnda til
þess, að Giap hallist að Rúss-
um og að Ho Chi Minh mundi
einnig fylgja Rússum að málum
ef hann þyrfti ekki að taka til-
lit til Kínverja.
Á sama hátt og víða annars
staðar í heiminum er barizt um
stöðu eftirmanns Ho Chi
Minhs, sem er 74 ára að aldri.
í þessari valdabaráttu ber mest
á Giap og helzta „fræðimanni”
kommúnista i Norður-Víetnarn,
mandarínssyninum „Truong
Chinh”, sem merkir „Gangan
langa” og ber vott um eindreg-
in stuðning hans við ráðaménn
í Peking.
Hann nýfur stuðnings annars
helzta herforingja Norður-Víet-
nam, Nguyen Chi Tranh. En
aðalritari flokksins, Le Duan,
virðist vera á báðum áttum i
afstöðu sinni til ráðamanna i
Moskvu og Peking. Pham Van
Dong, sem er forsætisráðherra
að nafninu til, hallast að ráða-
mönnum í Moskvu, en hann er
sagður ístöðulaus og virðist
enga möguleika hafa í barátt-
unni um foringjastöðuna.
Þannig getur virzt, að árás-
irnar á Pleiku og aðrar banda-
riskar herstöðvar í Víetnam,
er leitt hafa til gagnárása
Bandaríkjamanna, hafi verið
gerðar að skipan Giaps í því
skyni að neyða Rússa til að
skipa sér heilshugar við hlið
Norður-Víetnam.
Giap vill, að styrjöldinni
verði haldið áfram og að hert
verði á henni til að tryggja sem
allra bezta samningaaðstöðu.
En margt bendir til þcss, að
hann vilji ekki að friðurinn,
sem á kæmist, yrði í-samræmi
við hugmyndir Kínverja.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 13. febrúar 1965 y