Alþýðublaðið - 13.02.1965, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 13.02.1965, Blaðsíða 8
V sa á honum, en um það er ekkert hægt að segja. — En veit norska þjóðin i heild mikið um handritin? — Vísindamenn okkar þekkja þau að sjálfsögðu bezt, — en norska þjóðin gerir sér grein fyrir því, að þau eru hluti a£ íslenzkum menningararfi, merk arfleifð frá miðöldum, og getur áreiðanlega skilið það sjónar- mið íslendinga að vilja fá þau aftur heim. En Norðmenh hafa af skiljanlegum ástæðum viljað fara að öllu með gát, og eins og ég sagði áðan, hafa stjóm- málamenn og vísindamenn i Noregi forðazt að leggja nokk- urn stein í götu ísléndinga f handritamálinu. Helge Sivertsen: Förum að öllu með gát EINN þeirra fulltrúa, sem nú sit.ja fund Norðurlandaráðs f Reykjavík, og komu til lands- ins í dag, er Helge Sivertsen, menntamáiaráðherra Norð- manna. Við komuna spurði fréttamaður Alþýðublaðsins hann, hvað hann vildi segja um afstöðu Norðmanna til hand- ritamáisins. — Það hefur verið afstaða Norðmanna í handritamálinu til þessa, að gera ekkert, sem lagt geti stein í götu íslendinga í því máli, og hún er óbreytt. Við vitum, að þetta er við- kvæmt mál og höfum viljað fara að öllu með gát. — Á það jafnt við um norska vísindamenn og stjórnmála- menn? — Já, vísindamennirnir hafa vitanlega fylgzt með handrita- málinu og framvindu þess að sínu leyti, og eins og eðlilegt er, hafa þeir mestan áhuga á þvi. — Álítið þér þá, að Norð- menn muni ekkert hafa við af- hendingu handritanna að at- hugá, ef úr verður? — Eg get auðvitað ekkert full yrt um það, en fyrst og fremst eru það málvísindamenn okk- ar, sem láta sig handritin mestu skip'ta. Þeir hafa lítið látið uppi um það til þessa og raunar ekki aðhafzt neitt, hvað það snertir. Þeir hafa skoðað listann yfir þau hahdrit, sem rætt hefur verið um að afhenda og munu fylgjast með, hvernig hann verð úr jpndanlega, ög það kann að 14ti-í ijós álit sitt ■ Aksel Larsen: Krefst vandlegrar athugunar MEÐAL dönsku þingmann- anna, sem sitja þing Norður- landaráðs, er AKSBL LARSETí formaður sósíalíska þjóðar- flokksins, en eins og kunnugt er, á hann sæti í handrita- nefnd danska þingsins. Frétta- maður Alþýðublaðsins átti ör- stutt tal við hann, og sagði Larsen í því viðtali, að hann teldi öruggt, að handritamál- ið myndi leysast á þann veg, að íslendingar fengju hand<- ritin aftur, en hins vegar væri engin ástæða til að hespa mál- inu af í flýti. Það þyrfti að at- hugast vandlega. Larsen sagði að handritamálið væri ekki. ái> dagsferá þingsins hgr, en hins varpið um afhendinguna verði afhent óbreytt til danska þingsins og þá verði það sam- þykkt þannig. Eg hef enga á- stæðu til að ætla, að öðruvísi farL — En ef þvi verður breytt? — Eg held, að því verði ekki breytt. Það er yfirlýstur vilji ríkisstjórnarinnar og væntan- lega meirihluta þingsins, að .handritin verði afhent íslend- ingum, ems og ráð hafði verið fyrir gert, þó að frumvarpið væri stöðvað í þinginu 1961. — Hefur yður fundizt and- staðan gegn afhendingu hand- ritanna öflugri í Danmörku en búizt hafði verið við?. — Um það vil ég ekkert segja. — En viljið þér segja nokk- uð um listann, sem gerður hefur verið um þau handrit, sem hugmyndin hefur verið að afhenda? — Nei, frá þeim lista hefur ekki enn verið gengið endan- lega, en eins og nú standa sak- ir, bvzt ég við, að það verði forsætisráðherra Dana, sem sker úr um vafaatriði og vanda mál, sem kunna að koma upp í sambandi við listann, en þá rn>'n hann kveðja sér til að- sfoðar óvilhalla handritasér- fræðinga, sem ekki hafa neinna sérs*akra hagsmuna að gæta í málinu, — að öllum líkindum sérfræðinga utan Norðurlanda. — Hafa verið gerðar nokkr- ar kröfur til handrita. sem nú eru gevmd í Danmörku, af hálfu Ev’a og Norðmanna? — Eg óska ekki að ræða það mál, enda er vsindamannanna að gera út um það. hvað er t. d. norskt og hvað íslenzkt. — Ef handritafrumvarnið verður samþvkkt óbrevtt, hve- nær meenm við íslendingar þá búast við að fá handritin end- anleea heim? — Um það er ekki hægt að segia nákvæmlega, en það er hugmvnd okkar að afhenda þau ekki fvrr en þau hafa verið liósmvnduð og gengið vel frá þeim. Og ég get ekki sagt ná- kvæmieea til um, hve langan tíma bað tekur. En að öllu ó- brevttu sé ég ekki ástæðu til annars en ætla, að frumvarp- ið um afhendinau handrit- anna verði sambvkkt óbreytt eftir nokkra mánuði. Þess má geta, að samræming skólakerfisins á Norðurlöndum og samstarf Norðurlandanna á sviði menningarmála er eitt mikilvægasta málið, sem nú liggur fyrir fundi Norður- landaráðs, og kvaðst K. B. Andersen mundi gera grein fyrir sérstöðu Dana, hvað það snerti á fundinum. vægust PER HÆKKERUP utanríkis ráðherra Danmerkur var ein* hinna fyrstu, sem stigu út úr flugvélinni, sem flutti dönsku fullt úana á þing Norðurlanda ráðs hér. Hækkerup tók málaleitan fréttamanna vel og gaf sér tíma tij að spjalla við þá skamma stund í afgreiðslu Flugfélags ís lands á Reykjavíkurflugvelli. Hann sagðist telja, að mikil- vægustu málin, sem rædd yrðu á þessum fundi Norðurlanda- ráðs, væru tvímælalaust við- skiptamálin, og þá bæði hvað varðaði viðskipti Norðurland- anna við önnur lönd og eins viðskipti innbyrðis milli Norð urlandanna sjálfra. — Þótt ég teljj þetta mikilvægast, sagði ráðherrann, þá eru einnig til umræðu hér fjölmörg önnur mikilvæg og merkileg mál. Hækkerup sagði, að hand- ritamálið yrði ekki ,rætt á þingi Norðurlandaráðs, að minnsta kosti ekki opinber- lega. Utanríkisráðherrann var að því spurður, hvort hann teldi líklegt að Norðurlönd mundu einhvern tíma sameinast og mynda eins konar ríkjabanda- lag. Taldi hann það heldur ó- líklegt, og væri mun raunhæf- ara að hugsa til sameiningar Evrónu hnldur en pmhverskon- ar sameiningar Norðurlanda sér staklega. Per Hækkerup kvaðst vera þeirrar skoðunar að starfsemi Norðurlandaráðs hefði mjög mikla þýðingu fyrir Edlt nor- rænt samstarf. Þar hefði mörg- um nauðsynjamálum verið hrint af stað, en ráðið væri ekki framkvæmdaaðili, aðrir sæju um að hrinda í fram- kvæmd því, sem þar væri rætt. Hér á landi verður Per Hæk- kerup aðeins til sunnudags, þá fer hann aftur til Kaupmanna- hafnar, en Jens Otto Krag for sætisráðherra kemur liingað á þriðjudag. Hækkerup skýrði fréttamönnum svo frá, að hann yrði að fara aftur utan á sunnu dag, þar eð Manlio Brosio, að- alritari Atlantshafsbandalags- ins kæmi í heimsókn til Dan- merkur á mánudag og yrði hann að vera til staðar að taka á móti honum. Hækkerup kvaðst tvisvar hafa komið til fslands áður, en í hvorugt sklptið lent í jafn- slæmu veðri og nú, enda hefði hann ekki fyrr komið að vetr- arlagi. K. B. Andersen: Sambykkt óbreytt ÞEIRRI spurningu Alþýðu- blaðsins, hverníg horfurnar væru nú í handritamálinu, — svaraði K. B. ANDERSEN, fræðslumálaráðherra Dana, á þessa leið: — Allt starf handritanefnd- ar danska þingsins hefur geng- ið samkvæmt áætlun, og því hefur miðað vel áfrám. Eg á fastlega von á því, að eftir nokkra mánuði, kannski tvo til þrjá, skili nefndin áliti og frum Per Hækkerup: Viðskipta- mál mikil-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.