Alþýðublaðið - 13.02.1965, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 13.02.1965, Blaðsíða 9
vegar kvaðst hann telja víst, að óformlegar viðrœðui* myndu eiga sér stað um það milli ís- lenzku og dönsku þirigmann- anna. Larsen kvað þýðingarmesta málið, sem fyrir þinginu lægi, vera aukin efnahagssamvinna Norðurlandanna innan ramma EFTA. Einnig sagði hann, að róðagerðirnar um brú yfir Éyrarsund, sem mundi tengja saman Svíþjóð og Danmörku, væri meðal þeirra þingmála, sem mesta athygli vekti að þessu sinni. Trygve Lie: Koma dagar koma ráð TRYGVE LIE sagði frétta mönnum, iað staða Norðuriand anna gagnvart EFTA, fríverzl- unarsvæði Evrópu, væri tvi mælalaust mikilvægasta um ræðuefnið, sem fyrir þessuir. fundi Norðurlandaráðs lægi. Kvaðst hann vona að EFTA kæmist heilu og höldnu í gegn um þá erfiðleika, sem þessa stundiua væri við að etja. Hugs anleg væru einhverskonar tengsl milli EFTA og Efnahags bandalags Evrópu, en samein- Ing þessara tveggja viðskipta- deilda væri ekki likleg eins og nú horfði. Lie, sem er viðskiptamáia- ráðherrra Noregs, ræddi skamma stund við blaðamenn á Reykjavíkurflugvelli í dag, en hann kom með fyrstu flug vélinni af þrem; sem fluttu hingað fulltrúa á þing Norður landaráðs. Trygve Lie er vafalaust þekktastur alira þeirra, sem sækja fund Norðurlandaráðs hér, en hann var fyrsti aðal- ritari Sameinuðu þjóðanna og gengdi hann því starfi um nokk urra ára skeið. Lie var að því spurður, hvað hann teldi meginvanda Samein uðu þjóðanna um þessar mund ir. Sagðist hann telja fjárhags vandamál samtakanna lang mesta vandann. Ekki kvaðst hann kunna leiðir til lausnar, en einskis mætti láta ófreista- að til að leysa þennan vanda sem nú væri við að etja. Lie sagði að hann hefði verið þeirr- ar skoðunar allt frá 1955 og Noregur, Danmörk, Svíþjóð og Finnland væru því einnig fylgj andi að Kína fengi aðild að SÞ. Að lokum sagði Trygve Lie fréttamönnum, að hann hefði komið til íslands nokkrum sinn um fyrir síðari heimsstyrjöld- ina, en síðan hefði hann að vísu oft staldrað stutt við á Keflavíkurflugvelli, en ekki haft hér viðdvöl fyrr en nú. Bertil Ohlin: Samvinna andstöðu- flokka? BERTIL OHLIN, formaður þjóðflokksins sænska, er einn af fimm forsetum Norður- landaráðs, og situr fund- inn hér. Hann sagði, að efnahagsmálin væru þýðingar- mest mála þingsins núna, og einkum bæri brýna nauðsyn til að efla EFTA og samstöðu Norðiu-landa innan EFTA OK gæti það síðan orðið brú til víðtækara samstarfs Evrópu- landanna á efnahagssviðinu. Um þróun sænskra stjórn- móla næstu árin, kvaðst Ohlin engu vilja spá. Það væri ekki hlutverk stjórnmálamanna að koma með véfréttarspádóma, ... jagði hann; ■ Hann ku^ð. .iam- vinnu andstöðuflokka sænsku ríkisstjórnarinnar hafa verið mikið rædda, og upp á síð- kastið hefði samvinna Mið- flokksins og Þjóðfl'okksins far ið vaxandi og væri orðin allná- in. íhaldsflokkurinn hefur hins vegar kosið að standa utan við þetta samstarf, sagði Ohlin. Hann kvaðst engu vilja um það spá, hvort þessi samstaða borgaraflokkanna gæti orðið ríkisstjórninni hættuleg, en sagðist aðeins vilja minna á, að árið 1956 hafi borgaraflokk arnir verið sterkari en jafn- aðarmenn og kommúnistár til samans, og það sem einu sinni hefði gerzt, gæti hæglega kom ið fyrir aftur. Tage Erlander: Stefnan samræmist nútímanum TAGE ERLANDER forsæt- isráðherra Svíþjóðar gekk fyrst út úr flugvélinni, sem flutti sænsku fulltrúana til Reykjavíkur. Hann sagði, að það mál, sem hann teldi merk- ast liggja fyrir þingi Norður- landaróðs að þessu sinni, væru áætlanirnar um samræmingu skólakerfis og menntunar á Norðurlöndum og aukna sam- vinnu Norðurlanda á sviði menningarmála. Þessi mál kvað hann efalaust að myndu þykja marka tímamót, þegar fram í sækti. Hins vegar kvað hann önnur mál vekja meiri athygli líðandi stundar og þá fyrst og fremst efnahagsmálin, viðræð- urnar um nánari samvinnu Norðurlanda á efnaliagssviðinu og afstöðu Norðurlandanna til EFTA. BJaðamaðurinn spurði Er- lander þá, hvað hann teldi valda Framh. á bls. 13. ÚTSALA NÝJAR KÁPUR Útsalan heldur áfram, en jafnframt tökum við einnig upp á morgun nýja sendingu af hollenzkum VETRARKÁPUM og FRÖKKUM ★ Bernfíard Laxdal Bernhard Laxdal Kjörgarði Akureyri Skrifstofuhúsnæði óskast 120—150 ferm. — Uppl. í síma 17373. Stúdentaráðskosningar Athygli stúdenta skal vakin á því, að kosið verður að Fríkirkjuvegi 11 (í húsi Æskulýðsráðs Reykjavíkur). Kosning fer fram kl. 1—7 eftir hádegi í dag. Fyrir hönd kjörstjórnar Ragnar Tómasson. Laus sfaha Staða ritara við Skattstofu Reykjanesumdæmis, Hafnar- firði, er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 3. marz 1965. Laun skv. launakerfi ríkisstarfsmanna. Vél- ritunarkunnátta nauðsynleg. Umsóknir sendist á skrif- stofu Ríkisskattstjóra, Reykjanesbraut 6, Reykjavík, eða til Skattstofu Reykjanesumdæmis, Strandgötu 10, Hafnar- firði. Hafnarfirði, 11. febrúar 1965. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi. Höfum aftur fyrirliggjandi hinar vinsælu Brother saumavélar VERÐ KR. 4890,00 og 6012,00. Baldur Jónsson s.í. ^ ?II^erfisgötu 37. — Sími 18994. — 13. febrúar 1965

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.