Alþýðublaðið - 13.02.1965, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.02.1965, Blaðsíða 2
£V m I JMtstjðrar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedlkt Gröndal. - Rltstjðmarfull- > itul : Eiöur Guönason. — clmar: 14S)00-14903 — Augiyslngasíml: 14906. i ÁSsetur: Alþjöuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavik. — Prentsmiðja Aiþýöu- ! éiaðsins. — Askríftargjald tr. 80.(W. — X lausasölu kr. 5.00 eintakið. 4;tgéfandt: Aljjýðuflokkurir.n. NORÐURLANDARÁÐ NORÐURLANDARÁÐ kemur í dag saman í lleykjavík. Hafa á þriðja hundrað'manns, þar á |neðal hópar ráðherra og þingmanna frá hverju iainna landanna, lagt á sig langa vetrarferð til ís- ands til að sækja þennan fund, og má nokkuð af >ví marka. að hann er talinn mikilvægur. Það er í tizku að gera lítið úr norrænu sam- starfi og tclja það einskis virði, þegar á reynir. Slík ur hugsunarhaítur byggist á mikilli skammsýni. Norðurlöndiii geta að vísu deilt innbyrðis um ýmis ;nál, rétt eins og meðlimir einnar fjölskyldu geta : jert án þess aö þýðing f jölskyldunnar sé fyrir það :ninni. Hitt er miklu fleira, sem sameinar þessi 1 öhd og þeim er margvíslegur styrkur af að mynda •• i úna, sterka heild.. Norðuriandaráð er aðeins ráðgjafandi, og get- : ír ekki tekið bindandi ákvarðanir um neitt mál. , íins vegar hefur það mikil áhrif og mörgu góðu : náli hefur verið hrundið í framkvæmd fyrir at- >eina þess. Rétt er að athuga, að alþjóðleg sam- ,'inna er ekki lengra komin en svo, að einstakar >jóðir hafa vcrið ófáanlegar til að framselja vald til alþjóðíegra samtaka. Svo sterk er þjóðernishreyf íngin enn, og eru Norðurlönd að því leyti engin und antekníng. Þó hlýtur að fara svo í framtíðinni, að aíþjóðleg yfirvöld verða mun sterkari en nú, og verður að líta á Norðurlandaráð og aðrar sambæri legar samkomur sem skref í þá átt. Þess vegna kann að fara svo, að þessi stofnun, sem er rétt liðlega áratugs gömul, eigi sér mikla og langa framtíð, og síðar meír verði þess minnzt, að hið norræna þing átti séi þennan uppruna. ' íslondingar þurfa meira á norrænu samstarfi að halda en hin ríkin fjögur, néma ef til vill Finn- 4r. ísland velkist í haflöðri milli risaveldanna tveggj i, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, og þarf þjóðin að halda vel vöku sinni til að tryggja sjálf- ;|taeða tílveru sína. Þess <vegna er það mikil stoð áð eiga frændur, sem hægt er að leita til um ráð <og menningartengsl. Þessi stórpólitíska ástæða er ein ærið tilefni til að halda vel við tengslum ís- lands og hinna Norðurlandanna, þó ekki væru forn . ýkyidleiki og þúsund ára saga, þannig að uppruni ■|>g eðli íslendinga er norrænt. Á síðustu árum hefur ný stofnun átt mjög virk $n þátt í eflingu gagnkvæmra kynna og samstarfs inorrænu þjóðanna. Það er sjónvarp, en margir (|[agskrárliðir hinna einstöku þjóða eru notaðir í :|jónvarpi hinna. Að vísu verða Svíar og Danir enn ð setja neðalmálsþýðingar á texta, en mikilvægi ssara nýju tengsla verða þó seint ofmetin. Á essu sviði mun ísland innan skamms bætast í hópinn og er ætlunin að þafa mikið og náið sam-, ' étarf við hin Norðurlöndin um dagskrána. Framh. af bls. 1. og fylgst með honum. Menn, sem heyrðu köllin á ísafirði, héldu rang lega að eitthvað alvarlegt vœri á seyði, en sá misskilningur leiðrétt- ist fljótlega. Varð ekkert að hjá Rán. ★ Særok og Seley yfirísuð Patreksfirði, 12. febr. ÁP, GO. HÉR hljóp hann á með ofsa í gær- kvöldi um 7 leytið. Veðrinu fylgdi frost og sjórok, svo að vélbáturinn Seley, sem var á leið til lands úr róðri, yfirísaði mjög og var æði kuldalegur, þegar hann kom til hafnar. Nokkrir togarar liafa and- æft hérna á Patreksfjarðarflóan- um í nótt og í dag. ■k Rólegt á Króknum Sauðárkrókur, 12. iebr. MB, ÓTJ. HÉR er ahzi kalt og hvasst, en anuars allt gott að frétta. Engar skemmdir hafa orðið í veðrunum að undanfiirnu, og fólk situr við ofnana og lætur sér Iíða vel. Héð- an liafa róið tveir þilfarsbátar, en hvorugur var úti, þegar óveðrið skall á. jk Mesta hríð um árabil Akureyri, 12. febr. - BS, ÓTJ. Á AKUREYRI cr iðulaus stórhríð og stólparok. Það er ekki oft, sem GAMLI TÍMINN OG NÝI TÍMINN RAFSOÐNI MAX VETRAR-sjóstakkurinn er ein- liver mesta breyting á sviði sjó-hlífðarfata hér- lendis í 40 ár, þar sem fara saman framúrskarandi tfni, mikið slitþol, ásamt hinum sérstaklega vand- aða frágangi, þ. e. nælonstunginn saumur með full- kominni rafsuðu eftirá. r y II y A bjóðum við viðskiptavinum vorum MAX tl (I H „VETRAR“-sjóstakkinn ennþá endurbætt- an, þar sem hann er framleiddur úr sérstaklega KÆLHERTUM VINYL-efnUm, sem gefa honum einstakt frostþol, ásamt mjög auknu slitþoli. MAX-sjóföt í NÚTÍÐ og FRAMTÍÐ. Verksmiðjan MAX H.F. REYKJAVÍK norðanáttin er svona óhemjulcg, og önnur eins hríð liefur ekki kom- ið um árabil. Þó er enn sæmilega fært um sveitina, og allt hefur gengið slysalaust hingað til. ★ Þakplötur fuku í Húsavík Húsavík, 12. febr. - EJ, ÓTJ. HÉR var komið aftaka veður á liádegi í gær, og hefur sífellt far- ið versnandi. Engin óhöpp hafa þó viljað til ennþá, utan hvað þak- plötur fuku af einu eöa tveimur húsum í nótt. Bátarnir voru sem betur fer allir inni, og hyggja ekki á sjóferðir í bráð. Fólkinu líður því ágætlega, og nægur hiti er, svo Iengi sem Laxárvirkjunin fer ekki að gera okkur einhvern grikk, en það liefur hún oft átt til í svona veðrum. ★ Braggi fauk í Vestmannaeyjum Reykjavík, 12. febr. - ÓTJ. MIKIÐ rok er nú í Vestmannaeyj- um, sem m. a. má sjá á því, að þar fauk burtu hluti af stórum og miklum bragga. í þessum bragga var byggður 160 tonna bátur, svo að sjá má, að hann er engin smá- smíði. Sem betur fer var ekki verið að vinna þar, þegar hann fauk, svo að engin slys urðu á mönum. Norðurlandaráð Farmhald af síðu 1. verið fyrsta leiguflug Loftleiða frá Danmörku, sem svo illa tókst til um. Við athugun kom í ljós, að kve'kjumagnetta hafði bilað. Alls komu í dag hátt á þriðja hundrað manns til að sitja Norð- urlandaráðsbingið og eru í hópn- urrj fjölmárgir sérfræðingar og að- stoðarmern þingmanna og ráð- herra. auk um 50 blaða-, útvarps- og sjónvarpsmanna. Jens Otto Kragh, forsætisráð- herra Danmerkur. kom ekki til fs- lands í dag, en kemur hins vegar á þriðjudagínn. Erlander forsætis- ráðherra Svíbióðar var því eini forsætisráðherrann. sem kom. Per Hækkerup, utanríkisráðherra Dan- merkur, verður hér fram á sunnu- dag, en fer þá aftur utan. Norðurlandaráðsbingið verður sett klulckan ellefu fyrir há- degi á laugardag í hátíðasal Há- skólans, en kennsla fellur þar að mestu niður dagana sem þingið stendur. Forsefar ráðsins héldu fund með sér skömmu eftir kom- una til Reykiavikur í dag og ræddu bar ýmis framkvæmdaatriði í sam bandi við þingið. Um bað bil eitt hundrað mál eru á dagskrá þingsins og ber þar hæst umræður um fríverzlunar- bandalagið o% 15% innflotningstoll Breta, að því er viðskiptamálin sneríir. Af öðrum málum, sem rædd verða, má nefna tillögu um norrænan fjárfestingarbanka, til- lögu um Æugvallargerð á Salt- hólma í Eystrasalti, og tHlögu um norrænan menningarmálasjóð. Umræður á þinginu munu standa yfir alian sunnudaginn, en á sunnu dagskvöld fara þingfulltrúar í Þjóð leikhúsið og sjá þar Sardasfurst- innuna. Búizt er við að fundum þingsins Ijúki á fimmtudagsmorg* un- .Jt 2 13. febrúar 1965 — ALbÝÐUBLAOID

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.