Alþýðublaðið - 13.02.1965, Blaðsíða 6
; ÞAÐ var í smábæ. Hann kom inn til vinar síns, sem var for-
stióri lyfjabúðar, og spurði hann:
— Er bað satt, sem sagt er, að rauðir blettir hverfi, ef maður
borðar agúrkur?
— Já, sagði forstjórinn, það er satt . . . en því miður því að-
eihs, að rauðu biettirnir séu á agúrkunni
ÞÁÐ VAR svo sem enginn vafi á því, hvar eiginmaðurinn hafði
verið, þegar hann loksins kom heim.
; — Ó, Karl, andvarpaði hún, — nú aftur . . . og ég sem var
swo hamrngjusöm í gær yfir því að þú hafðir ekkert drukkið.
; — Elskan mín, sagði hann blíðlega, — í dag var komið að mér
atí vera hamingjusamur.
|
UM nýjárið kom Franco, einræðisherra á Spáni, með ummæli, sem
váfalaust koma ýmsum á óvart:
! __Hjá Spánverja má ekki finnast nokkur vafi eða fyrirvari varð-
arjdi samvizkufreJsi hans.
: — ★ —
i •
>
ÁÍKLÚBB í London hittust tveir menn og spurði annar hinn, hvort
h§nn væri búinn að lesa Lady Chatterley’s Lover, sem nú er hægt
að lesa hömlulaust í Bretlandi.
; — Já, sagði hinn, og það er viðurstyggilegasta bók, sem ég hef
leiúð. Þarna hittir þessi viðbjóðslega kona skógarvörðinn, þar sem
hún er úti á reiðtúr í skóginum. Og þegar hann gerir hellirigningu,
leita þau skjóls í kofa hans, en láta veslings hestinn standa úti í
rigningunni. Hefur fólk alls -enga samvizku?
— ★ —
VIÐ innkeyrsluna í bæ einn við einn af aðalvegunum í Texas er
svohljóðandi skilti:
„Velkomin íl Stanton með sínar 1603 af elskulegustu mann-
eskjum í heimi, auk þriggja eða fjögurra óhjákvæmilegra fýlupoka".
HJA HAILE SELASSIE
ELIZABETH drottning og maður hénnar fóru fyrir
skemmstu í opinbera heimsókn til Eþíópíu og fengu
þar hinar stórkostlegustu móttökur. — Að hinni opin-
beru heimsókn iokinni ferðast þau um I landinu. — Myndin er tekin í miðdegisverðarboði, sem
Haile Selassie, keisari, hélt þeim hjónum í Addis Abeba. — Það munu nú aflaðir þeir siðir, sem
Alan Moorehead segir frá í bóK sinni, Bláu Níl, er Abbyssiníumenn skáru sér kjötstykkin úr ?if-
andi dýrum, þegar þeir héldu virkilega fína miðdegisverði á sexándu öldinni.
II!!!
Lá við að framið
yrði réttarmorð
RANNSÓKNARLÖGREGLAN í
New Yorkborg hefur orðið fyrir
hörðum árásum upp á síðkastið
— og það má taka það fram, að
það eru ekki neinir umbótamenn
í félagsmálum, sem þar eiga hlut
að máli, heldur hvorki meira
né minna en sjálfur ríkissaksókn
arinn.
í opinberum yfirlýsingum er
sagt fullum fetum, að lögreglan
hafi notað „heilaþvott, dáleiðslu
og óleyfileg meðöl til að hræða
fólk“ til þess að fá menn til að
játa á sig glæpi.
Mál þetta hefur komið upp
vegna morðs á' tveim ungum kon
um þar í borg snemma á síðasta
. áTi_í aprífl tók lögreglan fastan
tvítugan negra, George Whit-
more Jr. og mun hafa fengið
hann til að játa morðin á sig,
auk tilraunar til morðs á einni
konu í viðbót, eftir 26 klukku-
stunda yfirheyrslur. En svo gerð
ist það bara í fyrri viku, að öll
um aðgerðum gegn þessum
unga manni var hætt'Dg allt
annar maður kærður Riehard
nokkur Robles, sem mun vera
þekktur eiturlyfjaneytandi.
Einn af lögfræðingum ríkis-
saksóknarans gekk svo langt að
fordæma lögregiluna fyrir
frammistöðuna í þessu máli með
því að halda því fram, að engu
hefði mátt muna, að þegar væri
búið að taka Whitmore af lífi
fyrir glæp, sem hann hefði alls
ekki framið. Annar lögfræðingur
sagði: ,,Við skulum horfast í
augu við staðreyndirnar: menn
hafa verið teknir af lífi fyrir
morð í málum, þar sem ekkert
lá fyrir, nema líkið og sá hand-
tekni.“
Alvarlegust eru þó orð hátt-
setts lögreglumanns: „Við höfum
ekki góða samvinnu við almenn
ing. Ég vona, að þetta mál eigi
ekki eftir að gera okkur meira
tjón. Mér er illa við að segja
það, en ég þykist sannfærður um
að við höfum oft sent menn í
rafmagnsstólinn á grundvelli
rangs dóms.“
Það er ekki að undra eftir
þessi ummæli, að mótmælaalda
hefur gengið yfir New York
vegna þe^sa máls. Vitað er, að
bæði American Civii1 Liberties
Union og negrasamtökin NAACP
ÞETTA er brezki þungavigtarboxarinn BiIIy Walker að koma
með vinkonu sinni til að horfa á eina af hinum ótölulegu kvik-
myndafrumsýningum til góðgerðastarfsemi, sem haldnar eru
í London. Það er annars af honum að frétta, að hann sló Ame-
ríkumanninn Charlie Powell út fyrir skemmstu í tveim Iotum,
hins vegar hefur hann nýlega neitað að slást við Brian London,
WMMMMMMMMMMMMMMMMMiMMiMMMMVMMMMWM
hafa tekið upp mál Whitmores
og halda því frarn, að rannsókn
í máli hans hafi vægast sagt ekki
verið sem skyldl. — Þess má
að lokum geta, að lögreglan
komst á spor Robles, vegna þe|s
að hann sagði öðrum eiturlyfja
neytanda frá morðunum og sá
tilkynnti þau lögreglunni.
Endurhætar
á Loivre
ENDURBÆTA á nú Louvresafn-
ið i París fyrir hvorki meira né
minna en 50 milljónir franka,
sem mundi vera nálega 440 millj-
ónir króna, og er búizt við, að
verkið muni taka átta ár. Þegar
því er lokið, mun safnið, sem
er eitt stærsta í lieimi, geta boð-
ið gestiun sínum upp á þægileg
herbergi til að hvíla sig í og
slaka á -- og veitingastofu.
Salir safnsins eru 5 km. að
lengd og gestir þess á hverju
ári munu telja um eina og hálfa
mvlljón. Breyta á lýsingunni á
safninu, svo að unnt verði að
hafa opið lengur á kvöldin. Einn-
ig mun eiga að gera þar kvik-
myndasal.
GÓÐ ÞJÓNUSTA
Þjónusta við skemintiferöafólk
vetður með miklum ágætum í
Hollandi í sumar. Nýlega hefur
verið tilkynnt áætlun um að
ráða allmarga íúenn ,sem kúnna
til ljólsimyndun!ar, er of.ga að(
v-era skemmtif4f>’ðaimönnum til
aðstoðar á ýmsum þeim stöðum
þar sem mest eru teknar mynd
Ir. Hyggjast Hollendingar með
þessu tryggja, áð ferðamenn
fái góðar myndir með heim úr
fríinu.
$ 13. febrúar 1965 — ALÞÝÐUBLAÐiÐ