Alþýðublaðið - 15.04.1965, Qupperneq 8
EFTIR kosningarnar í Banda-
ríkjunum 1860, þegar Abraham
Inncoln var kjörinn forseti, voru
fáir í nokkrum vafa um það,
að alvarleg tíðindi væru í vænd
um. Djúpstæður ágreiningur
hafði ríkt í landinu allt frá
stofnun lýðveldisins og sífellt
aukizt þrátt fyrir margar til-
raunir til að jafna hann. Eftir
kosningarnar lýstu demókratar
því yfir, að þeir mundu aldrei
sætta sig við það, að Lincoln
yrði forseti og heldur segja sig
úr lögum við sambandsríkið.
Repúblikanaflokkur Lincolns
fylgdi þeirri stefnu, að jafna
yrði ágreininginn og koma í veg
'fyrir upplausn sambandsríkis-
ins.
Ágreiningur íbúanna í Suður-
ríkjunum og Norðurríkjunum
gerði styrjöld óhjókvæmilega.
Þrælahald liafði tíðkazt í Banda
ríkjunum allt frá dögum brezku
nýlendustjórnarinnar, en þá var
skortur á vinnuafli. Þrælaliald
hafði eiginlega aldrei fest rætur
í Norðurríkjunum en var undir-
staða velmegunar íbúanna í Suð-
urríkjunum. Á 19. öld jókst
mannúðarstefnunni fylgi og upp
rísu hreyfingar í Norðurríkjun-
um, sem börðust gegn út-
breiðslu þrælahalds. Hins vegar
leið á löngu þar til almennings-
álitið krafðist þess, að þræla-
hald yrði afnumið. Allir vissu,
að afnám þrælahalds gæti riðið
hinum stóru plantekrum í Suð-
urríkjunum að fullu.
Aðskilnaður
Þótt deilan um þrælahald
væri hörð er hins vegar vafa-
samt hvort norðanmenn og
sunnanmenn hefðu farið í styrj-
öld, ef aðskilnaðarmálið hefði
ekki komið upp. Sunnanmenn
sáu að aðstaða þeirra í öldunga-
deildinni var í hættu og óttuð-
ust að norðanmenh mundu
þröngva upp á þá lögum, sem
þeir væru andvígir. Flestir sunn
anmenn vildu að völdin væru
sem mest í höndum hinna ein-
stöku ríkja og voru andvígir of
miklum völdum sambandsstjórn-
arinnar. Þetta kann að hafa ver-
ið ríkjandi skoðun á fyrstu ár-
um lýðveldisins, en breytingar,
sem urðu á lífi manna í Norð-
urríkjunum, gerðu það að verk-
um, að nauðsynlegt var að
sambandsstjórnin hefði mikil
völd. í Suðurríkjunum lifðu
flestir íbúanna enn á landbúnaði
og voru tiltölulega lítt háðir í-
búum annarra rikja. Sunnan-
menn lýstu því þess vegna yfir,
að þeir mundu segja sig úr sam-
bandsríkinu, ef þeir gætu ekki
sætt sig við stefnu sambands-
stjórnarinnar. Þetta olli miklu
uppnámi í Norðurríkjunum, þar
sem því var haldið fram, að ekk-
ert ríki hefði rétt til að lýsa
yfir aðskilnaði án samþykkis
hinna ríkjanna.
Þannig var málum háttað þeg-
ar forsetakosningarnar fóru fram
1860. Þremur árum áður höfðu
lög verið sett sem stuðluðu að
útbreiðslu þrælahalds. Einu ári.
áður hafði John Brown reynt að
hvetja blökkumenn í Virginia
til uppreisnar í Harpers Ferry.
í kosningabaráttunni hafði Lin-
coln tekið skýrt fram, að hann
mundi berjast gegn þrælahaldi
og aðskiinaðarstefnu, og sunn-
anmenn óttuðust að hann mundi
setja lög þar að lútandi.
Hinn 20. desember 1860 lýsti
ríkið North-Carolina yfir aðskiln-
aði, og skömmu síðar fóru Ge-
orgia, Florida, Alabama, Louis-
iana, Texas og Mississippi að
dæmi þess. Fulitrúar frá þess-
um ríkjum komu saman til
fundar í Montgomery, Alabama,
4. febrúar 1861 og stofnuðu
Suðurríkjasambandið. — Jeffer
son Davis var kjörinn forseti.
Fort Sumter
í
i Stjórnin í Washington hafðist
ékkert að um hríð, enda var
embættistíma James Buchanans
forseta enn ekki iokið og hann
neitaði að taka ákveðna afstöðu
með eða á móti sunnanmönnum.
Á meðan bjuggu sunnanmenn
sig undir styrjöld af kappi, —
Hinn 4. marz tók Lincoln við
embætti og gerði allt sem í
hans valdi stóð til að finna frið-
Öld er Iiðin síðan þrælastríðinu Sauk;
það er sögufrægasta styrjöld, sem háð
hefur verið á meginlandi Ameríku. í
þessari grein er rakinn gangur strfðs-
ins og sagt frá Lincoln forseta, sem
leiddi þjóð sína í styrjöldinni.
V :
m * y:
■
; ■ ■ ■
IfÉÉIiÍltSfc
Hin sögufræga stund, þegar Robert E. Lee hershöfðingi Suðurríkjanna gafst upp fyrir Uiysses S. Grant
samlega lausn, en allt kom fyrir
ekki.
Að lokum létu sunnanmenn til
skarar skríða. Fort Sumter í
South-Carolina var á valdi her-
sveita sambandsstjórnarinnar, og
Lincoln reyndi að koma vistum
þangað. Sunnanmenn komust að
þessu, og skipuðu yfirmanni
setuliðsins að gefast upp. Þegar
hann neitaði því, hófu sunnan-
menn árás á virkið og stóð hún
í tvo daga. Hinn 14. apríl gafst
setuliðið upp. Lincoln skoraði
á menn að bjóða sig fram sem
sjálfboðaliða. Styrjöldin var haf-
in.
Nú lýstu ríkin Virginia, N.-
Carolina, Arkansas og Tennes-
see, sem til þessa höfðu lialdið
tryggð við sambandsstjórnina,
5'fir aðskilnaði, og Richmond í
Virginia var gerð að höfuðborg
Suðurríkjanna. Hin ríkin, sem
lágu milli Norður- og Suður
ríkjanna, Delaware, Maryland,
Kentucky og Missouri, héldu
tryggð við sambandsstjórnina
öll styrjaldarárin, þótt skoðanir
íbúanna væru svo skiptar í
tveimur síðastnefndu ríkjunum,
að stundum fyigdu þau sam-
bandsstjórninni aðeins að málum
vegna mikils liðsafla, sem
stjórnin hafði í ríkjunum.
Lincoln óskaði eftir 75000
sjálfboðaliðum í þrjá mánuði. í
rauninni stóð styrjöldin í fjögur
ár og alls börðust 4000000 menn
og 750 þúsundir manna féllu.
Nauðsynlegt er að glöggva sig
á ástandinu til að skilja hvers
vegna Lincoln skjátlaðist svo
hrapallega.
S tyrkleikamunur
Ellefu Suðurríki tóku þátt í
styrjöldinni. íbúar þeirra voru
yfir 10 milljónir, þar af þriðj-
ungurinn þrælar. R<kin voru þá
nær eingöngu landbúnaðarríki.
Verksmiðjur voru fáar og iðn-
aður lítill og þar af leiðandi var
hergagnaframleiðslq lí+il. Sunn-
anmenn áttu fá skip, sem gátu
fjutt vörur frá öðrnm löndum,
og nær enga sjómenn. Þeir
höfðu til þessa verið háðir vör-
um frá Norðurríkiunum.
í samanburði við þetta virtust
Norðurríkin öflug og standa vel
að vígi. íbúar þeirra voru um
22 milljónir. Landbúnaður var
mikill og því enginn skortur á
matvælum. Iðnaður var einnig
mikill og þess vegna enginn
skortur á hergögnum eða lífs-
natiðsynjum. Noi'ðanmenn höfðu
öflugan flota og gátu haldið uppi
hafnbanni á Suðurrikin. Mikill
auður og fjármunir voru saman
komnir í Norðurrík.iunum. Hins
vegar skorti norðanmenn reynda
herforingja, og háði það þeim
mjög í fyrstu. Að þessu undan-
skildu virtist fátt benda til þess,
að sunnanmenn gætu veitt öfl-
ugt viðnám. En norðanmenn
urðu ekki aðeins að vinna sigur
þeir urðu að brjóta á bak aftur
ákveðna og sameinaða þjóð, sem
bjó á víð og dreif á landssvæði
sem var á við hálfa Evrópu að
stærð (Bretland, írland, Frakk-
land, Belgíu, Holland, Þýzka-
land, Danmörku, Svissland,
Austurríki, Ungverjaland og
Portúgal). Og þetta land var auk
þess mjög erfitt yfirferðar með
háum fjallahryggjum, breiðum
fljótum og víðáttumiklum skóg-
um. Fátt var um vegi og íbú-
arnir voru að sjálfsögðu fjand-
samlegir.
Jefferson Davis hafði sjálfur
verið hermaður, og þekkti flesta
helztu herforingja sunnanmanna
persónulega. Hann gat valið
rétta menn í skyndi, þannig að
sunnanmenn höfðu á færum hers
höfðingjum að skipa þegar í upp-
hafi. Hermenn Suðurríkjanna
voru ekki úr stórborgum, því
þær voru engar, heldur úr
sveitum og voru vanir vopna-
burði. Hermenn Norðurríkjanna.
voru aftur á móti úr stórborg-
um og þurftu því hernaðar-
lega þjálfun. Sunnanmenn höfðu
búið sig rækilega undir átökin,
en það tók norðanmenn aftur á
móti tvö ár. Herskyldu var ekki
komið á í Norðurríkjunum fyrr
en í marz 1863, og leiddi þaS
til óeirða í New York. Á því ári
veitti Lincoln þrælunum frelsi,
og veitti það hermönnum Norð-
urríkjanna siðferðilegan bakhjarl
því að þá töldu þeir sig ekki
einungis berjast fyrir sambandi
ríkjanna, heldur einnig fyrir
hugsjón frelsisins. Þetta átti
mikinn þátt í því að afla norð-
anmönnum fylgis í Evrópu, eink-
um Bretlandi, þar sem málstað-
ur sunnanmanna hafði notið
mikils stuðnings fyrst í stað, —
einkum í valdastéttunum.
8 15. apríl 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ