Alþýðublaðið - 08.08.1965, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 08.08.1965, Blaðsíða 11
iRitstgóri Örn Eidsson ÍBK sigraði B-36 naumlega 2 gegn 1 FÆREYSKA liðið B-36, frá Þórs- höfn, sem dvelur í Keflavík um Jiessar mundir á vegum ÍBK, lék sinn fyrsta leik við gestgjafa sína sl. fimmtudagskvöld. Lauk þeirri viðureign með naumum sigri ÍBK 2:1 eftir mjög misheppnaðan leik af hálfu íslandsmeistaranna, en þeir mættu með sitt sterkasta lið, eftir að hafa fengið undanþágu hjá landsliðsnefnd .fyrir þá leikmenn ÍBK, sem eiga að leika gegn írum næstk. mánudag. Flestir bjuggust líka við frekar ójöfnum leik og sú spó virtist líka ætla að rætast, því að er 20 m£n. voru liðnar á fyrri liálfleik höfðu Keflvíkingar fengið nokkur góð tækifæri og nýtt tvö þeirra. Rúnar Júlíusson skoraði, undan norðvestan kaldan lim (og peningalyktinni frá Fisk- iðjunni, sem lagði yfir vallarsvæð ið) mjög glæsilegt mark utan frá hliðarlínu á um 35 metra færi. — Fór knötturinn í bláhornið, fjær, þrátt fyrir góða tilraun færeyska markmannsins til að verja. Kefl- víkingar virtust næstu mínúturnar helzt binda vonir sínar við lang- skotin, sem vænlegust til árang- urs, en þau ui-ðu mörg, og geiguðu jafnan. Á 20. mínútu fór Jóni Jóhanns- syni að leiðast þófið. Hann lék í gegnum vörnina og seinast mjög laglega á T. Holm miðvörð, og skoraði af stuttu færi. Ekki var að sjá að B-36 menn létu mótlæti mikið á sig fá, þrátt fyrir tauga- óstyrk og langar spyrnur í upp- hafi leiks. Þeir hófu að leika styttra og gátu ógnáð marki Kefl- víkinga nokkrum sinnum, en án. árangurs þar til að Högni, í mjög þröngri stöðu, tók af þeim ómak- ið og sendi knöttinn í sitt eigið mark, á 45. mínútu. Eftir mjög óskipulegan leik í fyrri hálfleik hefði mátt ætla að Keflvíkingar bæru saman bækur sínar í leik- hléi og tækju upp styttra spil — gegn vindinum — í seinni hálf- leik, sérstaklega þegar þess var að gæta að færeyska vörnin virt ist nokkuð traust og ekki svo auð- velt að brjótast í gegn um hana eiris og Karl Hermannsson vai þegar búinn að fullreyna, með sín um mörgu einleiksspyrnum, sem enduðu jafnan á einn veg — að hann missti knöttinn. En þrátt fyrir góða viðleitni Sigurðar AI- bertssonar að binda liðið saman til sóknar og dreifa spilum út á kantana, fór allt í handaskolum, þótt svo að sókn Keflvíkinga væri þung mestan hluta hálfleiksins. Færeyingum tókst samt að ná snöggum upphlaupum af og til með stuttum samleik, en hættan af þeim varð aldrei geigvænleg, —■ enda vörn andstæðinganna vör um sig með Sigurvin Ólafsson sem traustastan mann. Ekki er gott að ákveða styrk- leika B-36 eftir þessum fyrsta leik þeirra hér að þessu sinni. — Þeir eru lítt vanir grasvelli og taugaóstyrkur þeirra var greini- lega mikill í fyrri hálfleik. Vörn- in var betri helmingur liðsins með hinn danska þjálfara Enne- mann, sem beztan mann. Stjórn- aði hann vörninni af kunnáttu hins leikreynda manns. Honum hefur að mínu áliti, tekizt að gera B-36 að mun betra liði en það var fyrir þremur árum og lék hér. Einnig er T. Holm athyglisverður mið- vörður. Hinn knái Thorstein Mag- Myndin er jrói leik Islend- inga og Dana. Baldvin Bald- vinsson, nr. 9, er að skora mark íslands í leiknum. — Hvernig skyldi honum ganga í leiknum við íra annað kvöld? nussen átti ekki góðan dag, enda vel gætt af Ólafi Marteinssyni. Leikur Keflvíkinga olli, eins og áður en sagt, miklum vonbrigð- um af íslandsmeisturum til að vera. Sérstaklega gerði framlínan sig seka um illa útfærðan leik og ónákvæmar spyrnur ásamt mikilli einleikstilhneigingu. Hún á sér þó þá afsökun, að varnarmenn B-36 gáfu henni aldrei stundarfrið til að athafna sig. Á vörnina reyndi ekki svo ýkja mikið og slapp hún nokkuð vel frá leiknum — að und anskildu einu sinni. E. M. M. Landsleikur fslands og írlands kl. 20 á morgun FIMMTI landsleikur íslands og írlands í knattspyrnu jer fram á Laugardalsvellinum annað kvöld og hefst kl. 20. Þetta er 41. landsleikur ís- iands í knattspyrnu, en sá fyrsti jór jram 1946, þá var leikið við Dani og þeir sigr- uðu með 3-0. Það er ekki gott að spá neinu um væntanleg úrslit leiksins, við vitum lítið um ír- íina, þetta eru að visu áhuga- menn, en áhugamannalandslið þeirra er í stöðugri jramför og þeir verða harðir. Ef íslenzka ’.iðið verður samstillt og sýnir baráttiLVÍlja eins og á móti Dönum fyrir rúmum mánuði, er ekki gott að segfa nema við sjáum íslenzkan sigur. Samtök íþróttafréttamanna gefa út vandaða leikskrá í til efni leiksins, en í henni er að linna ýmsar upplýsingar um Ieikmenn beggja liða. Þar er cinnig grein um írland — land og þjóð og Knattspyrnusam- band íslands. Þá er skrá yfir alla landsleiki íslands frá upp- hafi. Leikskráin er til sölu um helgina ásamt aðgöngumiðum í sölutjaldi við Útvegsbank- unn. Þá verður hún einnig seld (í Laugardalsvellinum áður en leikurinn hefst. Síðast en ekki sízt skorar íþróttasíðan á áhorfendur landsleiksins að hvetja nú land ann til dáða, hin miklu hvatn- ingaróp í leiknum við Dani á dögunum höfðu mikið að segja og ef til vill nægja lwatn ingaróp nú til sigurs. Rússar Evrópumeistarar í körfuknattleik 1965 - Körfuknattleikssambandi ís- lands barst nýlega í hendur úrslit leikja í 14. keppni evrópskra landsliða í körfuknattleik, er fram fór í Sovétríkjunum á tímabilinu 30. maí til 10. júní. Undankeppni fór fram í tveimur riðlum og var A riðill í Moskva, en B riðill í Tbilisi. Undankeppni: A-riðill — Moskva Ungverjal.-ísrael Finnland-Rúmenía A-Þýzkal.-Tékkóslóvakíu Sovétríkin-Ítalía A-Þýzkal.-Finnland (Eftir venjulegum leiktíma var staðan 51-51, en framlengja þurfti leiknum tvisvar sinn- um). Ungverjal.-Rúmenía Sovétríkin-Ísrael Ítalía-Tékkóslóvakía Ísrael-Rúmenía Ítalia-Finnland Ungverjal.-A.-Þýzkaland Sovétríkin-Tékkóslóvakía Ísrael-A-Þýzkaland Tékkóslóvakía-Finnland Ítalía-Ungverjaland Sovétríkin-Rúmenía Tékkóslóvakía-Ungver j al. Ísrael-Ítalía Sovétríkin-Finnland Rúmenía-A-Þýzkal. Tékkóslóvakía-Ísrael (Eftir venjulegan leiktíma var staðan 61-61). Rúmenía-Ítalía 75-81 (Eftir venjulegum leiktíma var staðan 73-73). Sovétríkin-A-Þýzkal. 65-41 Finnland Ungverjaland 67-46 Finnland-ísrael 51-52 Rúmenía-Tékkóslóvakía 69-90 49-60 61 85 55-73 87-48 59-63 52-76 88- 50 78- 69 59-57 59-60 55- 56 79- 74 56- 55 68-40 66-64 62-60 77-53 47 68 89- 52 55-59 71-69 A-Þýzkaland-Ítalía 64-87 Sovétríkin-Ungverjal. 76-45 B-riðill — Tblisi: Búlgaría-V-Þýzkaland 74-ot Sviþjóð-Grikkland 69-71 Júgóslavía-Frakkland 80-54 Pólland Spánn 82-57 Spánn-V-Þýzkaland 86-58 Búlgaría-Sviþjóð 113-56 Júgóslavía-Grikkland 76-68 Pólland-Frakkland 72-53 Frakkland-Grikkland 63-64 Pólland-V-Þýzkaland 92-64 Spánn-Svíþjóð 78-74 Júgóslavía-Búlgaría 89-69 V-Þvzkaland Svíþjóð 72-49 Frakkland-Búlgaría 67-70 Pólland-Grikkland 74-62 Spánn-Júgóslavía 65-113 Pólland-Svíþjóð 93-41 V-Þýzkaland-J úgósla vía 50-115 Grikkland-Búlgaría 65-59 Frakkland-Snárin 77-90 V-Þýzkaland-Frakkland 47-74 Svíþióð-Júgóslavía 46-91 Grikkland-Spánn 89-82 Pólland-Búlgaría 75-63 Grikkland-V-Þýzkaland 81-72 Svíþjóð-Frakkland 61-90 Búlgaría-Spánn 79-56 Pólland-Júgóslavía 69-78 Undanúrslit: Svíþjóð-Rúmenía 60-66 V-Þýzkaland-Ungverjaland 53-52 Frakkland-Finnland 55-42 Snánn-A-Þýzkaland 76-78 (Kftir veniulegan leiktíma var staðan 69-69). Búlaaría-Tékkóslóvakía 77-70 Grikkland -ísrael 67-69 (Eftir veniulegan leiktíma var ? staðan 61-61). , ;; Framhald á 15. síffu - * » ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 8. ágúst 1965 %%

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.