Vísir - 29.09.1961, Síða 7
Föstudagur 29. september 1961
VÍSIR
7
, þerf samasfað
undir Öskjuhlíð.
Samtal við Valgarð Thoroddsen
yfirverkfræðing.
Fyrir nokkru kom Vísir að
máli við Valgarð Thorodd-
sen yfirverkfræðing Raf-
magnsveitu Reykjavíkur til
að ræða við hann um ýms þau
mál, sem nú eru efst á baugi
hjá þessari stóru stofnun,
sem á síðasta ári mun hafa
velt kringum 100 milljónum
króna.
Valgarð skýrði svo frá,
að nú væri búið að bjóða út
nýja vélasamstæðu fyrir
írafosstöðina í Sogi. Þegar
stöðin var byggð, var gert
ráð fyrir, að þar yrðu þrjár
vélasamstæður er stöðin
væri fullnýtt. Eru þar nú
tvær. Tilboð hafa borizt frá
Frakklandi, V.-Þýzkalandi,
Ítalíu og Svíþjóð. Standa
málin nú þannig, sagði Val-
garð, að verið er að leita
samninga við sænsk fyrir-
tæki um sjálfa rafvélina,
spenna og rafbúnað að íra-
fossi og við Elliðaár og eins
smíði vatnstúrbínunnar.
Okkar áætlun er sú, að þessi
vélasamstæða verði tekin í
notkun haustið 1963 — eða
eftir 2 ár. Þessi aukning á
orku frá Sogi verður tiltölu-
lega ódýr nú vegna þess, að
með þessu var reiknað þegar
stöðin var byggð, svo gera
má ráð fyrir, að kostnaður-
inn, sem nú þarf að leggja í,
verði aðeins um 1/3 af venju-
legum virkjunarkostnaði..
Þessi nýja vélasamstæða á
að gefa 21.000 kw afl. Munu
verksmiðjurnar senda sína
sérfræðinga hingað til þess
að setja niður vélar og ann-
an útbúnað í samvinnu við
starfsmenn R. R.
Þá sagði Valgarð Thorodd-
sen frá því, að nú væri ver-
ið að gera áætlanir um frek-
ari stækkun varastöðvarinn-
ar við Elliðaár, og setja þar
niður eina vélasamstæðu til
viðbótar. Hún á að geta
framleitt 10.000 kw orku. Er
ketillinn þegar kominn og
búið að setja hann upp, en
um sjálfa túrbínuna hefir
verið leitað álits hjá fyrir-
tæki einu í Bretlandi, en
gert er ráð fyrir að þessi
stækkun varastöðvarinnar
verði lokig á árinu 1964.
Þá má geta þess, sagði Val-
garð, að nú er verið að at-
huga um stækkun Ljósafoss-
stöðvarinnar, — hinnar
fyrstu, er byggð var við Sog-
ið. Einnig er í ráði að jera
vélgæzlusalinn í írafossstöð.
inni, að stjórnarstað fyrir
öll orkuverin þrjú, með því
að setja þar upp fjarstýri-
búnað fyrir stöðvarnar. Er
slíkur búnaður þar nú þegar
fyrir Steingrímsstöðina nýju.
Og hvað er helzt að segja
hér í bænum?
Okkur er vel ljóst, að í
nokkrum nýjum úthverfum
bæjarins er spennan ekki
nógu há! Um þessar mundir
eru vinnuflokkar frá R. R. að
endurbæta kerfið í þessum
hverfum. Þetta er að vísu
bráðabirgðaráðstöfun, sem
stafar m. a. af því, að efni til
spennistöðvanna í hverfum
þessum hefir tafizt í af-
greiðslu frá verksmiðju. Við
vonum, að þær ráðstafanir,
sem við erum nú að gera,
dugi til að tryggja að ekki
verði alvarlegt spennufall í
þessum hverfum í vetur.
í sambandi við byggingu
spennistöðvarhúsa má geta
þess, sagði Valgarð, að R. R.
mun reyna nýjar leiðir í
þeirn efnum. Verða verkin
boðin út, en stöðvarnar
steyptar í verksmiðju, þann-
ig, að aðeins þarf að skrúfa
saman hina ýmsu stein-
steypuhluta þeirra, þar sem
þær eiga að vera. Vonumst
við til þess, að þetta verði
ódýrara fyrir R. R. en ella.
Á sviði götulýsingarinnar
er unnið að endurbótum á
henni og aukuingum með
ýmsum hætti, en því vil eg
ekki leyna, sagði Valgarð. að
það er vissulega til hinnar
mestu óprýði, litlu „lamp-
arnir<,: meðfram Hringbraut-
inni, við enda flugbrautar-
innar á Reykjavíkurflug-
velli. En hvað getur R. R.
gert, þegar flugmálastjórn-
in telur hina stóru ljósa-
staura beinlínis geta valdið
flugslysum í aðflugi að flug-
vellinum. En við höfum gert
ráðstafanir til að fá í þessa
litlu ljósastaura hentugi’i
ljósker og koma þau frá Hol-
landi. Það er svo aftur ann-
Kalli frændi
að mál, að reynslan sýnir
okkur, að sumt ungt fólk
virðist ekki skilja tilgang
götulýsingarinnar og frem-
ur því beint tjón með grjót-
kasti eða snjókúlum á götu-
lýsingu Reykjavíkur, sem
kostar R. R. og þar, með
bæjarbúar mjög miklar upp-
hæðir á ári hverju. En við
skulum vona, að allir reyni
sitt bezta til að sporna við
skemmdaræði þessu, sagði
Valgarð.
Á Hafnarhúsið að verða
aðalbækistöð Rafmagnsveitu
Reykjavíkur?
Nei, það ætla eg að vona
að aldrei verði. Höfnin mun
hafa fulla þörf á þessu hús-
næði öllu er fram líða stund-
ir. í dag er starfsemi Raf-
magnsveitu Reykjavíkur,
með hundi’aða starfsliði,
dreift niður á nálægt 15 stöð-
um í bænum. Eg myndi telja
það mesta hagsmunamál fyr-
irtækisins í dag, að geta
sameinað alla sína starfsemi
á einum og sama stað. Það
myndi hafa mikinn sparnað
í för með sér og í alla staði
verða hagstætt fyrir rekstur
fyrirtækisins. Og R. R. hefir
látið í ljósi ósk um hvar
þessi samastaður hennar eigi
að vera. Suður við Öskjuhlíð
í • námunda við Hlíðarenda
er sá staður, sem Rafmagns-
veitan er vel í sveit sett, því
hún væri þá á næsta leiti
við helztu samgönguæðina í
gegnum bæinn, Miklu-
brautina, en óðum færist
umferðin meira og meira í þá
átt, að allra leið liggi um
Miklubraut. Þarna suður við
Öskjuhlíð mun hin nýja
slökkvistöð verða reist, svo
nokkuð má af því marka að
staðurinn er allur hinn heppi-
legasti. Já, húsnæðismálið,
framtíðarlausn þess er nú
mest aðkallandi fyrir Raf-
magnsveituna og alla starf-
semi hennar.
Annars má geta þess að
nú fer að líða að því, að ýms-
ar framkvæmdir tefjist að
mun vegna yfirstandandi
verkfalls verkfræðinga. Væri
óskandi fyrir Rafmagnsveit-
una, að lausn fengist á því
máli sem fyrst, saeði Val-
garð Thoroddsen yfirverk-
fræðingur að lokum.
Enn sagði
Jón Magnús-
son í frétta-
auka frá
vesturför for-
seta íslands
ag kvað nú
vera komin
ferðalok. För
forsetans hefur vakið mikla
athygli vestra, geipimargt ver-
ið skrifað um ísland og kynn-
ing lands og þjóðar orðið meiri
og fjölþættari en orðið hefði á
nokkurn annan hátt á jafnstutt-
um tíma. En auk þess hefur för
forseta — og þá einkum heim-
sókn hans í íslendingabyggðir
áreiðanlega orðið íslendingum
vestra mikil örvun til aukinnar
samheldni um rækt við ís-
lenzkar erfðir og öllum þeim,
sem að íslenzkum þjóðernismál-
um hafa þar unnið, mikil og
verðug viðurkenning.
Þá var nútímatónlist, lög, er
Musica Nova kórinn í Berlín
söng — sér til mikillar ánægju
— trúlega. En síðan flutti Jón
skólastjóri Hjálmarsson skipu-
Leiðréttíng
Þau mistök urðu við umbrot
blaðsins í gær, að að aflokinni
setningu á 16. síðu blaðsins, er
hljóðaði svo: „Kafla_r úr grein-
argerðinni birtast á 5. síðu
blaðsins í dag“, kom ekki sjálf
fréttagrein blaðsins, eins og
vera átti, heldur greinargerð
S. R. sem hins vegar átti að
birtast á 5. síðu. Grein blaðsins
kom hins vegar undir rangri
fyrirsögn á 2. síðu. Eru lesend-
ur beðnir velvirðingar á þessu.
Leiðrétting.
Meinleg prentvilla var í
greininni Góðir íslendingar,
sem birtist í blaðinu í fyrrad.
Orðið græzka var tvisvar ritað
„gæzka“. Flestir munu þó hafa
kannazt við orðtakið svo og
lesið í málið.
-jic Boeing 707 farþegaþota nauð
lenti 24. sept. í Loganflug
höfninni í Boston á 2ja m.
dýpi. Þykir það ganga
kraftaverki næst, að allir
komust lífs af. í flugvélinni
voru 71 farþcgi.
legt erindi um Maríu Stúart,
sem ekki er laust við, að fyrr
hafi verið getið, enda orðið
ýmsum stórskáldum efni í
skáldverk, sem hafa hlotið
mikla frægð, og er erfitt að
bæta um þær myndir, er bæði
sagnfræðingar og skáld hafa
brugðið upp af þessari fögru
konu, sem örlög og atvik gerðu
eftirminnilega.
Sigurður A. Magnússon las
þýðingu sína á ritgerð eftir
George Orw'ell, höfund bókanna
Búgarður dýranna og Nítján
hundruð áttatíu og fjögur —
og síðast en ekki sízt merkilegr-
ar bókar um svik kommúnist-
anna spænsku í borgarastyrj-
öldinni þar í landi, en þau svik
voru að undirlagi ráðstjórnar-
innar í Moskvu, sem taldi
heppilegra rússneskri heims-
veldisstefnu, að ■ á Spáni ríktu
fasistar en að þar kæmust til
valda sannir lýðræðissinnar, er
brytu á bak aftur kúgunaröflin,
bættu kjör almennings og
veittu honum uppfræðslu. Rit-
gerð Orwells fjallaði um ástæð-
ur þess, að hann helgaði sig
rithöfundarstörfum, og var hún
athyglisverð og skemmtileg, en
hins vegar með sama marki
brennd og flest slík skrif rithöf-
unda, reynt að gera margbrotið
mál einfalt — án þess — að
vonum — að það tækist. Það,
sem þar var sagt um áhrif að-
stæðna í bernsku á starf og
stefnu rithöfundarins, mun ó-
umdeilanlega rétt, en flest ann-
að meira og minna líklega til
getið, en ekki meir. Sannast
mundi, að það muni einn af
leyndardómum mannlegs eðlis,
hvers vegna skáld finnur sig
knúið til að skrifa — þó að
hins vegar geti margt mótað
form, efnisval og viðhorf ....
En sama er að segja um þessa
grein Orwells og flest annað,
sem þeir Guðmundur Steinsson
og Sigurður A. Magnússon hafa
þýtt og flutt í útvarp upp á síð-
kastið, að bað er skyni gæddum
verum bjóðandi, það er hugs-
að og formað af gáfuðum mönn-
um og snjöllum sitt á hvað, en
staðreyndirnar á reiki — máski
góðu heilli. Hafa lestrar þeirra
stórum bætt hina fátæklegu,
stundum ömurlega nöturlegu
útvarpsdagskrá þess sumars,
sem nú er á leið að kveðja okk-
ur.
Guðm. Gíslason Hagalín.