Tölvumál - 01.11.1986, Blaðsíða 4

Tölvumál - 01.11.1986, Blaðsíða 4
UPP MEÐ FLEIRI HLIÐAR í grein í septemberblaði TÖLVUMÁLA fjallaði undirritaður um ávinning fyrirtækja af tölvu- væðingu frá annarri hlið en menn hafa lagt sig eftir hingað til. Þar kom meðal annars fram að margir hagfræðingar og rekstrarráðgjafar í Banda- rikjunum hafa sett fram efasendir um að afrakstur tölvuvæðingar undanfarinna áratuga hafi veri i samræmi við tilkostnað. Einnig að menn telja að þær aðferðir, sem notaðar hafa verið til að meta rekstur fyrirtækja með tilliti til sjálfvirkni, þurfi endurskoðunar við. Undirritaður telur að það sé timabært fyrir islenska tölvumenn, rekstrarráðgjafa og stjórn- endur að staldra við og átta sig á þvi hvernig þessi mál standa hér á landi. Þvi er ekki að leyna að áðurnefnd grein var nokkuð ólik flestum greinum, sem lesa má i þeim blöðum hér á landi, sem á annað borð fjalla eitthvað um tölvumál. Þvi miður eru þær all- margar eins og seljendur tölva og tölvubúnaðar hafi samið þær til að íysa eigin framleiðslu. Stundum minna þær óneitanlega á strákinn, sem sagði i aðdáunartón um félaga sinn, sem þótti all sjálfumglaður. "Mikið skratti er hann Tóti gáfaður". Þegar hann var inntur eftir þvi af hverju hann teldi félagan gáfaðan stóð ekki á svörum: "Nú hann segir það sjálfur". Til þess að losna úr þessu fari sjálfumgleði og einhliða umfjöllunar verða menn að taka sér tak eins og sagt er. Þvi miður hafa TÖLVUMÁLUM ekki enn borist greinar eða klausur, sem gripa þráðinn þar sem við höfum sleppt honum i þessari umræðu. Það kemur þó ekki til af þvi að allir séu sammála þeim sjónarmiðum, sem fram komu i áðurnefndri umfjöllum. Þvert á móti verður að telja vist að langflestir þeirra manna, sem hafa störf við sölu tölvukerfa, hönnun þeirra og rekstur uppiysingakerfa séu á öndverðum 4

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.