Tölvumál - 01.11.1986, Blaðsíða 15

Tölvumál - 01.11.1986, Blaðsíða 15
hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum. í efsta sæti TOP 1000 situr IBM. Heildarverðmæti "bláa risans" er talið 3.760 miljarðar islenska króna. Þessi upphæð er nánast ótrúleg og ber þvi vitni hversu geysimikla trú fjárfestingarmenn hafa á fyrirtækinu. Samanlagt verðmæti Exxon og General Electric, sem sitja i öðru og þriðja sæti listans er tæplega fimmtungi minna en IBM. Samanlagt verðmæti þriggja stærstu bifreiða- framleiðenda i Bandarikjunum, General Motors, Ford og Chrysler er rétt liðlega helmingur af verðmæti IBM. Svo önnur verðmiðum sé tekin má nefna að fyrir verðmæti IBM mætti byggja nýtt ibúðarhúsnæði fyrir alla Norðmenn. Á meðal 100 verðmætustu fyrirtækjanna eru fimm tölvufyrirtæki. Þá eru AT&T og dótturfyrirtæki þess ekki talin með. 1 25. sæti er Hewlett-Packard, 40. sæti er Digital Equipment og XEROX er skammt á eftir. Mat á afkomu Fortune leggur mat á afkomu fyrirtækja á lista sinum. Yfirlit þeirra um þau fyrirtæki sem best hefur vegnað og þau sem versta afkomu hafa hlotið ber vott um að tölvufyrirtæki hafa ekki átt gott ár 1985 þegar á heildina er litið, þó hin bestu spjari sig vel. Á meðal þeirra tiu fyrirtækja i FORTUNE 500 sem juku mest veltu sina á árinu er einungis eitt tölvufyrirtæki. Það var Advanced Micro Devices, sem náði 59,6% söluaukningu frá fyrra ári. Á lista þeirra fyrirtækja, sem urðu að þola mestan samdrátt, eru á hinn bóginn tvö fyrirtæki i úpplý-singaiðnaði. Control Data er þar i fjórða sæti með 26,8% samdrátt i sölu og Computervision með 20,7% samdrátt. Slæmt ár hjá tölvufyrirtækjum Á meðal þeirra tiu fyrirtækja, sem gáfu eigendum mestan arð (return to investors) var ekkert tölvufyrirtæki. Á meðal þeirra fimm, sem gáfu minnstan arð (mesta tap) voru þrir framleiðendur 15

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.